Leita í fréttum mbl.is

Þá auglýsi ég tónleikana

Við hjónakornin ásamt Sædísi brugðum undir okkur fjórum hjólum sl. miðvikudag og brunuðum sem leið lá í Grímsnesið. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti hjá þeim heiðurshjónum Theódór og Helgu í sumarbústaðnum þeirra.

StrokkurVið nutum þeirra forréttinda að fá að nota svítuna þeirra þ.e. gestahúsið sem þau eru búin að reisa við bústaðin. Öll aðstaða þar er orðin hin skemmtilegasta. Ekki að ástæðulausu sem maður fer næstum árlega í heimsókn til þeirra þangað.

Ekki var þó legið í leti alla daganna þótt eitthvað hafi verið gert af því. Á fimmtudeginum fórum við upp að Gullfoss og Geysi og nutum þess til ýtrasta að eyða deginum þar enda veður með eindæmum gott. Hitastig var í kringum 20-24 gráður eða svo sagði hitamælirinn í bílnum - og varla lýgur hann eða hvað?

Rétt í þann mund sem við komum í hlaðið við Geysi gaus hann hið myndarlegasta gosi, sem því miður tókst ekki að mynda. En Strokkur var í hinum mesta hátíðarskapi og gaus hvað eftir annað hinum myndarlegustu gosum, sem mér tókst að mynda. Röð af myndum frá því getið þið séð á flickr síðunni minni www.flickr.com/pallijo.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er það staðreynd að þótt við höfum farið í Grímsnesið næstum því á hverju ári sl. 20 og keyrt fram hjá Kerinu fræga lét ég loksins í fyrsta sinn verða að því að skoða þetta náttúru undur. Hafði eins og flestir landsmenn séð þetta fyrirbrigði í sjónvarpi og á myndum í tíma og ótíma en aldrei stoppað til að berja þetta undur augum. En nú varð breyting þar á. Gaman að sjá og skoða og mæli með þessu.

KeriðÞótt ekki fari ég hratt yfir á mínum tveimur jafn fljótum þá kemst maður þótt hægt fari. Og þegar menn fara svo hægt eins og ég á mínum tveimur er trúlegt að maður gefi sér örlítið meiri tíma til að líta í kringum sig, og það gerði ég. Þegar ég var þarna komin niður áttaði ég mig á því hversu stórkostlegur þessi staður er og án efa hefur verið gaman að vera þarna staddur þegar stórsöngvarar hafa komið til að þenja raddböndin.

Verð að já að mér dauðlangaði til þess að reka upp miklar rokur með minni engilfögru og silkimjúku röddu og leyfa viðstöddum að heyra. Lét því miður ekki vera að því. En þetta er klárlega áskorun um að fara þarna aftur að ári og láta verða að því. Hver veit nema ég auglýsi það svo sem flestir nái að koma og njóta listarinnar, eða flýja.

Segi ykkur meira síðar og hendi þá inn fleiri myndum. En fyrir þá sem vilja þá endilega kíkið á flickr síðuna því þar eru myndirnar í fínum gæðum.

Fróðleikur dagsins: Fjórðungur Rússlands er þakinn skóglendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ og takk fyrir síðast hey pant vera á fyrsta bekk á tónleikunum hjá þér

Hrönn Jóhannesdóttir, 17.7.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hrönn mín! ég læt þig fá heiðurssætið...

Páll Jóhannesson, 17.7.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Er þá ekki best að ég gangi í að panta sinfóniuhljómsveit Íslands, útbúi nokkuð hundruð fréttapassa, láti senda hljóðkerfi til landsins, útbúi sjónvarpsrétt fyrir 365 miðla, sendi hóp iðnaðarmanna til að reisa minjagripssölubása......Er ég að gleyma einhverju? Viltu hafa ÞÓRSFÁNA?

Yrði gaman að sjá andlitdrættina á Hagkaupsmönnum yfir öllum umhverfisspjöllunum sem  gætu með óheppni orðið.

S. Lúther Gestsson, 18.7.2008 kl. 00:01

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta lofar góðu hjá þér Lúther - auðvitað Þórsfáninn ég skal grípa hann með ef þú sérð um rest. Vantar þig miða?

Páll Jóhannesson, 18.7.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband