Leita í fréttum mbl.is

Rómantík við Hljóðakletta

ÞórÁkveðni, áræðni, barátta skein úr hverju andliti þátttakenda en umfram allt og akkúrat það sem upp úr stóð var leikgleði og endalaus ánægja. Þannig var stemmingin á Strandamóti sem haldið var í ár. Ég naut þess að fara með og fylgjast með þessu skemmtilega móti sem var öllum þeim sem að því stóðu til mikillar fyrirmyndar.

Barnabörnin Margrét Birta og Elín Alma æfa knattspyrnu í 6. og 7. flokki hjá Þór. Aðal þjálfari liðsins þar er engin annar en ,,Kóngurinn" sjálfur Hlynur Birgisson. Hann nýtur þess að hafa ekki ómerkari þjálfara sér til aðstoðar en knattspyrnukonurnar Rakel Hönnudóttir, Dragönu Stojanovic og Ivönu Ivanovic. Þessi hópur er mjög samstilltur og afar gaman að fylgjast með þessu starfi.

MargretRétt skal vera rétt - smá saga frá mótinu. Dómari sem var að dæma leik hjá Dalvík og Leiftri sagði eitt sinn þegar hann var búinn að flauta og dæma innkast ,,gulir eiga innkastið" þetta sagði hann til aðgreiningar þar sem Leiftur leikur í gulum búningum. Gekk þá einn strákurinn út Leiftri að dómaranum og sagði hátt og skýrt ,,við heitum ekki gulir við heitum Leiftur".

Þetta kallar maður face. Krakkarnir vilja greinilega að hlutirnir séu kallaðir sínum réttu nöfnum en ekki eitthvað annað sem fullorðna fólkið tekur upp á.

ElinLagt var upp á þessu móti að skrá ekki útslit og markmiðið var að ef leikur stefndi í ójafnan leik þá var reynt af fremsta megni að jafna leikinn með skynsömum inná skiptingum. T.d var í einu leik þar sem liðið sem þær systur voru í og allt stefndi í ójafnan leik var búið að fjölga leikmönnum í ,,lakara" liðinu um 3. Krakkarnir gerðu enga athugasemdir við þetta. Þau gera sér fyllilega ljóst að um leik er að ræða en ekki heimsmeistarakeppni.

Þá mátti sjá skondið atvik í þessum sama leik að einn liðsmaður í hinu svokallaða ,,sterkara" liði og spilaði vörn brá á það ráð að æfa sig í því að standa á höndum þegar lítið var að gera í leiknum á hennar vallarhelmingi. Þau eru dásamleg þessi börn.

JónPállEinn var þó sem lét sér þetta allt í léttu rúmi liggja þ.e. nafni minn hann Jón Páll. Hann hafði afar lítið úthald í að horfa á systur sínar elta boltann inná vellinum. Fann sér eitt og annað til dundurs utan vallar og lét sér fátt um finnast þegar fólk var að hvetja börnin til dáða inn á vellinum.

Í einu hléinu brugðum við okkur út fyrir og fengum okkur sæti í djúpu grasinu. Himinhá strá vöktu athygli litla guttans og eyddi hann miklum tíma í rannsóknir þar. Við það tækifæri gafst afa færi á að að leika sér með sitt leikfang - myndavélina. Afraksturinn er m.a. þessi mynd sem þið sjáið hér af þeim stutta. Minnist oft þeirra orða sem ein ágæt kona sagði ,,eini munurinn á litlum strákum og þeim fullorðnu væru verðmiðin á leikföngum þeirra" það er mikið til í þessu.

Talandi um börn þá sér maður hvað tímanum líður þegar maður lítur á börnin sín og barnabörnin. Í dag eru liðin 29 ár frá því að ég og mín spúsa drógum upp hringa. Það gerðum við, við rómantískar aðstæður í tjaldi við Hljóðakletta árið 1979. Tíminn líður þótt ekki sjáist það á manni. Því segi ég til hamingju við bæði.

Minni að lokum á að til að sjá myndirnar í fullum gæðum þá smellið á þær.

Fróðleikur dagsins: Sá sem vill vera í Paradís skyldi vel gæta að því, með hvers kona Evu hann fer þangað inn. Því að í Edens aldingarði er enginn hörgull á mjúkmálum nöðrum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það hefur bara verið gaman hjá ykkur. Og til hamingju með daginn.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.7.2008 kl. 17:24

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Til haminju með daginn bæði Þið hafið þá fundið hljóðakletta annað en þegar ég ætlaði að sýna mínum manni þá þá hreinlega fann ég þá ekki svo að hann á eftir að sjá þá fegurð 

Hrönn Jóhannesdóttir, 21.7.2008 kl. 08:03

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vaá hvað myndin af honum nafna þínum er mikið krútt!

Edda Agnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Til hamingju með daginn í gær  Flottir ungu þórsstelpurnar okkar

Dagbjört Pálsdóttir, 21.7.2008 kl. 20:44

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já þessar skvísur eru geggjaðar.

Edda! já myndin af Jón Pál er ansi góð þó ég segi sjálfur frá.

Hrönn! Hljóðaklettar....... eru enn á sínum stað leitið og þér munið finna 

Páll Jóhannesson, 21.7.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband