28.6.2008 | 11:52
Skítkalt hagkerfi
Varð hugsað til þess þar sem ég horfði á leik Þórs og KA í gærkvöld nær dauða en lífi úr kulda - já er nema von. Munið þið eftir því að svartsýnasta fólkið sagði fyrir uþb 3-4 árum síðan þegar landsbyggðinni blæddi á sama tíma og höfuðborgarsvæðið blés út vegna ofþenslu hagkerfið hitnaði og hitnaði ...... og ofhitnaði? þá sagði fólk ,, já það verður nú skellur þegar hagkerfið kólnar og við fáum harða lendingu". Ríkistjórnin þáverandi sagði ,,Bull og vitleysa og hættið þessu svartsýnis rausi hér er allt í fúlsvíng og ekkert breytir því". Eins og Guðni sagði ,,hér drýpur smjör af af hverju strái". En úrslit leiksins ekki í samræmi við væntingar. En bæði lið fá + frá mér fyrir ágætis leik þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður og ekki síður stuðningsmannahópar beggja liða - frábærir, flott stemming.
Nú aftur að efnahagskerfinu, við erum lent, hörð lending. Hagkerfið kólnar og kólnar samt er ekkert að, eða hvað?. Ofkólnunin er svo mikil að þetta er meira að segja farið að hafa áhrif á veðurfarið. Kuldinn læðir sér út um alt. Maður getur varla hætt sér út úr húsi nema dúðaður, og hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þessu? Eigum við að þurfa bíða eftir nýjum veðurstofustjóra? hann kemur ekki til starfa fyrr en í janúar.
Gamalt máltæki segir ,,neyðin kennir naktri konu að spinna" og annað ,,brennt barn forðast eldinn". Á kannski ekki við mig nú. Alla vega af hegðun minni að dæma er ekki svo. Dreif mig kl. 06.00 í morgun út í Krossanesborgir, skoða fuglalíf og mynda. Sá mér til skelfingar að snjóað hafði í fjöll niður fyrir miðjar hlíðar. Þetta er nottla geggjun, ekki satt? Krossanesborgir eru perla. Gríðarlega mikið fuglalíf og gróðursælt feiknalega mikil. Krossanesborgir eru friðland og þar verpa að því er mér skilst uþb 30 fuglategundir. Þetta svæði er laust við sóðaskap og slæma umgengni og til fyrirmyndar. En við bílaplan eitt þar sem menn leggja bílum sínum áður en haldið er í göngutúr um þessa perlu má þó sjá leiðinlega sóðaskap. Hverjir sem eiga hlut að máli hætta sér vonandi ekki inn á friðlandið fyrr en þeir hafa lært að ganga vel um.
Þessi ferð er bara undirbúningur fyrir næsta fótboltaleik. Þarf að halda blóðrásarkerfinu heitu, dugir ekki að láta það kólna eins og hagkerfið. Í dag taka stelpurnar okkar á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í Vísabikarkeppni KSÍ. Stelpurnar okkar í Þór/KA leika í úrvalsdeild en kynsystur þeirra frá Höfn leika í 1. deild. Fyrirfram búist við sigri Þór/KA sem eru jú á pappírum með talsvert mikið sterkara lið en Sindri. Spyrjum að leikslokum, áfram Stelpur í Þór/KA.
Nú fyrir skömmu hringdi Margrét Birta á afa sinn og tilkynnti honum að liðið hennar hafi unnið fyrsta leikinn á Landsbankamótinu sem fram fer á Sauðárkróki. Mikil gleði hjá þeim systrum. Já við Sædís ætlum að bregða undir okkur fjórum dekkjum seinni part dags og bruna á Krókinn. Getum þá séð síðari daginn í mótinu. Kannski maður ætti að skella nöglunum undir?
Málsháttur dagsins: Betra er að vera ógiftur en illa giftur336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki að spyrja að því rífa sig á fætur kl 06 og hlaupa með myndavélina því líkur dugnaður Myndi gera þetta sjálf ef ég vaknaði svona snemma Flottar myndir og fróðlegar vissi ekki hvað þessir staðir heita umhh.
Hrönn Jóhannesdóttir, 29.6.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.