Leita í fréttum mbl.is

Fótbolti

FótboltastelpurStutt og lagott blogg. Naut þess í dag að horfa á kvennalandslið Íslands taka Grikki í gegn. Liðið færist hægt og hægt nær takmarki sínu að komast á EM. Ekki hægt annað en að vera stoltur af þessum hetjum. Samt pínu fúll að Rakel Hönnudóttir skildi ekki fá tækifæri í dag. Tel hana allt of góða til þess að verma varamannabekkinn. En þetta er í raun merki um hversu gríðarlega sterkt þetta landslið er orðið. Segi enn og aftur Áfram ísland.

Eftir að hinum bráðskemmtilega landsleik lauk tók næsta skemmtun við þ.e. EM þar sem Spánverjar tóku Rússa í karphúsið og rassskelltu þá. Verð að játa að ég hélt eiginlega með Rússum í þessari viðureign en Spánverjar spiluðu hreint út sagt frábæran leik og verðskulduðu svo sannarlega að komast áfram.

Í dag fara barnabörnin mín tvö þær Margrét Birta og Elín Alma í sína fyrstu keppnisferð í fótbolta. Þær fara á Landsbankamót sem haldið verður á Sauðárkróki um helgina. Gréta amma ætlar að skjótast á Krókinn strax í kvöld en afinn fer á laugardag þegar leik hjá Stelpunum okkar líkur, sem og Sædís er laus úr vinnu. Þá munum við bregða undir okkur fjórum hjólbörðum og renna á Krókinn.

Þær systur eru afar hamingjusamar með nýju dressin sín. Keppnisgallar, utanyfirgallar og regnstakkar allt í stíl merkt með félaginu þessu fallegar Þórsmerki. Mikið vatn er nú runnið til sjávar frá því að sumir voru litlir. Þá var það ekki á hverjum degi sem manni bauðst að klæðast svona fallegum búningum.

Og meira af fótbolta. Í kvöld fer fram leikur Þórs og KA í 1. deildinni. Innbyrðis leikir Þórs og KA eru mjög sérstakir. Það skiptir litlu máli hvort liðið er talið sterkara þegar þau mætast í svona slag þarna er barist til síðasta svitadropa. Hef trú á mínum mönnum. Áfram Þór.

Dagurinn mun þó byrja eins og venjulega þ.e.a.s. með kaffi í Hamri með félögunum. Mikið gaman og mikið fjör.

Að lokum sendi ég frændsystkinum mínum þeim Anítu og Ævari Má síðbúnar afmæliskveðjur en þau áttu afmælið 25. júní. Hrönn og Gústi til lukku með ,,krílin" Tounge

Málsháttur dagsins: Góðan varning vantar sjaldan kaupanda

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Þetta verður bara gaman að fara & sjá stelpurnar mínar keppa í fyrsta skiptið, ohhh ég fæ bara gæsahúð af tilhugsuninni  Þær voru glæsilegar í öllum Þórs fatnaðinum sem þær mátuðu & eru búnar að eignast  

Dagbjört Pálsdóttir, 27.6.2008 kl. 02:32

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ flottar stelpurna í Þórs gallanum sínum. Vona bara að þær hafi gaman af leiknum og njóti sín. takk fyrir "krílin" en þau eiga afmæli 26 Júni. Sólarkveðjur frá Suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 27.6.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Aha - tekinn, ok munaði þó ekki nema einu degi kannski ekki svo slæmt hjá manni með ,,teflonheila" ekki satt?

Páll Jóhannesson, 27.6.2008 kl. 12:06

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já, stórleikur á Akureyri, þó svo KA menn séu með sterkara lið, er ómögulegt að spá. Á lengjunni er boðið upp á að spá í tölur í hálfleik og ég hakaði við að staðan verði jöfn eftir 45 mín.

Kæmi mér þó á óvart ef KA tapaði stigum í þessum leik. 

S. Lúther Gestsson, 27.6.2008 kl. 18:38

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Vonandi haldið þið á ykkur hita á leiknum í kvöld. Ekki mætir nú sólin á völlinn til að ylja ykkur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.6.2008 kl. 20:15

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Palli minn!! Halló Palli!..........Nei,nei þú ert sjálfsagt í fýlu út á palli.

S. Lúther Gestsson, 28.6.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Nei Lúther minn ég er vaxinn upp úr því að fara í fýlu og láta smámuni fara í taugarnar á mér. Úti á palli ertu kolbrjálaður maður og ná mér í kvef eða lunabólgu í júní? hér er manndrápsveður, ég held mig innan dyra þar til kl. 14:00 á morgun þá er næsti leikur Þór/KA í bikarnum þar verð ég mættur með myndavélina á lofti í snjógalla með lúffur, trefill í ullarsokkum.

Páll Jóhannesson, 28.6.2008 kl. 00:19

8 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já fer maður ekki bara að koma með sleðana norður og taka eina sumarsleðahelgi.

S. Lúther Gestsson, 28.6.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband