Leita í fréttum mbl.is

Stelpusnillingar

LitlaFamelíanÍ gær tóku Stelpurnar okkar í Þór/KA á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í Vísabikarkeppni KSÍ. Þeim leik lauk með öruggum sigri Stelpnanna okkar 4-0. Í liði Sindra eru a.m.k. þrír leikmenn sem hafa leikið með Þór. Þótti gaman að sjá einn leikmanna Sindra lék með höfuðfat merkt Þór. Gaman að fá Sindra stúlkur í heimsókn. Þær fá plús fyrir fína baráttu og heiðarlegan leik í alla staði. Sendum Hornfirðingum hlýjar kveðjur úr kuldanum héðan.

Síðar um daginn brugðum við Sædís okkur vestur á Sauðárkrók. Eins og ég hef áður getið voru barnabörnin þar að taka þátt í Landsbankamótinu í knattspyrnu. Þrátt fyrir að veðrið léki ekki beinlínis við þátttakendur og gesti fór allt vel fram og allir skemmtu sér hið besta. Þetta er í fyrsta skiptið sem þær Margrét Birta og Elín Alma taka þátt í knattspyrnumóti.

Marta JónsiHjá krökkum skiptast á skyn og skúrir. Þeim gekk vonum framar og eru við aðstandendur þeirra afar stolt af þeim, nema hvað? En í raun hjá svona ungum krökkum skipta úrslit ekki öllu máli, heldur að hafa gaman af. Samt sem áður er greinilegt á hegðun sumra foreldra að þeir kunna sig ekki. Halda mætti á hegðun þeirra, öskrum og óviðeigandi athugasemdum um andstæðinga liðs síns að þeir átti sig ekki á tilgangi lífsins.

Liðið hjá þeim systrum gekk vonum framar og eftir fyrri dag höfðu þær unnið sig upp í hæsta styrkleikaflokk og spiluðu þar í úrslitakeppni seinni daginn. Luku keppni í verðlaunasæti, en fyrstu fjögur liðin fá verðlaunapeninga.

Stelpurnar voru með hópnum nær allann tímann á meðan við foreldrar, afi, amma og Sædís héldum til hjá þeim heiðurshjónum Mörtu Sigtryggsdóttir og Jóni Ósmann Magnússyni.  Var stjanað við okkur gestina með þvílíkum hætti að maður var og er orðlaus. Marta og Jónsi takk kærlega fyrir okkur.

Sem sagt mikil og skemmtileg stelpuhelgi að baki. Þvílíkt gaman að vera umlukin svona mörgu snillingum af hinu kyninu, takk fyrir mig stelpur. Ný vika að hefjast og verða næstu dagar mjög annasamir þar sem við Jói tengdasonur erum á fullu við að undirbúa næsta Pollamót sem hefst n.k. föstudag.

Fróðleikur dagsins: Séð allt, gert allt, man ekki helminginn af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Sjálfsagt næstu kvennahetjur í landsliðinu.

Gaman samt þetta með höfuðfatið, Gerist þetta nefnilega ekki oft í litlu þorpunum út á landi, eins og Akureyri,Sauðárkróki, Egilstöðum og fleiri sjávarþorpum þar sem einmitt reglur leiksins eru ekki aðalmálið.

Einhverntíma heyrðiu ég að í leik milli Þórs og KA hefðu allir leikmenn leikið í KA treyjum og til að aðgreina leikmenn hefðu Þórsarar notað varabúning KA manna. 

S. Lúther Gestsson, 30.6.2008 kl. 01:29

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég hef ekki heyrt þessa sögu. En ég man að eitt sinn komu KR -ingar til Akureyrar til þess að spila við Þór í bikarkeppni KSÍ. Eitthver klúður var með búningamál KR- inga og fór svo að þeir fengu lánaða liðs búninga Magna frá Grenivík (Eins og þú veist þá leika KR-ingar í eins búningum og Magni), KR tapaði leiknum, leikurinn fór fram á Akureyrarvelli.

Páll Jóhannesson, 30.6.2008 kl. 09:54

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Oft má það sem fyndnara er standa.

Ekki láta góða sögu gjalda sannleikans Páll minn. 

S. Lúther Gestsson, 30.6.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta hlýtur að vera satt - svo sagan stendur enn

Páll Jóhannesson, 30.6.2008 kl. 13:31

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Já stelpurnar okkar standa sig vel.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.6.2008 kl. 21:30

6 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Flottar dömurnar þínar Hafa ekki langt að sækja hæfileikana sína Biðjum að heilsa í bili

Hrönn Jóhannesdóttir, 1.7.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband