Leita í fréttum mbl.is

Góð fyrirmynd?

Til fyrirmyndar?Eins svo margir landsmenn fékk ég póstkort frá Vodafone. Þar upplýsa þeir að þeirra framlagt til orkusparnaðar sé að bjóða landsmönnum upp á fría notkun reiðhjóla í sumar. Þú ferð bara á næsta sundstað og nærð þér í hjól og málið er dautt. Fallegt kort, góð hugsun. Rúsínan í pylsuendanum er p.s. sem er neðst á kortinu þar segir orðrétt ,,Svo manstu að fara varlega og nota hjálm!".

Ef grannt er skoðað þá er myndin á póstkortinu af starfsmanni Vodafone úti að hjóla. Og hvað ætli sé nú athugavert við þá mynd? Hvar er hjálmurinn? Hvaða auglýsingastofa útbjó og markað sett þetta? Þvílíkur aulagangur svo ekki sé dýpra í árina tekið. Boðskapurinn er góður en sýnir samt ekki gott fordæmi. Eiga ekki allir að nota hjálm? Og það sem meira er að sagt sé að ákveðið tryggingafélag komi að þessu framtaki með því að leggja til hjálma. Ætli þeim sé sama hvort þeir sem fara út að hjóla noti hjálma eður ei?

Spói í rökkurró

Skrapp á föstudagskvöldið í göngutúr í Krossanesborgir, friðland við Akureyri þar sem fuglalíf er afar fjölskrúðugt. Krossanesborgir er hreint út sagt yndislegur staður. Eins og venjulega var maður með myndavélina á lofti.

Og þrátt fyrir að frekar napurt hafi verið í veðri þá bara dúðaði maður sig. Gekk um og naut þess að vera í þessu magnaða umhverfi á þriðja klukkutíma. Tók aðeins 127 myndir af fuglalífinu sem og sólsetrinu í kringum miðnættið. Þreytist seint á því að mynda sólsetur. Það er nefnilega þannig að það er svo margbreytilegt og fer eftir skýjafari.

Sólsetur

Ég heillast mest af sólsetri í heiðskýru. En á föstudagskvöldið var afar þungbúið veður og láskýjað. Við þær aðstæður verða litabrigðin með ólíkindum. Næstum creepy, en samt eitthvað við það og ögrandi að taka myndir.

Horfði í gær að landsleik Íslands og Slóveníu í undankeppni EM í knattspyrnu kvenna sem fram fór á laugardalsvelli. Stelpurnar okkar eru algerlega frábærar og unnu stórann sigur á Slóvenum 5-0. Rakel Hönnudóttir fyrirliði Stelpnanna okkar í Þór/KA kom inná í leiknum sem varamaður og var óheppinn að skora ekki en hún átti skot í þverslá. Hún stóð sig frábærlega. Við Þórsarar teljum okkur eiga mikið í Ástu Árnadóttir sem nú leikur með Val og fór á kostum líka í leiknum og vakti mikla athygli fyrir skrautleg innköst. Ásta er uppalin í Þór og var t.a.m. kjörin íþróttamaður Þórs árið 2002.

Sá stóri kysstur

Í dag fórum við í heimsókn til Ívans og Dagnýju vinafólks okkar. Var verið að halda snemmbúið afmæli sonarins. En þau hjónin eru á leið úr landi og ætla sér að sleikja sólina í Kanarí. Þegar við renndum í hlaðið í Hraungerðinni tók húsbóndinn á móti með óvenjulega breiðu brosi. Hann hafi brugðið sér í veiði í Skjálfandafljótið snemma morguns og krækti í einn vænan fisk. Reyndist skepnan vera 14 punda fiskur feitur og fallegur. Veiddur á ......... veit ekki hvað en veiðimaðurinn svaraði þessari spurningu aldrei til fulls. Hvað er málið, maðkur eða fluga? Kannski var maðki beitt á fluguna, hver veit? Nei Ívan þessi mikla aflakló sem er þó öllu reyndari í að fiska á 2000 tonna togurum hefur örugglega tekið þetta kvikindi á netta flugu, það bara hlýtur að vera.

Í lokin langar mig að benda ykkur á að smella á myndirnar til þess að sjá þær í bestu gæðum. Að -öðrum kosti sjá þær koma hálf óskýrar.

Fróðleikur dagsins: Árið 1562 var karlmaður grafinn upp sex klst. eftir greftrun, eftir að einhver hafði séð hann anda við jarðarförina. Hann lifði í 75 ár til viðbótar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Flottar myndir hjá þér, sérstaklega sólsetursmyndin!

Það er svo gaman að eiga svona tengsl við landsliðin eins og þið á Akureyri hafið við þessar tvær stelpur! Og þær eru þrusugóðar.

Fróðleikur dagsins er líka góður - sprakk úr hlátri!

Svo er það út að Hjóla!

Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband