Leita í fréttum mbl.is

Skiptir stærðin máli?

Ný stúdentVar boðið á siglingu í kvöld á Húna II. Elli P. tók upp á því að bjóða fjölskyldu sinni, vinum og vandamönnum á siglingu á Húna í tilefni þess að tvö af barna börnum hans urðu stúdentar í vor. Það var með glöðu geði sem ég þáði boðið enda er fjölskylda annars stúdentsins mér afar kær. Lilja Ákadóttir er annar stúdentinn. Hún er dóttir mikils vinar míns sem lést langt fyrir aldur fram aðeins 37 ára að aldri. Lilja er þriðja í röðinni af fjórum systkinum og um leið sú þriðja sem fær hvíta kollinn. Nú er aðeins sonurinn eftir en hann hefur nám í M.A í haust. Brynjar er mikill námsmaður og verður gaman að fylgjast með honum. Það er sorglegt að vinur minn kæri hann Áki Elísson skuli ekki geta tekið þátt í þessu. En við vitum að hann fylgist með úr fjarlægð, það er ljóst.

Svipur?Siglingin sem tók nærri tvo klukkutíma var mikil og góð skemmtun. Ekki einvörðungu fékk fólk fræðslu um staðhætti og sögu hins upprunalegu Akureyri heldur var rennt fyrir fiski. Sjóstöng var græjuð og hófst kapphlaup um hver yrði mesta aflaklóin. Tveir þorskar voru dregnir, ein ýsa og ein lýsa. Hræddur um að blessuðu fiskarnir hefðu fölnað í samanburði við skepnuna sem hann Ívan vinur minn dró og ég birti mynd af í síðustu færslu.

Það er samt kunnara en frá er að segja að í þessum málum er eins og svo oft áður þá er það ekki stærðin sem skiptir öllu. Annar þorskurinn og ýsan þóttu alveg nægilega stór til þess að lífi þeirra var ekki þyrmt. Munu að sögn báðir fiskarnir enda í maga Cesars sem er heimilis kötturinn í Borgarsíðunni hjá Bryndísi og börnum.

Húni IIÞetta er í þriðja sinn sem ég fer í slíka sögusiglingu á Húna II og vil ég nota tækifærið og hvetja alla sem hafa tök á að bregða sér í slíka siglingu þegar og ef tök eru á. Þetta eru algerlega snilldar uppátæki hjá forráðamönnum þessa skips. Ekki skemmtir að báturinn er orðin hreint út sagt mjög glæsilegur enda vel við haldið núna. Var tekin allur í gegn í vetur og er ekki að sjá að þar fari rúmlega 40 ára gamalt skip. Húni II á vonandi eftir að vera mikil bæjarprýði hér á Akureyri um ókomin ár. Svona fyrir þá sem ekki vita þá var þessa glæsilega skip smíðað hér á Akureyri í skipasmíðastöð KEA.

Ég vil minna fólk á að ef myndirnar virðast óskýrar þá endilega smellið á myndirnar og þá munu þær birtast í fullum gæðum.

Varð hugsað til þess í kvöld að sitthvorum megin við nafnið Húni II eru myndir af Hvítabjörnum. Nú eru menn og konur farin að sjá Hvítabirni út um allar koppagrundir. Fólk er hætt að þora fara í útilegu nema hafa með sér alvöru rifla sem geta fellt hin verstu óargadýr.

Sá að búið er að auglýsa starf veðurstofustjóra laust til umsóknar. Vonandi sækir mikið af hæfu fólki um starfið og tryggi okkur hér norður á hjara veraldar gott veður á næstu árum. Það er náttúrulega ekki nokkurt vit að hafa menn þarna við stjórnvölin sem aldrei geta reddað okkur á landi elds og ísa mannsæmandi veður.

Fróðleikur dagsins: Fótstigum var bætt við reiðhjól árið 1839.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Ja ég verð nú að viðurkenna að við tókum engan riffil með okkur í útileguna okkar núna fyrir stuttu  Við hefðum kannski átt að gera það en við sáum reyndar enga birni né önnur villidýr eða óargadýr á okkar ferðum um landið

Flottar myndir að venju

Dagbjört Pálsdóttir, 24.6.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

3 ferðir á Húna, þú ert sem sé eiginlega orðinn háseti á Húna, enn miða við aflabrögð þá er hásetahluturinn ekki stór, enda hárrét sem þú sagðir stærðin skiptir ekki máli.

S. Lúther Gestsson, 24.6.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er laukrétt hjá þér Lúther ég yrði ekki feitur af hásetahlutnum, hvað þá af þessum fiskum sem voru veiddir í kvöld.

Páll Jóhannesson, 24.6.2008 kl. 00:23

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sæll Páll. Er Húni gerður út fyrir túrista?

Til lukku með vinar dóttur þína - þetta er fallegt kvenfólk á myndunum!

Edda Agnarsdóttir, 24.6.2008 kl. 21:21

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Húni er gerður út fyrir alla, en auðvitað eru menn að reyna ná til ferðamanna. Skipið er einnig notað til að fara með hópa úr grunnskólum bæjarins og nýtur þannig mikilla vinsælda. Þegar skipið er að fara í siglingar þá er öllum frjálst að kaupa sér far hvort heldur sem um heimamann eða ferðalang er að ræða. Ef þú átt ferð í bæinn og átt möguleika á að hitta á siglingu - ekki láta það fram hjá þér fara.

Já ég er heppinn að því leitinu að kvenfólkið sem er allt í kringum mig er allt fallegt - ALLT.

Páll Jóhannesson, 25.6.2008 kl. 15:28

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er greinilega búið að vera gaman hjá þér og ánægjulegt hvað gengur vel hjá henni Bryndísi með börnin. Hún hefur staðið sig sem hetja við uppeldið á börnunum. Áki fylgist örugglega með.

Það er gott fyrir stjórnmálamenn, að ísbirnirnir taka athyglina frá þeim. Þeir þurfa þá lítið að svara fyrir það sem þeir gera, eða gera ekki.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.6.2008 kl. 19:17

7 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Góður Palli..

Runólfur Jónatan Hauksson, 25.6.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

250 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband