Leita í fréttum mbl.is

Allt á flot(i) en þó ekki skipið - enn sem komið er

Ég ólst upp við guðsótta og þeirri trú að ekki mætti vinna á föstudaginn langa. Samt er fólk vinnandi út um allar trissur. Og fyrst prestarnir mega vinna þá hljótum við hin að mega gera á þessari reglu einhverja undatekningu.

Í nótt fór að leka inn hjá þeim fullorðnu í Seljahlíðinni svo að húsráðendur urðu að hafa vaktaskipti á handklæðum og þ.h. búnaði til að þurrka reglulega upp bleytu svo ekki yrðu skemmdir innandýra. Fór í morgun og kíkti á. Þakrennur fullar af skít og drullu sökudólgurinn. Við feðgarnir höltruðum með tröppur og græjur á milli okkar og hófst vinna við hreinsun á þakrennu skrattanum. Kom í minn hlut að príla upp, enda vanur að detta Tounge

Snæfell EA og sá fullorðniÞví næst var tekið til hendinni við annars konar vinnu. Hobbý vinna við Snæfellið. Smíðinni fer brátt að ljúka og loks sér fyrir endann á þessu. Í dag var klárað að ganga frá og setja niður björgunarbátana. Þræða blakkir í davíðunum. Þá er búið að þræða allar blakkir í báðum bómum, þeirri í frammastri og þeirri í aftur mastri ásamt gils og tilheyrandi. Styttist í að farið verði að mála nafn og einkennistafi á skipið en búið er að setja KEA merkið á skorsteininn. Fljótlega setjum við svo ankerin á sinn stað enda allt að verða klárt. Ef að líkum lætur þá stefnir í að þessi smíðagripur verði varðveittur á matsölustað hér í bæ gestum og gangandi til augnayndis. Ætlar veitingamaðurinn í staðinn að láta smíða fallegan glerskáp utan um skipið.

NammiFjör hér í Drekagilinu í gær þar sem Dagga og Jói komu í mat með öll börnin. Með þeim kom Svandís systir Jóa og naut matarins með okkur. Eins og venja er þegar allir eru saman komnir er mikið fjör og mikið gaman. En þó skyggir á gleðina að húsmóðirin á heimilinu liggur í rúminu með flensuskít og nýtur ekki lífsins til fullnustu. Vonandi verður hún orðin spræk á páskadag þegar við snæðum þann stóra (kalkún). Þá verður enn fjölmennara þar sem Dagga og fjölskylda (þ.a.m. Svandís systir Jóa meðtalin) mæta ásamt mömmu og pabba. Þá trúi ég að verði stuð í Drekagilinu. Þessari færslu fylgir mynd af Jón Páli sem er að borða eftirréttinn (Ís) og eins og glöggt má sjá þótti honum ísinn ekkert slæmur og notaði hann í restina guðsgafflana til þess að ná hverju einu og einasta agni af diskinum. Eftir á þurfti vart að þvo skálina eftir hann.

Að öðru leiti lítið að frétta og lætur maður lítið fyrir sér fara. Beðið eftir næstu törn. Um næstu helgi hefst úrslitakeppnin í körfubolta og þá fá mínir menn það verkefni að spila gegn Keflavík. Ætlum við að mæta þeim af fullu krafti og láta deildarmeistarana finna til tevatnsins.

Þjóð- og bæjarmál bíða betri tíma enda lítið að gerast sem vert er að pirra sig á.

Málsháttur dagsins: Prestlaus sveit er sem saltlaus matur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ hæ það verður gaman að sjá þegar skipið verður fullbúið Vona að Greta nái sér fljótt upp úr flesuskítnum. Bið voða vel að heilsa í bæinn.

Hrönn Jóhannesdóttir, 21.3.2008 kl. 18:59

2 Smámynd: Pétur Björgvin

Páskakveðja - verður spennandi að sjá Snæfellið fullklárað!

Pétur Björgvin, 22.3.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Flott mynd af pabba þínum og skipinu.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.3.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Namm namm kalkún! Það er eitt af mínu uppáhaldi í mat. Gleðilega Páska Páll!

Edda Agnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband