24.1.2008 | 09:51
Og ég sem hélt þeir notuðu hnífa....
Ó, Reykjavík, ó Reykjavík... var sungið forðum daga og mikið ofboðslega á það vel við nú. Vesalings borgarbúar þið eigið alla mína samúð að sitja uppi með kjörna fulltrúa, en kannski eigið þið þetta bara skilið þið kusuð þetta yfir ykkur. Samt skondið, það er varla hægt að blogga um ruglið í borginni, hlutirnir gerast svo hratt! Björn Ingi hættur farin heim og vill ekki leika lengur, ekki skrítið hver vill leika með óvitum (framsóknarmönnum) sem leika sér með stórhættuleg vopn? en eftir situr að skemmda eplið er enn í körfunni. Samt pínulítið fyndið að formaður flokksins vill að flokksmenn ,,slíðri sverðin" ég sem hélt að þeir væru að nota hnífa
Luxor - strákabandið sem Einar Bárðarson setti saman er sprungið. Grátlegt þeir voru varla byrjaðir, hvað ætli valdi? Var umboðsmaður Íslands að klikka einhvers staðar? alla vega er látið í það skína, en hvað veit ég? Tveir úr þessum sönghópi eru Akureyringar sem ég kannast prýðilega við. Þeir eru báðir afar frambærilegir söngvarar. Held t.d. að þeir ættu að gera þessa hluti á eigin forsendum og þá mun allt fara á besta veg hjá þeim, sannið til.
Í kvöld verður stórleikur hér á Akureyri í körfuboltanum. Við Þórsarar fáum Keflvíkinga í heimsókn. Keflvikíngar eru efstir í deildinni og hafa einungis tapað einum leik í vetur. Þór vann í síðustu umferð hér á heimavelli Grindvíkinga sem er eina liðið sem unnið hefur Keflavík í vetur. Verðugt verkefni bíður því Þórs í kvöld að leggja Keflvíkinga. Skora á fólk að mæta í íþróttahús Síðuskóla í kvöld og horfa á skemmtilegan körfuboltaleik. Ef fólk á ekki heimagengt þá getið þið farið á heimasíðu Þórs www.thorsport.is og fylgst með leiknum sem verður í beinni textalýsingu.
Málsháttur dagsins: Það er ekki allt lofsvert sem heimskir hæla.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 190696
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að fylgjast með Ólafsborg og svo kemur Villi 2. Hlakka til að sjá "Spaugstofuna" á laugardag. Vona bara að þessi flétta hjá borgarfulltrúum sé ekki smitandi.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.1.2008 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.