26.12.2007 | 22:17
Hættan er önnur innan bæjarmarkana
Skutumst í kirkju eftir hádegi í dag. Fátt um það að segja annað en ,,amen á eftir efninu".
Eftir kirkju brugðum við okkur í heimsókn í Seljahlíðina og nutum dagsins með ættarhöfðingjum sem þar ráða ríkjum.
Áttum þar skemmtilega stund með þessum höfðingjum. Þar bar sú fullorðna m.a. á borð hreint út sagt geggjaða ostaköku sem engan svíkur ásamt öðru góðgæti. Í raun klikkar aldrei neitt af því sem hún móðir mín ber á borð.
Á leið okkar í Seljahlíðina smellti ég mynd af Súlum sem skörtuðu sínu fegursta og litabrigðin afar glæsileg.
Þar sem við sátum í mestu makindum í stofu sáum við rjúpur, sem höfðu sloppið frá byssu óðum veiðimönnum fyrr í vetur og spókuðu sig í trjánum rétt við húsið lausar við allar áhyggjur að því er virtist.
Gæti hugsast að þótt þær hafi sloppið þetta árið, sé ekki öruggt að þær verði svo lánsamar á næstu vertíð. Liður í því að sleppa er að dvelja innan bæjarmarkana þar sem lítið er um að menn mundi byssur sínar. En önnur hætta er jú innan bæjarmarkana þar sem fullmikið er af þeirri dýrategund sem kallast kettir.
Nú en þar sem ég er nær oftast með myndavélina brá ég mér út fyrir og smellti af þeim nokkrum myndum.
Brá ég mér út og skaut á þær - með myndavélinni, sem var með í förum eins og gjarnan.
Í dag rifjuðum við upp hversu líf manns hefur breyst á undanförnum árum. Þegar við vorum að slíta barnsskónum hér í Glerárhverfinu var í minningunni ávallt mikill snjór á veturna, og sumrin voru hlý og góð.
En það kann að vera að sumrin hafi ekki verið neitt betri í þá daga, en alla vega er það svo í minningunni. Og hluti þess að kannski fannst manni sumri vera betri vegna þeirra staðreynda að þá voru veturnir mun harðari en þeir eru í dag. Loks þegar voraði og sólin fór að ylja þá voru andstæðurnar svo miklu, miklu meiri en í dag.
Hverjar sem staðreyndirnar eru þá var það svo að menn gátu stundað skíðaíþróttina sína allan veturinn fram á vor án þess að hafa snjóbyssur í fjallinu. Án þeirra væri engin á skíðum meiri hluta vetrarins í dag, svo mikið er víst.
Ekki fleira að sinni = Amen.
Fróðleikur dagsins: Dráttarvextir = meðlag, barnabætur336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var að skoða myndirnar af rjúpunum sem þú myndaðir í Seljahlíðinni.Ég held að þær skynji að í návist minni eru þær öruggar.Þær hafa komið á sólpallinn hjá mér. Ég er sko vinur rjúpna.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.12.2007 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.