Leita í fréttum mbl.is

Er réttlætanlegt að kíkja ofan í launaumslag Guðlaugs Þórs Ráðherra?

Ég geri ráð fyrir því að ríkisvaldið hafi kíkt ofan í launaumslagið hjá heilbrigðisráðherranum okkar til þess að kanna hvort hann eigi rétt á fullum launum vegna tekna maka síns. Ég geri einnig ráð fyrir því að svo sé gert hjá Ráðherra tryggingamála, sem og allra hinna ráðherrana og alls þingheims, ef ekki þá verður að kippa þeim kerfisgalla í liðin strax. Og ég geri enn fremur ráð fyrir því að desember uppbætur þeirra taki mið af tekjum maka þeirra, eins og hjá okkur. Þetta eru jú allt hausar sem mergsjúga sömu kúna og við öryrkjarnir.  

Hvað haldið þið, er líklegt að eitt gangi yfir alla? er t.d. líklegt að Geir Haarde Forsætisráðherra þurfi að skila inn tekju áætlun um hver áramót svo hægt sé að ákvarða út frá tekjum maka hvaða laun hann eigi rétt á? Samt mjólkar hann sömu kúna og ég, bara með pínulítið hærri grunnlaun og vafalítið hærri tekjutryggingu en ég. Auðvitað þarf hann ekki að standa skil á neinu slíku, hann er jú einu sinni sjálfstæður einstaklingur. Auðvitað ekki, hann er ekki bara sjálfstæður einstaklingur heldur er hann metin að verðleikum sem slíkur. Auðvitað gengur ekki það sama yfir hann og mig, ég er jú bara öryrki en ekki sjálfstæður einstaklingur, það segir allt sem segja þarf. 

Málsháttur dagsins: Einn metur það illt sem annar metur gott.
mbl.is Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því biðjum við alla að skrifa undir þennan lista hér.

http://www.petitiononline.com/lidsauki/

Dóra (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:08

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Að sjálfsögðu hef ég ritaði nafn mitt á listann, nema hvað?

Páll Jóhannesson, 2.11.2007 kl. 12:00

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Palli minn. Ég var að hugleiða þetta með kúna og komst að þeirri niðurstöðu að úr 3 spenum kæmi rjómi handa Geir og hans liði en sá 4 væri undanrennuspeni, sá væri handa öryrkjum , gamalmennum, og launalægsta liðinu. Það er víst ekki gott að venja svoleiðis fólk á eitthvað feitt. Þetta með desember uppbótina höfum við eitthvað með hana að gera, mundum við ekki bara eyða henni í einhverja vitleysu t.d. jólagjafir. ? Þá er nú betra að skatturinn hirði þær.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 2.11.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband