14.10.2007 | 11:33
Tvö kvikindi dugðu skammt.
Sá að aðal lottóvinningur gærkvöldsins gekk ekki út að þessu sinni - það á sér eðlilega skýringu, ég keypti mér ekki miða að þessu sinni. Svo skemmtilega vill til að tölurnar sem upp komu eru nákvæmlega þær sem ég hefði sett á miðann hefði ég nennt að renna niður í Hagkaup og lotta.
Spaugstofan klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Þeir komu atburðarrás í stóra leikritinu sem þjóðin hefur fylgst með úr ráðhúsi borgarinnar síðustu daga. Klúður, vandræðagangur og aulaskapur sem fráfarandi borgarstjórn skilur eftir sig á án efa eftir að færa spaugstofunni áfram efni í komandi þætti. Greinilegt að subbuskapur Villa, Bjössa og félaga er meir en margan grunar það kom best fram í fréttum í gær. Borgarbúar hljóta vera fráfarandi meirihluta þakklátur fyrir að hafa bundið skó borgarbúa. Enn og aftur koma þeir svo fram á sjónarsviðið og segja ,,ég vissi ekki neitt", glætan.
Sjónvarpsglápi lauk með því að fylgjast með þættinum ,,Laugardagslögin". Almáttugur hvað þessi þáttur er dapur. Brandarar fljúga í loftið hjá annars ágætum þáttastjórnendum sem ekki eru 5 aura virði. Lögin öll heldur dapurleg þótt lagið hans Magga hafi staðið upp úr, enda allt sem kemur frá þeim snillingi í lagi. Þó má eiginlega segja að hinn ungi og upprennandi sjónvarpsmaður sem tók viðtalið við Geir Jón löggu hafi staðið uppi sem sigurvegari kvöldsins. Geir Jón kom einnig á óvart.
Seinni hluta kvöldsins eyddi ég með vinafólki þar sem við sem sannir Íslendingar létum okkur hafa það í skítköldu haustveðrinu hafa það að hoppa í heitapott vinafólksins. Þar við lágum og virtum fyrir okkur stjörnurnar sem hanga í himinhvolfinu og dáðumst af meistaraverki skaparans fékk ég nákvæma útlistum á því hvar ,,bogamaðurinn, karlsvagninn, fjósakonan" og fleiri stjörnur eru staðsettar. Vinur minn sem er skipstjóri reynir endalaust að kenna mér þessi fræði og fræða mig á því hvernig skipstjórnarmenn hafa nýtt sér stjörnurnar í gegnum tíðina við að rata heimsálfa á milli með þeirra hjálp.
Ég, sem hef ávallt haldið að þessar týrur væru bara skraut skaparans er greinilega einhver misskilningur. Ef svo er að skaparinn hafi sett þessi ljós á himinhvolfið bara fyrir sjófarendur spyr ég má þá ekki slökkva á þessu í dag og spara mikla orku? Hvaðan fá þær straum til að lifa? er þetta örugglega umhverfisvænt? Eru þetta díóður..... hvað er í gangi? Sjófarendur hafa nú til dags GPS tæki radar, tölvur og alskyns drasl sem þeir sigla eftir svo þetta er alger óþarfi, en hvað veit ég? ég var bara óbreyttur háseti? Inná milli og mitt á meðal í þessu sjónarspili öllu dönsuðu norðurljósin í öllu sínu veldi og litadýrð, sem er engu líkt.
Veit ekki hvort ég á að þora minnast á landsleikinn í gær? Alla vega sökkaði liðið og skíttapaði fyrir Lettum. Eiður náði þó að sýna sitt rétta andlit og náði að skora tvö kvikindi, sem þó dugðu skammt. Liðið er einfaldlega ekki betra en raun ber vitni um. Kannski komin tími á að við hin veruleika fyrta þjóð fari nú að viðurkenna að við eru ekki endilega best þó okkur langi mikið til.
Fróðleikur dagsins: Það tekur sólarljósið 8,5 mínútur að ferðast frá sólu til Jarðar.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 190696
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur pistill. Ég er eiginlega sammála þér með skemmtiþáttinn, þetta er náttúrlega tilhneiging hjá mér að gefa séns! Frekar leiðinlegt þetta með lottóið.
það er æði að skoða stjörnurnar með einhvern sérfróðan sér við hlið!
Æi landsleikurinn, ég kveikti og fór svo frá varpinu og heyrði svo í lok fjögur frétta í útvarpinu að Eiður hefði skorað eitt - næst þegar ég kom að var 4-1 fyrir Lettum og fyrsta hugsunin var: Hver djö... hefur komið fyrir!
Edda Agnarsdóttir, 14.10.2007 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.