Leita í fréttum mbl.is

,,Ég myndi bara gera eitthvað annað"

Í dag vatt ,,granni" (sem ég hef stundum sagt ykkur frá) að mér og sagði ,,Palli minn nú hlýtur þú að vera stoltur af þínum mönnum á þingi og þessu fínu mótvægisaðgerðum þeirra vegna niðurskurðar á þorskkvótanum". ,,Granni" leit á mig stingandi augnaráði og aldrei þessu vant þá ætlaði hann sér ekki að segja meira fyrr en viðbrögð mín væru komin fram.

Það ríkti vandræðaleg þögn en ég rauf þó þögnina og spurði ,,jæja snillingur hvað myndir þú gera ef þú hefðir völd til þess að bregðast við þessum vanda?" - hvert myndir þú  dæla þessum peningum sem ríkisstjórnin ætlar að setja í þetta verkefni? - setja fólkið sem hugsanlega missir vinnuna á atvinnuleysisbætur strax eða hvað myndir þú gera - ha ég vil fá svar núna. Ég krefst þess að þú komir með hina einu sönnu uppskrift til að leysa vanda fólksins. Og ég skal hafa strax samband við Kristján Möller vin minn og flokksfélaga og kynna fyrir honum hina einu sönnu fullkomnu lausn sem kjaftasakar á við þig þykjast hafa á reiðum höndum.

,,Granni" tútnaði út af bræði og augu hans stóðu á stilkum. Ég var ekki frá því að mér hafi tekist að æsa hann sem aldrei fyrr. Óþægileg þögn - ég rauf hana öðru sinni og sagði ,,ég vissi það þú hefur engin svör bara blaður sem ekkert er takandi mark á". ,,Granni" öskraði á mig og sagði ,,ég myndi gera allt annað en þessi fjandans ríkisstjórn, ALLT ANNAÐ, svo snérist hann á hæl og gekk sína leið. Ég gat ekki setið á mér og kallaði á eftir honum ,,glymur hæst í tómri tunnu" og gekk minn veg.

Ég held að það sé nokkuð sama hvar í sveit maður er settur, þessi vandi er flóknari og erfiðara að leysa en margan grunar. Ég er næstum viss um að það er nákvæmlega hvað stjórnvöld hefðu gert og muni gera það verður aldrei hægt að fara leið sem allir verða sáttir við. En eitt ættu allir að geta verið sammála um og það er að stjórnvöld gátu ekki gert eins og segir í auglýsingunni góðu ,,að gera ekki neitt".

En það er hins vegar deginum ljósara að afleiðingar niðurskurðar þorsk kvótans er gríðarlegar. Fólk blæðir víðsvegar um landið, og það er sárt. Verkefni stjórnvalda er að finna leið með atvinnulífinu út úr þessum vanda og okkar að trúa því og vona að þeim takist að stýra okkur inn í framtíðina á farsælan hátt. En hafi einhver eitthvað út á aðferðir stjórnvalda að setja, sem er jú í góðu lagi af því gefnu að viðkomandi hafi einhver svör og lausnir, en ekki segja bara - bara eitthvað, bara eitthvað leysir nefnilega engan vanda.

Fróðleikur dagsins: Morðingi Abrahams Lincoln flúði úr leikhúsi og náðist í vöruhúsi. Morðingi Johns F. Kennedy flúði úr vöruhúsi og náðist í leikhúsi.


mbl.is Samherji lokar vinnslustöð á Hjalteyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva bara hasar hjá frænda og granna! 

Anna Bogga (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:46

2 identicon

Þetta eru íslensk stjórnmál í hnotskurn. Fyrst þarf að sjá hvað hinir vilja til að geta verið á móti.....

Mótvægisaðgerðir hér eða þar, svona eða hinsegin, það er dagsljóst að hvað sem ríkisstjórnin ákveður að gera mun stjórnarandstaðan verða á móti. Ekki endilega vegna þess að hún viti betur - heldur vegna þess að þeir munu einfaldlega vilja eitthvað annað!

.....og svo skiptir auðvitað engu máli þó stjórnarandstaðan yrði allt í einu stjórn á einni nóttu og embættismannabatteríið héldi áfram sinni vinnu við sömu aðgerðir. Dæmið myndi einfaldlega snúast við.

Ef Vinstrigrænir hefðu náð hreinum meirihluta á Íslandi, hefði þá verið hætt við allar virkjanir?

Nei, líkast til ekki, heldur hefði verið tekinn sá póllinn í hæðina að raforka væri umhverfisvæn í samanburði við kol og olíu (sem hún jú er) og því skyldi virkjað sem allra mest.

 Þrýstihópar og hagsmunaaðilar breytast ekkert þó stjórnmálamenn komi og fari og að endingu er það embættismannakerfið sem stjórnar bak við tjöldin - og þeir sem þar sitja, sitja fast, sama hver ríkisstjórnin er....

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband