Leita í fréttum mbl.is

Tekinn

Ég stóð eins og þvara, vissi hreinlega ekki hvað ég átti að segja (verð þó afar sjaldan orðlaus) ég var einfaldlega hamsaður - eða tekinn eins og stundum er sagt.

Forsaga málsins er að báðar afastelpurnar voru í pössun hjá mér. Ég setti þeim stutt verkefni. Sú eldri (7 ára) átti að teikna mynd af afa við að hnoða pizzudeig, sú yngri (tæplega 6 ára) átti að teikna mynd af skólastofunni sinni. Þegar þessum verkefnum var lokið komu þær og sýndu afa myndirnar. Myndin hjá þeirri yngri vakti sérstaka athygli. Skólastofan auð, nokkur borð og stólar, kennaraborð. ,,Elín! Hvar eru krakkarnir? ég bað þig að teikna myndina frá því í skólanum í dag".

Barnið leit á afa dágóða stund, prakkaralegur svipur á barnsandlitinu bar merki um það sem koma skildi. ,,Afi! það eru frímínútur og allir úti". Hvað gat ég sagt? ekkert ég var tekinn. Þessi börn eru algerar perlur sem koma manni endalaust á óvart - skemmtilega á óvart.

Næ mér í hressilega andlega næringu á eftir þegar ég fer í kaffi niður í Hamar félagsheimili Þórs og hitti félaga mína í kaffiklúbbnum sem hittast alla föstudagsmorgna. Trúlegt má telja að eitt málefni verði efst á baugi í dag. Í kvöld er nefnilega seinasti leikur sumarsins hjá meistaraflokki karla í 1. deildinni, leikur gegn erkifjendunum af brekkunni. Ljóst er að ekki læt ég mig vanta á völlinn í dag fremur enn endranær.

Fróðleikur dagsins:  Sir Winston Churchill skammtaði sjálfum sér 15 vindla á dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe góð!

Anna Bogga (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 10:00

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Vonandi standa Þórsarar sig vel, svo karlmennirnir í fjölskyldunni verði ekki súrir í kvöld.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.9.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband