23.9.2007 | 10:31
Megas engum líkur.
Brá mér á tónleika með Megasi og Senuþjófunum á Græna Hattinum í gærkvöld. Skemmst er frá því að segja að þar varð engin fyrir vonbrigðum. Meistari Megas hefur greinilega engu gleymt. Þá verður að segjast eins og er að hljómsveitin Senuþjófarnir er bara tær snilld. Frábærir tónlistarmenn allir sem einn.
Var einstaklega gaman að hlýða á gamla smelli á borð við, Spáðu í mig, Krókadílamaðurinn, Ragnheiður Biskupsdóttir og fleiri gullmola í vægast sagt frumlegum útsetningum með tilheyrandi púðri frá hinum fingra fima Guðmundi Péturssyni gítarleikara. Þótt ég nefni Guðmund til sögunnar eiga félagar hans í hljómsveitinni engu minna hrós skilið fyrir frábæran tónlistarflutning. Maður getur gegnið að því vísu að vita ekki fyrirfram á hverju maður á von þegar Megas er annars vegar, en hitt er ljóst að maður getur gengið að því vísu að hann klikkar ekki frekar enn fyrri daginn. Megas og Senuþjófarnir fá 10 í einkunn af 10 mögulegum.
Mínir menn í Manchester City léku á útvelli gegn Fulham og lauk þeim leik með 3 -- 3 jafntefli. Mikill markaleikur svo að áhorfendur hafa eitthvað fengið fyrir snúð. Eru því mínir menn í City enn í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, sem er bara allt í góðu lagi.
Hins vegar var dagurinn ekki jafn gjöfull hjá mínum mönnum í Þór. Knattspyrnuliðið lék á útivelli gegn Fjölni úr Grafarvoginum og máttu þola 2-0 tap. Aðeins einn leikur eftir hjá þeim í deildinni þ.e. heimaleikur gegn erkifjendunum af brekkunni.
Körfuboltalið Þórs sem sló Keflvikínga út úr fyrirtækjabikarnum s.l. fimmtudagskvöld skruppu svo í Hólminn og léku gegn firnasterku liði Snæfells. Þar lauk keppni minna manna í fyrirtækjabikarnum. En nú styttist óðfluga í að Íslandsmótið í úrvalsdeild hefjist en fyrsti heimaleikur Þórs verður hér heima þann 11. okt á móti ÍR. Palla hlakkar mikið til.
Fróðleikur dagsins: Þegar Albert Einstein lést dóu lokaorð hans með honum. Hjúkkan sem var hjá honum skildi ekki þýsku.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er alveg hægt að öfunda þig af Megasar tónleikunum!
Góðar stundir.
Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 14:38
...en finnst fólki ekki merkilegt að "Spáðu í mig" skuli enn heita "Spáðu í mig" í þessu þágufallssjúka landi? Hvers vegna skyldi ekki vera talað um lagið sem "Spáðu í mér"?
Þetta er svona eins og þvælan: "Spáðu í því! " sem er hrærigrautur úr "Spáðu í það" og "Pældu í því"
Spáið í því!
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 07:40
Sammál þér Megas er snillingur. Hefði gjarnan viljað vera þarna,en ég hlustaði á hann á Ljósanótt í Reykjanesbæ.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.9.2007 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.