11.7.2007 | 15:18
Kona sem mark er á takandi
Þennan dag árið 1935 leit þessi yndislega kona dagsins ljós. Þessi kona er í senn móðir, amma, tengdamamma og eiginkona húsmóðir svo fátt eitt sé talið - hún fer létt með það.
Þessi kona hefur gengið í gegnum þykkt og þunnt, súrt og sætt mátt þola mótlæti sem og meðbyr en ávallt staðið eins og klettur. Það er nokkuð sama hversu háar öldur hafa risið allt í kringum hana hún kemur ávallt niður á fæturna án þess að bogna.
Þessi kona hefur alið af sér 5 börn slatta af barnabörnum og nokkur barna-barnabörn en lítur samt út eins og nýútsprungin rós. Ég er að tala um ekta Íslenska konu, konu sem veit hvað þarf að gera til þess að á hana sé hlustað og á henni sé tekið mark.
Ég er að tala um elskulega móðir mína, nema hvað? Kona sem lætur ekki aldurinn stoppa sig í að vera nútímaleg, tölvuvædd notar netið eins og unglingarnir, frábær listmálari, söngelsk með meiru.
Er á leið í hefðbundið afmæliskaffi hjá henni og þar verður væntanlega glatt á hjalla ef ég þekki mitt fólk rétt.
Til hamingju með daginn móðir góð.
Fróðleikur dagsins er fengin að láni hjá Albert Einstein: Ég hugsa aldrei um framtíðina hún kemur nógu snemma.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hverju orði sannara með móðir okkar. Verst að vera ekki á staðnum en kem eftir nokkra daga. Bið að heilsa í bæinn á meðan
Hrönn Jóhannesdóttir, 11.7.2007 kl. 17:30
Glæsileg kona og ungleg. Til hamingju með mömmu þína!
Edda Agnarsdóttir, 11.7.2007 kl. 20:22
Páll þú ert hér með klukkaður! Skoðaðu bloggið mitt ef þig vantar upplýsingar.
Edda Agnarsdóttir, 12.7.2007 kl. 00:42
Til hamingju með mömmu þína, og bestu kveðjur norður í blíðuna. Nú ætla ég að leggja Melrakkasléttuna að fótum mér og legg af stað norður föstudagskvöldið 20. nk. Ætla mér fimm daga í þvæling um norðausturhornið og fer að vinna aftur þ. 26. Ef þú hefur eitthvað með norðlenska veðrið að gera, þá legg ég hér með inn beiðni um þokkalegt ferðaveður. Kv GTh.
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 01:02
Til hamingju með móður þína, sannanlega glæsileg fyrirmynd. Held að hún hafi verið ágæt vinkona móður minnar sem er ný látin. Kölluð Lilla frá Fosshóli.
S. Lúther Gestsson, 12.7.2007 kl. 01:33
Til hamingju með mömmuna þína
Anna Bogga (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 09:36
Til hamingju með mömmu þína. - Kv. í heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 12.7.2007 kl. 13:55
þakka öllum fyrir góðar kveðjur til handa móður minni. Stór dagur á morgun, meira þá.
Páll Jóhannesson, 12.7.2007 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.