Leita í fréttum mbl.is

Þú ert bara ekki nógu klár!!!!!

Þennan dag árið 1980 var brotið blað í Íslandssögunni - heimssögunni. Frú Vigdís Fimbogadóttir var kjörin Forseti Íslands - fyrsta konan sem þjóðkjörni kvenforseti í heiminum.  Vigdís landi og þjóð til mikilla sóma og getur hin íslenska þjóð verið stolt af frú Vigdísi. Til hamingju íslendingar.

Þennan dag árið 1980 var annað blað brotið í sögunni þótt örlítið minna hafi farið fyrir þeim viðburði. Þá kom í heiminn tengda frændi minn hann Pálmi Ólafur. Hann er því 27 ára í dag og sendi ég honum afmæliskveðjur í tilefni dagsins.

Búinn að reka niður hæla og mæla út fyrir stækkun á sólpalli við húsi - framkvæmdir í vændum. Þetta verður að vera vel undirbúið ef vel á að vera. Barnabarn mitt horfði á hvar afi var búinn að merkja svæðið og spurði ,,afi hvað er þetta"?. Ég leit á barnið (tæplega 7 ára) gáfulegum augum og sagði ,,ég ætla stækka sólpallinn og reisa nýjan skjólvegg og svo......." Ungur nemur gamall temur.

Barnið horfði á listaverkið smá stund og svo á afa sinn og sagði ,,hvernig þá"?. Ég fór að útskýra á eins gáfulegan og einfaldan hátt fyrir barninu hvernig þetta á að líta út að framkvæmdum loknum. Barnið leit aftur á mig  mjög gáfulegum augum og sagði ,,afi þú getur ekki smíðað þennan sólpall". Nú aflverju spurði ég, hvað er því til fyrirstöðu?. Barnið leit á mig og sagði (ég greindi hálfgerða depurð í röddinni) ,,afi þú ert ekki nógu klár".

Tíminn stóð kyrr nokkra stund, ég vissi varla hvað ég átti að segja. Ég velti því fyrir mér hvort það gæti verið að barnið hefði eitthvað til síns máls? Var eggið nú farið að kenna hænunni (í þessu tilfelli hananum) og tími komin til að hlusta?

Því ekki ég fékk flugu í höfuðið - snjalla hugmynd. Þar sem þessi fyrirhugaða framkvæmd hefur komið af stað talsverðum verkkvíða hjá mér ákvað ég að nýta mér þetta, ég var komin með bandamann. Seinna sama dag gekk ég til komu minnar (ömmu barnsins) og sagði ,,ég get ekki smíðað þennan sólpall við verðum að ráða smið til verksins, eða í það minnsta einhvern nægilega kláran. Konan mín (amma barnsins) horfði forundran á mig og sagði ,,hvað ertu að segja maður"?.

Ég lýsti fyrir henni samskiptum okkar og barnsins og sagði ,,svei mér þá ef það er ekki bara talsvert mikið til í þessu". Eitt augnablik var ég farin að halda að ég hafi verið að vinna stórsigur í þessu svokallaða sólpallsmáli. Konan mín (amma barnsins) leit á mig og sagði ,,Palli tekur þú svona mikið mark á barninu hún er ekki nema sex ára"?. Hún er nú að verða sjö sagði ég." Þetta er útrætt mál þú smíðar þennan sólpall og ekkert múður og hana nú" sagði kona mín (amma barnsins).

Ég helti kaffi í könnuna og settist niður eins og sprungin blaðra. Kona mín (amma barnsins) leit á mig með þessu móðurlegu augnaráði eins og hún  gerir stundum þegar þarf að hífa upp geðið hjá afa barnsins og sagði ,,veistu Margrét Birta (afa og ömmu stelpan umrædda) kom til mín fyrr í dag og sagði ,,amma ég var að stríða afa og sagði að hann væri ekki nógu klár til að smíða sólpall". 

Svei mér þá ég þori ekki að spyrja barnið að því hvort þetta sé rétt að hún hafi sagt ömmu sinni þetta. Ég þori heldur ekki að gefa í skyn við konuna mína (ömmu barnsins) að hún sé bara að plata mig. Ég reyni heldur að sigla milli skers og báru líta á að kannski hafi barnið bara verið að stríða afa sínum. Það liti líka miklu betur út fyrir mig. Já kannski er ég bara svona klár að ég get vel smíðað þennan fjand..... sólpall.

Mér sýnist ekki skipta nokkru máli hvaða sjónarhorn ég nota þegar ég met málið, ég er dæmdur til að hætta þessu fjand.... drolli  og láta hendur standa fram úr ermum og smíða þennan sólpall.,

Nú svo var brotið blað í gærkvöld - KR vann leik.

Að lokum er vert að minna fólk á að í kvöld er leikur á Akureyrarvelli. Þá taka mínir menn í Þór á móti Þrótti úr Reykjavík á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Allir á völlinn  og ekkert múður. Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Fróðleikur dagsins: Einkaritari Abrahams Lincoln hét Kennedy að eftirnafni. Einkaritari Johns F. Kennedy hét Lincoln að eftirnafni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábært - búin að lesa þetta upphátt fyrir vinkonu mína og hlógum okkur máttlausar.

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Maður á að bera ómælda virðingu fyrir börnum og barnabörnum sínum  Páll. Enn er nú kannski ekki óþarfi að skríða undir sæng þó stúlkan skjóti nokkrum föstum skotum á afa sinn.

Ég mæli með að þú reynir að hafa hana eins mikið með í smíðinni og unnt er, þá getur hún sagt að hún hafi reddað pallinum fyrir afa sinn. he,he

Þetta með Vesturbæjarstóveldið þykir nú ekki mikil frétt, þetta er búið að liggja í loftinu í allt sumar.

Vissirðu að allir leikmenn KR voru látnir fara í nýja skó fyrir leikinn?

S. Lúther Gestsson, 29.6.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband