26.5.2007 | 18:01
Boltinn rúllar og rúllar frábær sigur Þórs.
Í gærkvöld tóku stelpurnar í Þór/KA á móti liði Breiðabliks úr Kópavogi hér á Akureyrarvelli. Stelpurnar í Þór/KA stóðu þokkalega í stórliði Breiðabliki í 2-3 tapi. Greinilegt að Dragan og Moli eru á réttri leið með þetta unga og efnilega lið.
Í dag fór karlalið Þórs suður yfir heiðar og spiluðu við lið Reynis úr Sandgerði í þriðju umferð á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Reynismenn höfðu unnið báða leiki sína þegar að þessum leik kom. Þór var með einn sigur og eitt jafntefli úr fyrstu tveimur leikjunum. Þórsarar fóru með 1-5 sigur af hólmi og komu þeir svo sannarlega Reynismönnum niður á jörðina.
Þór er því komið á topp deildarinnar ásamt Grindvikingum og Fjarðarbyggð. Vonandi er þetta það sem koma skal þ.e. að vera í efri kanti deildarinnar. Mörk Þórs í þessum leik; Hreinn Hringsson 2, Ármann Pétur Ævarsson 2 og Mattías Friðriksson.
Greinilegt að uppbyggingarstarf Lárusar Orra Sigurðssonar er farið að skila sér. Hann er einnig með frábærann mann sér til aðstoðar þ.e. Pál Viðar Gíslason fyrrum knattspyrnumann, flott þjálfarateymi.
Svona lítur stigataflan út eftir 3 umferðir efstu fjögurra liða.
1. Þór 3 2 1 0 8:3 72. Grindavík 3 2 1 0 5:1 7
3. Fjarðabyggð 3 2 1 0 3:0 7
4. KA 3 1 2 0 2:1 5
Málsháttur dagsins: Hætt er þeim við falli, sem hátt hreykist.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Facebook
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 190606
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.