24.5.2007 | 23:24
Þjófnaður er glæpur, ekki satt?
Enn og aftur undra ég mig á því þegar ég les að eitthvert lið hafi "stolið sigrinum......" Hvernig er hægt að stela sigri t.d. í knattspyrnuleik? En ef það er hægt að stela sigri þurfa þá menn ekki að fara átta sig á því að það er alltaf bannað að stela, alltaf,
Auglýsingin sem Lalli Jones nýjasta ,,kvikmyndastjarnan" leikur í virðist eitthvað fara í taugarnar á fólki. Auglýsingin kemur eitthvað við viðkvæmar sálir sem lítið þola. Bubbi Morteins mátti leika í auglýsingum hægri vinstri í forvarnarskyni og græða milljónir á milljónir ofan. Annað gildir með Lalla Jones.
Ég var farin að gera mér vonir um að geta kannski fengið vinnu við að leika í auglýsingum þar sem varað er við hættum þeim sem fylgir því að mála húsin sín sérstaklega ef maður þarf að nota stiga. Ég sé nú að það gæti misboðið einhverjum viðkvæmum sálum ef ég birtist á skjánum haltur og skakkur og færi með varnaðarorð til fólks...... já það er ekki sama Jón og sr. Jón og hvað þá Jones.
Skrapp í leikhús í kvöld og sá einleikinn ,,Pabbinn". Þar fer Bjarni Haukur Þórsson, sem áður gerði garðinn frægan í ,,Hellisbúanum" forðum daga. ,,Pabbinn" er algerlega frábært stykki og mæli ég eindregið með því að fólk gefi sér tíma og fari í leikhúsið til þess að sjá þetta stykki. Hláturtaugaranar eru svo sannarlega þandar til hins ýtrasta.
Fróðleikur dagsins: Gott stríð og vondur friður verða aldrei til.31 dagur til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.