4.4.2007 | 11:30
Þess vegna hef ég sem öryrki......
Arndís H. Björnsdóttir formaður baráttusamtaka eldriborgara og öryrkja ritar athygliverða grein í Morgunblaðið í dag. Yfirskrift greinarinnar er ,,Hvers vegna er nú knýjandi þörf á framboði eldriborgara og öryrkja?". Rekur hún með skýrum hætti aðgerðarleysi núverandi stjórnarflokka í þessum málaflokki, sem er aðal ástæða þess að þörf sé á sérframboði. Greinin er á margan hátt mjög athygliverð margt gott sem þar kemur fram.
Ég er sammála Arndísi um að núverandi stjórnarflokkar hafa staðið sig afar illa í þessum málaflokki og um það eru allir sammála í það minnsta þeir sem eitthvað hafa kynnt sér þessi mál. En ég hef hins vegar uppi miklar efasemdir um ágæti þess að þessi samtök bjóði sérstaklega fram til Alþingis. Það að koma einum eða tveimur inn á þing breytir engu fyrir eldri borgara, engu fyrir mig, sem öryrkja og öll mín þjáninga systkyni sem hafa þann djöful að draga að vera öryrkjar.
Ég tel hag eldri borgara og öryrkja sé best varið með því að ganga til liðs við stjórnarandstöðuflokkana og leggja þannig sín lóð á vogaskálarnar við að fella þessa handónýtu ríkisstjórn sem aldrei hefur og mun aldrei verða þekkt fyrir það að hafa mannúðarstefnu að leiðarljósi. Ekki er hægt að saka stjórnarandstöðuflokkana um að hafa ekki á undanförnum árum lagt málefnum þessa þjóðfélagshópa í lið á hinu háa Alþingi, aldrei.
Eigi rödd þessa þjóðfélagshópa að hljóma svo að eftir verði tekið þá væri besta leiðin að gera það innan stjórnmálaflokks sem hefur þennan málaflokk ofarlega á sinni stefnuskrá. Að mati margra sérfræðinga er sérframboð hvers konar það sem stjórnarflokkarnir hagnast hvað mest á, og ég vil ekki trúa því að það sé von þeirra og ósk, sem að þessu umrædda sérframboði standa, eða hvað?
Samfylkingin er sá stjórnarandstöðuflokkana sem leggur hvað mesta áherslu á málaflokk eldri borgara og öryrkja nú sem endranær. Í stefnuskrá Samfylkingarinnar kemur það berlega í ljós hversu hátt Samfylkingin gerir þessum þjóðfélagshópum hátt undir höfði, og það er vegna þess að þar á bæ gera menn sér fulla grein fyrir því að þessi þjóðfélagshópar hafa orðið undir í lífsbaráttunni á undanförnum árum.
Þetta er m.a. ein af ástæðum þess að ég sem öryrki, jafnaðarmaður sem þoli illa óréttlæti í lífinu snéri mér að Samfylkingunni, og það með stolti. Ég veit að þar er mínum málum best borgið. Einnig geri ég mér grein fyrir því að innan raða Samfylkingarinnar eru þingmenn sem hafa á undanförnum árum lagt þessum málaflokki lið á þingi og reynt af öllum mætti að opna augu stjórnarflokkana um stöðu þessa málaflokka. Jafnfram veit ég að þegar Samfylkingin kemst í þá aðstöðu að stjórna landinu (eftir 12.maí 2007) þá mun rödd minna þjáningasystkyna hljóma á Alþingi Íslands.
Þannig, og með þeim hætti er von um að eldri borgara og öryrkjar fá leiðréttingu, sem þeir hafa svo lengi, lengi beðið eftir því miður borin von ef núverandi stjórn heldur velli. Og einnig mun það nákvæmlega engu breyta ef sérframboð aldraða- og örykja heldur sínu til streytu, því miður.
Fróðleikur dagsins: Það er enginn vandi að verða gamall, vandinn er að vera gamall.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.