Leita í fréttum mbl.is

Níðast kennarar á nemendum sínum?

Af því að vinkona mín segist næstum hætt að lesa bloggið mitt af þeim sökum að ég skrifi of mikið um stjórnmál. Því hef ég ákveðið að blogga um næstum því ekki neitt að viti í þessari bloggfærslu.

En af því að þessi vinkona mín er menntuð sem kennari þá er ekki úr vegi að vekja athygli á því að samkvæmt nýrri könnum sem gerð var hér á Akureyri meðal nemenda í 8.-10. bekk þá segjast þeir verða oftar fyrir einelti af völdum kennara og starfsfólks skólans heldur en samnemenda. Ja ljót er ef satt reynist.

Ég verð að játa það að ég lendi í ferlegum vandræðum að blogga um eitthvað annað en stjórnmál þessa daganna. Því er nefnilega þannig varið að ef eitthvað er krasandi í dag þá tengist það pólitík.

Ég gæti þó hugsanlega bloggað eitthvað um hinn brjósgóða engil Önnu Nicole Smith því nóg er skrifað og slúðrað um hana þrátt fyrir þá staðreynd að hún er horfin til annarra verka, og þá þeirra verka sem mörg okkar hafa engan áhuga á að taka þátt í, enn sem komið er.

Þá gæti ég líka reynt að blogga eitthvað um forseta frúna okkar sem samkvæmt áræðanlegum heimildum er á heimleið eftir að hafa lent í alvarlegu slysi. Reyndar yrði það öllu áhrifameira heldur en að fjalla um engilinn Önnu Nicole Smith því á þeim er sá stóri munur að forseta frúin okkar er ekta en hin ekki.

Þá gæti ég bloggað örlítið um körfubolta því í kvöld varð fyrst ljóst hvaða lið mun fylgja okkur Þórsurum upp í efstu deild. En það er meir en mánuður síðan Þór tryggði sér sæti meðal þeirra bestu aftur. En vinkonu minni er örugglega slétt sama hvaða lið varð þess heiðri aðnjótandi að fá að halda í hendurnar á okkur upp um deild.

En í lokin og af því að ég hef fjandakornið ekkert geta bloggað að viti þá verð ég samt að skjóta einni ánægjulegri athugasemd inn á bloggið. Það er sú staðreynd að samkvæmt nýrri skoðanankönnun sem félagsvísindastofnun gerði um fylgi flokkana í norðaustu kjördæmi þá er Samfylkingin að vinna á og 3 maðurinn á lista flokksins á hraðri leið á þing. En betur má ef duga skal og nú er að bretta upp á ermarnar og koma Möggu Stínu sem er í 4 sæti listans inn, og hana nú.

Fróðleikur dagsins: Þú getur lokað augunum fyrir veruleikanum en ekki minningunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Palli...vertu ekki að reyna þetta. Stjórnmálin eiga þig með húð og hári og hitt býður bara aðeins

Jón Ingi Cæsarsson, 5.4.2007 kl. 10:31

2 identicon

Tek undir með jic. En kæri vinur. Fyrirsögnin á blogginu er ekki sanngjörn. -"

Um 3,6% nemenda í unglingadeildum skólanna hafa oft upplifað einelti af hálfu samnemenda sinna á síðustu 12 mánuðum en 7,7% nemenda hafa oft upplifað einelti af hálfu starfsmanna á síðustu 12 mánuðum og því nauðsynlegt fyrir starfsfólk skólanna að skoða þau mál nánar.-"

 Ég ætla svo sem ekki að fella skjöld á kennarastéttina, mislitt fé þar sem víðar. En rétt skal vera rétt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 16:15

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Gísli minn! í fyrirsögninni felst spurning en ekki fullyrðing. Jafnfram endaði ég þessa stuttu umfjöllun með því að segja ,,ja ljótt ef satt reynist".

Páll Jóhannesson, 6.4.2007 kl. 18:32

4 identicon

Þetta var ágætur pistill, þrátt fyrir allt! Það er hins vegar ekkert að því þó menn bloggi um sín áhugamál, ég held að fátt sé eðlilegra, ekki satt?

Við gætum kannski prófað að skipta. Ég gæti þá skrifað um stjórnmál og þú um trillur, húsbílaferðir og eyðibýli á Hornströndum.

Nei, ég held ekki! Að sjálfsögðu væri gaman að lesa um sem flest áhugamál, en menn skrifa það sem þeim stendur næst, og eðlilega eru stjórnmál mönnum hugleikin þessa dagana og vikurnar. Haltu bara áfram að skrifa um pólitík þegar þig langar að skrifa um pólitík. Þú gerir það prýðilega, og við hin höldum áfram að lesa, sama hvort við erum sammála, ósammála eða aðeins pólitísk viðrini eins og ég!

Rok-og rigningarkveðja úr landi Gunnars Birgissonar!

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband