Leita í fréttum mbl.is

Leikur að eldi og skugga

Enn og aftur er maður staðin að verki við að koma sér ekki að verki.  Að það skuli líða heilir 14 dagar milli bloggfærlsna er náttúrulega frekar slakt. Þetta gerist af og til. Þegar þetta gerist fer maður ávallt í sama farið og fer að afsaka sig. Bloggleti stafar af ..... milljón ástæður.  Ein af ástæðunum er fjandans snoppan eins og sumir kalla facebook. Hvað um það. Stundum rennur vitleysa út úr manni sem ratar í gegnum lyklaborðið og inná bloggið eða Feizið. 

Í gær hélt hann Gústi mágur minn uppá 52. ára afmælið sitt. Vegna þess hve langt er á milli okkar í kílómetrum talið varð ekki úr því að ég léti að því verða að sækja hann heim í tilefni þessa dags og rukka hann um afmæliskaffi. Þess í stað héldum við hjónakornin í Drekagilinu upp á brúðkaupsafmæli okkar. Við gengum í það heilaga þann  13. febrúar 1982 og því hvorki meira né minna en 28 ár liðin frá þeim degi. Samt finnst manni eins og það hafi gerst í gær. Getur verið að aldurinn spili þar stórt inn, þ.e.a.s. eðilegt minnistap. 

Sæt saman

Hér er Gúsi ásamt Hrönn systir en þessi mynd er tekin i London 2008 þegar við héldum uppá 50. ára afmælin okkar þ.e. við Gústi. 

Það var býsna fjölmennt í Drekagilinu og vel fór á með fólki, eins og vera ber. Þótt ekki verði gestirnir fregnir í dilka eftir skemmtileg heitum, gladdi þó sérlega heimsókn Dóra stóra bró sem býr í kjúklingabænum sem kenndur er við Mosfell og Ingu konu hans og Telmu frumburðar hans. Myndavélin var dregin snarlega á loft og útkoman var þessi. 

Mæðgur

Mæðgurnar Inga Þóra og Telma

Bræður

Frúin á heimilinu komst í myndavélina og smellti af á skemmtilegu augnabliki.

Að máta

Það fór vel á með þeim frænkum Telmu og Hólmfríði Lilju. 

Sú hefð hefur skapast á mínu heimili að daginn fyrir bolludag er sannkölluð bolluveisla. Vatnsdeigs, gerbollur, Berlínarbollur með eða á rjóma, búðing, bleiku, eða brúnu kremi, allar gerðir af sultu og svo mætti lengi, lengi telja. Hvað sem því líður bollurnar runnu ljúft niður og þótt duglega væri tekið á því er greinilega nóg til morgundagsins. 

Það fá þó ekki allir bollu, eðlilega sumir einfaldlega ekki orðnir nægilega stórir til að geta innbyrgt þessar krásir. Þeirra tími kemur. En þangað til Cow and gate.

Cow and gate

Cow and gate banana, epla eða.... allt rennur þetta ljúft niður. 

Af fólkinu er annars allt gott að frétta. Sonurinn á heimilinu er farin að vinna á stofnun Vilhjálms Stefánssonar sem var víst þekktur landkönnuður og þá jafnan tengd norðurslóðum. Dóttirin stundar sitt nám og styttist óðfluga í námslok hjá henni. Allir bærilega frískir og ekki yfir neinu að kvarta. Það er gott og vonandi er það svo hjá sem flestum. 

Til að loka þessu bloggi í dag fylgja hér tvær skemmtilegar myndir svona til gamans. 

Eldur

Eldurinn heillar en ekki tímabært að láta reyna á máltækið góða ,,brennt barn forðast eldinn" sem betur fer var pabbi innan seilingar til þess að koma í veg fyrir þá reynslu í þetta sinn. 

Skuggar

Í blálokin er skemmtileg mynd þar sem sólin er notuð til að búa til skugga. Sólin jú lágt á lofti þessa daganna og auðvelt og gaman að finna ástæðu til að mynda skugga.

Þangað til næst

Málsháttur við hæfi: Sá skal reykinn varast sem vill firra sig bálinu  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engin langloka - bara kvitt! Takk fyrir mig. GTh.

Gunnar Th (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 20:33

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Til hamingju með daginn um daginn :) Já og brúðkaupsafmælið ykkar rosalega er tíminn fljótur að líða ha :) Flottar myndir vildi óska þess að við hefðum verið þarna með ykkur en sjáumst vonandi með hækkandi sól :)

Hrönn Jóhannesdóttir, 17.2.2010 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband