Eins og svo oft áður hefur komið fram þá er viðhaldið mitt afar oft með í ferðum, maður veit aldrei hvenær maður þar á henni að halda og því eru hún oftast með. Íhaldssamur, jafnaðarmaður. Maður veit aldrei hvenær eitthvað poppar upp sem maður vill festa á flögu. Í gær brá svo við að ég var á ferð við fremstu og nýjustu brúna sem brúar Eyjafjarðará. Þar sá ég sel liggja í mestu makindum á ísnum. Eins og sannur papparassi þá stöðvaði ég bílinn við vegkantinn og setti upp 70-200 linsuna og skaut einni mynd.
Ég hugði mér gott til glóðarinnar og fór út úr bílnum og tók að fikra mig skref fyrir skref eins hljóðlega og hægt og þolinmæði mín leyfði í átt að árbakkanum. Gekk vel. Eða hvað? Þar sem ég hafði þokað mér u.þ.b. 10 - 15 metrum nær stoppar bíll aftan við minn bíl. Og viti menn út koma tveir öskrandi krakkagemlingar ,,selur, selur mamma sjáðu selinn". Á einu augabragði stakk Kobbi sér niður um vökina.
Ég get lofað ykkur því að mér langaði að senda þessa krakkagrislinga með á eftir selnum. En af því að það er Kryppa eins og sú Tælenska sagði þá taldi ég upp að 10 snéri mér við og sagði ,,nei krakkar það er engin selur". En jédúdda mía hvað hann Palli þurfti að taka á honum stóra sínum til að snappa ekki.
En þessi eina mynd sem ég tók er ekki góð sökum þess að fjarlægðin var full mikil en hún verður að duga þökk sé.......
Annars bara allt í góðu hér norðan heiða. Alvöru vetur með frosti, stillu og notalegheitum. Lopapeysa, úlpur, vettlingar og tilheyrandi og veðrið er bara hið besta.
Fróðleikur dagsins: Dagur á Júpíter er u.þ.b. 9 klst. 50 mínútur og 30 sekúndur við miðbaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2009 | 12:01
Það er sama hvert litið er fegurðin er allstaðar
Dagurinn í dag er svona einn þeirra daga þar sem menn sem þola ekki veturinn af því að úti er frost og snjór. Fólki hrýs hugur við að fara út af því að það getur ekki farið út á hlýrabolnum og í strigaskóm. Aðrir fagna þessu og segja ,,þegar er vetur þá á að vera snjór og kalt".
Þegar maður var barn elskaði maður þennan árstíma. Skíði, skautar, sleðar ásamt óteljandi leikjum sem svo auðvelt var að framkvæma í snjónum. Engar tölvur og endalaust sjónvarp daginn út og daginn inn truflaði líf manna. Ekki óalgengt að fjölskyldan öll færi svo öll í fjallið (eins og við Akureyringar köllum Hlíðarfjall) á skíði um helgar.
Minna er í dag um að maður verði var við að fólk nýti sér veturinn til leikja, nema þá að fara á staðin og kíkja. Ég brá mér út í morgun með viðhaldinu til að mynda enda kjöraðstæður til slíkra athafna þegar veðrið er eins og það er þessa daganna, frost, stilla og fjöllin yndislega falleg, hvít af snjó.
Fyrsta stopp fyrir framan gömlu vélsmiðju Odda og smellti af mynd séð til suðurs. Eyfirðingar myndu reyndar segja að á þessari mynd væri horft fram í fjörð. Ég segi horft inn í fjörð, en svona eru málvenjur misumunandi. Veit samt ekki hvað er rétt og hvað er rangt. Alla vegar er horft til suðurs.
Hér er horft yfir hluta mið bæ Akureyrar og til fjallsins sem er svo þekkt fyrir að vera eitt besta skíðasvæði landsins. Já þetta er Hlíðarfjall sem við bæjarbúar köllum bara ,,Fjallið". Ef að líkum lætur er gríðarlegur mannfjöldi þar þegar myndin er tekin á skíðum, skíðabrettum eða bara njóta lífsins við fallegar aðstæður, fallegu veðri og nýtur lífsins.
Ekki svo ýkja langt frá er annað fjall sem ég hef miklar mætur á og er mikið augnayndi. Það eru Súlur. Ég brá undir með 4 hjólum og ók upp að rótum fjallsins eða því sem næst. Þangað lá talsverður straumur fólks sem allt var á jeppanum eða pallbílum allir með snjósleðakerrur í eftirdragi. Þetta er fólk sem kanna að nýta sér snjóinn á sinn hátt. Þeytast um á snjósleðum. Þótt ekki sé ég einn þeirra sem stunda þessa iðju þá geri ég mér grein fyrir þvílíkt frelsi það er að þeytast um á snjósleða og njóta náttúrunnar í fallegu veðri. Ímynda mér að það frelsi sé líkt og að horfa á knapa á hesti þeytast um grænar grundir þar sem knapi, hestur og náttúran er eitt. Maður lætur sig dreyma og heldur heim á leið lætur hugann reika.
Stutt stopp rétt ofan við gömlu malbikunarstöðina er horft út fjörðinn í átt að Kaldbak. Fallegt.
Næsta stopp rétt neðan við gömlu malbikunarstöðina. Já í raun er sama hvert litið er sé maður í stuði til að mynda þá er myndefni út um allt. Raflínur og hvað eina getur heltekið hug manns. Sumir pirrast yfir þeirri sjónmengun sem raflínur geta verið og vilja grafa þær í jörð. Það er sjónarmið út af fyrir sig.
Ég er einn þeirra sem læt raflínur ekki trufla líf mitt dagsdaglega þ.e. út frá sjónmengun. Án rafmagns er vandlifað í dag. Víst er að margt annað í lífi okkar nútímamannsins ætti eigi síður að hafa truflandi áhrif út frá sjónmengun en raflínur.
Dagurinn í dag er einn þeirra þar sem mér finnst vera nokkuð sama hvert ég lít, ég sé allstaðar eitthvað sem gleður augað, sálina. Næg næring og full ástæða til að halda áfram inn í daginn sama hvað öllu argaþrasi líður. Njótið dagsins.
Málsháttur dagsins: Best er að sníða sér stakk eftir vexti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.1.2009 | 21:20
Ekki missa af þessu
Hér koma heitustu fréttirnar sem engin vill missa af.
Það er nú einu sinni svo að hingað koma nær alla virka dag barnabörnin úr skólanum þ.e. Margrét Birta og Elín Alma og Jón Páll úr leikskólanum. Stelpurnar taka strætó heim til afa og ömmu og er það orðið mikið sport. Nær undantekningarlaust eru þær mjög hungraðar og áður en þær geta sest niður við lærdóminn þarf að fá sér bita.
Já menn sökkva sér niður og einbeita sér til að gera allt rétt og vanda til verka svo ekki komi til að amma stroki út og heimti vandaðri vinnubrögð. Það á eftir að skila sér seinna meir að amma skuli vera með svo mikinn aga, sannið til. Það má sjá á okkar eigin börnum.
Á meðan sumir sitja sveittir yfir lærdóminum eru aðrir sem hafa áhyggjur af allt öðru.... eða yfir höfuð engar áhyggjur. Bílar eru mikið áhugamál hjá þessum peyja og er hann líklegri til að hafa bíl sér við hlið þegar hann fer að sofa en eitthvert tuskudýr.
Hvað sem því líður þá eru ekki óspektir og annars konar vandamál að trufla líf þessa unga fólks. Þau eru rækilega varin fyrir þess lags fréttum og umræðu hér á heimili afa og ömmu.
Má til með að sýna ykkur myndir sem ég tók af framkvæmdum við Þórsvöllinn. Þar er verið að steypa upp áhorfendastúku og byggja glæsilega aðstöðu, sem á eftir að verða ein sú glæsilegasta á landinu. Myndin hér að neðan er tekin 9 janúar og eru þá iðnaðarmenn að leggja lokahönd á undirbúning áður en gólfplata áhorfendapallanna verða steyptir.
Það var svo í byrjun þessara viku sem lokið var við að steypa gólfplötuna. Á næstu dögum og vikum verður svo klárað að steypa efistu hæðina þar sem blaðamannastúkan verður ásamt salernisaðstöðu og væntanlegri stuðningsmannaherbergi og miðasölu og sjoppu. Búið er að mestu að einangra alla útveggi í byggingunni. Þessar framkvæmdir ganga býsna vel og er gaman að fylgjast með og spennan eykst. Verður gaman að mæta á heimaleiki Þórs á þessum velli þegar upp verður staðið.
Fróðleikur dagsins: Lærðu af mistökum foreldra þinna - Notaðu getnaðarvörn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.1.2009 | 11:56
Góðir hlutir gerast hægt
Of langt er liðið frá því ég fór út í Krossanes til að taka púlsinn á stöðu mála þar. Aflþynnuverksmiðjan rís þar hægt og hljótt, svo hljótt að halda mætti stundum að ekkert væri þar í gangi. En eins og máltækið segir þá gerast góðir hlutir hægt. Framkvæmdir eru þar á fullu og eftir því sem ég best fæ heyrt mun verksmiðjan fara á fullt í sumar. Milli 90 og 100 störf skapast þar, gott mál.
Bregð mér af og til út með myndavélina til að fanga augnablikið eins og stundum er sagt. Síðustu daga hefur snjórinn sem nú skreytir bæinn okkar verið óvenju fallegur.
Hér er horft í norður eftir göngustíg sem liggur meðfram Mýrarvegi rétt norðan Verkmenntaskólans. Snjórinn klæðir og skreytir tré og mannvirki mjög fallega. Þegar svo háttar til eins og þessi mynd sýnir þá get ég sætt við við blessaðan snjóinn.
Fer æði oft niður í Sandgerðisbótina og kíkja á mannlífið þar og skoða bátana. Í gær var svo sannarlega allt með kyrrum kjörum og varla nokkur sála á ferð. Eftir því sem ég best fékk séð þá voru afar fáir bátar á sjó, sem er næsta undarlegt eins og veðrið var fallegt. Stilla vægt frost, hvað vilja menn hafa það betra?
Já þannig er það bara stundum er allt með kyrrum kjörum og manni finnst eins og allt og allir sofi eða liggi í dvala, nema maður sjálfur. Það getur verið afar notalegt þá fær maður frið til að dunda sér við það sem maður er að gera hverju sinni án teljandi truflana.
Fór í heimsókn til Ívans og Dagnýjar í gær. Síðbúin og óvænt afmælisveisla að hætti þeirra heiðurshjóna. Snæddum saman líka kvöldverð sem var hin ágætasta máltíð, þar sem nýir hlutir voru prufaðir. Gaman af þessu. Horfðum saman á Spaugstofuna sem var hreint út sagt frábær. Í kjölfarið kom svo forkeppni söngvakeppninnar. Eins og Spaugstofan var skemmtileg var söngvakeppnin drepleiðinleg. Það eina sem kryddaði var að bíða eftir að símakosningin færi fram því þá kom gott afþreyingarefni þ.e. Hrúturinn Hreinn. Snilldarþættir. Gaman til þess að hugsa að við fullorðna fólkið sem sátum saman í settinu og veltumst um af hlátri yfir barnaefni sem upphaflega átti að ná til yngra fólks. Segja fróðir menn að markhópurinn hafi verið börn frá 4 ára aldri. Já það er nauðsýnlegt að halda í barnið í sjálfum sér.
Fróðleikur dagsins: Nærri fjórðungur íbúa Póllands lét lífið í seinni heimsstyrjöldinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2009 | 22:35
Glæsileg stelpa
Dagurinn í gær var merkilegur fyrir margra hluta sakir. Eitt af því sem vakti hvað mesta athygli en þó ekki voru úrslit úr kjöri á íþróttamanni Akureyrar 2008. Ekki einvörðungu það varð kona í efsta sætinu heldur voru konur í 2. og 3. sætinu líka. Margir telja þetta vera algert eindæmi í svo stóru bæjarfélagi. Hvað um það. Íþróttamaður Akureyrar er landsliðskonan og fyrirliði Þór/KA Rakel Hönnudóttir. Rakel var í lok síðasta árs kjörin knattspyrnumaður Þórs og um leið íþróttamaður Þórs 2008. Fyrir áhugasama vil ég benda fólki á fréttir af þessum viðburði á heimasíðu Þórs einnig er á heimasíðunni hægt að sjá slatta af myndum frá þessum viðburði sem ég tók sjá hér. Nú svo eru fullt af öðrum fréttum á heimasíðunni sem þið gætuð haft gaman að skoða www.thorsport.is
Enn heldur blóðbaðið áfram á Gasa svæðinu og heimurinn stendur álengdar og horfir á hvernig lífið er murkað úr Paletínsku þjóðinni. Sameinuðu Þjóðirnar máttlausar láta þessi drap afskiptalaus, þetta er skömm. Fréttamenn komast upp með það að kalla Palestínumenn ,,Herskáa" en þá Ísraelsku ,,Hermenn". Get ekki gert að því að ég hef orðið skömm á aðgerðarleysi heimsins. Af hverju gerir engin neitt?
Það verður fróðlegt að vita hvað næstu dagar bera í skauti sér í Íslenskum stjórnmálum. Framsóknarmenn heyja allir þrír harða baráttu um hver eigi að stjórna hinum þremur. Hjá Sjöllunum óttast Bjössi hershöfðingi að allt fari í bál og brand út af Evrópumálunum. Ég fatta eiginlega ekki hvað maðurinn á við.... er ekki allt efnahagslíf landans farið í bál og brand, er eitthvað sem getur versnað? Held að Bjössi ætti að fara taka sér langt frí og njóta lífsins á eftirlaunum.
Hvað sem því líður þá ætla ég að rífa mig á fætur eldsnemma í morgunsárið taka strætó og fara í Hamar. Þar verður líf og fjör eins og alla aðra daga þótt föstudagskaffitímarnir séu óvenju skemmtilegir.
Fróðleikur dagsins: Borgarmerki hinnar fornu rómversku borgar Pompeii var vængjaður getnaðarlimur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 15:28
Ekki góð blanda...
Í dag á þessi ágæti heiðursmaður afmæli. Mér skilst að það ku vera 45 ár frá því að hann leit dagsins ljós fyrsta sinni. Hann var haldinn mikill ævintýraþrá strax sem ungur drengur, enda gerði hann sig út með nesti og nýja skó áður en hann varð sjálfráða og færði forræðið í sínar eigin hendur. Það hefur tekist með miklum ágætum. Ég kynntist þessum pjakk þegar hann var nýskriðin út úr stýrimannaskólanum á Dalvík sumarið 1984. Það fór um margan manninn þegar þessum pjakk var falið að skipa fyrir sér eldri og reyndari mönnum. Það tókst ágætlega, stundum stormasamt en lukkaðist. Með okkur tókust góður vinskapur sem hefur haldist allar götur síðan. Hann þurfti jú á því að halda að einhver tæki hann undir sínn verndarvæng.Við vorum lengi saman til sjós fyrst á Svalbaki EA 302 og svo á Sléttbaki EA 304 fín ár. Það var gott að vinna með honum og þótt stundum færum við upp á háa C-ið meðan á vinnu stóð hlógum við saman þegar í borðsalinn kom, þannig eru góðir vinir.
Hvað um það Ívan vinur minn er sem sagt 45 ára í dag. Ég nenni ekki að fara út í þá sálma að telja upp kosti hans. En galla hans skal ég tíunda með glöðu geði. Hann er ka maður og utd fan og það er eins sú versta blanda sem hægt er að hugsa sér. En þar sem þetta er vinur minn þá gengur þetta upp enda hugga ég hann reglulega og veiti honum andlega styrk í þessum veikleika, en blandn er slæm.
Því miður fæ ég ekki neitt kaffi í dag á hans afmælisdegi, hann hafði vit á því að fara á námskeið hjá Slysavarnarskóla sjómanna. Sú afsökun er tekin til greina en hann getur stólað á að ég verð mættur í kaffi um leið og hann birtist norðan heiða á ný.
Læt svo fylgja með mynd af karlinum sem ég tók af honum í afmælisveislu fyrr í haust ásamt dóttir hans.
Óska Ívani til hamingju með daginn.
Í kvöld fer ég svo á samkomu sem haldin verður í ketilhúsinu þar sem íþróttamaður Akureyrar 2008 verður kynntur. Þið fréttið það hér á blogginu mínu án efa á morgun og hver veit nema www.thorsport.is verði með þá frétt.
Fróðleikur dagsins: Maður banar ekki skugga með því að berjast við hann. maður deyðir hann með ljósi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2009 | 21:31
Ertu slæmur í....?
Hvað er glitský? ég kann ekki að skýra út þetta fyrirbrigði en þekki það þó þegar ég sé það - ég held það. Seinast þegar ég sá slíkt bregða fyrir sótti ég myndavélina og smellti af hið snarasta. Veit svo sem ekkert hvort ykkur finnst nokkuð varið í þessa mynd en ég er skrambi stoltur.
Það var pikkað í mig og ég spurður hvort ég væri að slæmur í fingrunum. Ég væri farin að blogga full sjaldan. Jú ég hef tekið eftir því að ég hef bloggað minna undanfarið en finn þó ekkert til í fingrunum. Hvað ætli valdi? Getur verið að helv... andlitsbókin sem öll þjóðin er komin á sé farin að ræna mann of miklum tíma? veit ekki en grunar þó að það geti átt þátt að einhverju leiti.
Nú ég sagði ykkur frá því um daginn að ég væri farin að nota strætó í gríð og erg, og geri enn. Ég fer með vagninum þegar ég fer í Hamar, á Bjarg í sjúkraþjálfun og æfingar þrisvar í viku og fl. Ég ræddi þetta við barnabörnin þ.e. stóru stelpurnar og eftir að hafa farið nokkrar ferðir með þeim þá snéri sú yngri sér að mér og sagði ,,afi! við getum sko alveg farið einar í strætó". Svo nú koma þessar elskur á hverjum degi heim til afa og ömmu með strætó. Ég mæli með þessum ferðamáta. Hvað er betra en vera með einkabílstjóra á bíl sem kostar á við marga heimilisbíla?
Sá mér til gamans að nú á að auglýsa stöður bankastjóra í ríkisbönkunum. Þetta er fínt og þessu ber að fagna. Ég er ekki á vanskilaskrá og hef aldrei verið. Það hefur aldrei neinn (enn sem komið er) þurft að greiða upp skuldir mínar. Ég á jakkaföt og slatta af bindum, fína skó, bindisnælur ég er á fínum aldri, ég hef aldrei hlaupist undan vinnu eða svikið einn eða neinn er vinna er annars vegar. Ég er sannfærður um að allir vinir mínir myndu gefa mér góð meðmæli sem og núverandi vinnuveitandi (a.m.k. annar þ.e. Íþróttafélagið Þór veit ekki með TR) Ég er komin úr barneign svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því að ég fari að taka mér feðraorlof. Er ekki tengdur Baugi og útrásravíkingum. Þess vegna er ég mikið að spá í að sækja um bankastjórastöðu í einhverjum eða öllum ríkisbönkunum. Í umsóknina ætla ég að lofa því að fara allra minna ferða í strætó á vinnutíma og launin mega vera helmingi lægri en þau sem núverandi stjórar hafa.
Fróðleikur dagsins: Maður verðskuldar að kallast vitur á meðan hann leitar viskunnar. Um leið og hann heldur sig hafa höndlað hana er hann orðinn flón.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 20:54
Frítt í strætó
Nú er þjóðin hvött til þess að taka ekki niður hvítu jólaljósin heldur leyfa þeim að lifa og lýsa upp skammdegið. Þetta er ágætis tillaga, ég styð hana. Nú eru nágrannarnir farnir að tala um hve langt ég hef verið á undan minni samtíð. Ég hef haft það fyrir reglu að kveikja á hvítri ljósseríu sem er í þakskeggi hússins á þeirri hlið sem snýr að bílaplaninu og þeirri hlið sem snýr að baklóðinni og leyft þeim að lifa stöðugt til vors. Þetta verður því ekkert nýtt fyrir mig bara ósköp venjulegt.
Þótt nýtt ár sé rétt ný hafið þá var það eitt að því sem ég hét sjálfum mér að gera á nýju ári væri að vera duglegur að nota strætó. Þetta byrjar vel og hef ég nú nær daglega notað þessa snilldarþjónustu. Ekki búa öll sveitarfélög við þessa dásemd að bjóða upp á frítt í strætó, þökk sé Samfylkingunni hér í bæjarstjórn sem átti þessa hugmynd og kom henni í gegn.
Þrettándinn, jólin búin. Þó ekki alveg hér á Akureyri því við höfum ákveðið að fresta slúttinu til föstudagskvöldsins þegar jólin verða kvödd með þrettándagleði Þórs. Löng hefð er fyrir þrettándagleði Þórs og má rekja það aftur til þriðja áratug seinustu aldar. Þó eru til heimildir um að Íþróttafélagið Þór hafi haldið sýna fyrstu áramótabrennu áramótin 1915-1916 svo brennuhefð í félaginu er nánast jafn gömul félaginu, en Þór var stofnað 6. júní 1915.
Öðru vísi mér áður brá, já nú ætla bankarnir ekki að kaupa laxveiðileyfi í ár a.m.k. ekki Kaupþing og Landsbankinn óvíst með Glitni. Er þetta er voðalegt? Hugsið ykkur ástandið hjá þessu liði, engin laxveiði nema greiða fyrir það sjálfir. Þetta er náttúrulega alveg skelfilega dapurt, hvað verður um þessa bubba? Já það er mikið lagt á þá. Ég græt, krókadílatárum.
Fróðleikur dagsins: Herostratos, sem brenndi musteri Díönu, er enn í minnum hafður. Sá sem reisti það er gleymdur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.1.2009 | 15:20
Sigurður Kári haltrar um með bjálka í auganu
Las hreint dæmalausa frétt á fréttavefnum vísir þar sem Sigurður Kári Kristinsson sagði m.a. ,,Samfylkingin stillir okkur ekkert upp við vegg". Það er reyndar alveg rétt hjá þessum strák því staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn sá alfarið einn um að stilla sjálfum sér og þjóðinni upp að þeim vegg. Held að Sigurður Kári og félagar ættu að leggja smá vinnu í að skoða sögu síðustu 17 ára og þegar því er lokið þá skulum við skoða og sjá til hvort þeir séu ekki búnir að skjóta sig rækilega á BÁÐA fæturnar.
Til fróðleiks: Það er auðveldara að sjá flísina í auga náungans en bjálkann í eigin auga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.1.2009 | 15:49
Bara magnað
Gleðilegt ár kæru bloggvinir nær og fjær. Seinast þegar ég bloggaði ég sagði ég ykkur frá afspyrnuslakri flugeldasýnginu Hjálpasveitanna hér á Akureyri. Úr rættist þegar bæjarbúar tóku sig til sjálfir og buðu uppá fína flugeldasýningu á gamlársdagskvöld - hún var ágæt já bara mjög góð.
Varð fyrir miklum vonbrigðum með þann skríl sem setti ljótan svip á seinasta dag ársins þegar þau urðu sér og málstað sem nefnist ,,frelsi til að mótmæla". Aðgerðir þeirra fyrir utan Hótel Borg voru þeim til skammar frá A-Ö. Ég el þá von í brjósti mér að á þessum skríl verði hart tekið, svo þeir haldi ekki áfram að setja ljótan blett á þá hópa sem hafa borið gæfu til að mótmæla á friðsælan og heiðarlegan hátt.
Fjölmennt í mat í Drekagilinu á Gamlársdag eins og venja er til. Dagga og Jói ásamt börnunum og svo ættarhöfuðin mamma og pabbi. Yngsti meðlimurinn hann Jón Páll var reyndar hálf lasin og svaf af sér matinn. Ekki svo að skilja að hann væri etin út á gaddinn. Stór fugl í matinn og nóg til. Myndin hér er tekin stuttu fyrir mat af Döggu, Jóa og fjölskyldu.
Aftur á móti var myndin hér að neðan tekin á heimili þeirra á Aðfangadag meðan beðið var eftir matnum og spenningurinn í hámarki eins og sést vel á prakkarasvipnum á Jón Páli.
Áramótið með besta móti og fékk góða dóma hér á heimilinu. Nýársdagur tekin með hinni mestu ró. Það vakti athygli hjá mér að Geir forsætisráðherra var hálfleiðu í ávarpi sínu ef fólki finnist hann hafa stutt útrásina og mikið. Ólafur hr. Forseti gekk lengra og bað þjóðina afsökunar á hversu langt hann gekk. Tökum ofan fyrir honum hvað þetta varðar.
Fróðleikur dagsins: Engin veit hvað átt hefur fyrr enn misst hefur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
287 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar