Leita í fréttum mbl.is

Bara magnað

Gleðilegt ár kæru bloggvinir nær og fjær. Seinast þegar ég bloggaði ég sagði ég ykkur frá afspyrnuslakri flugeldasýnginu Hjálpasveitanna hér á Akureyri. Úr rættist þegar bæjarbúar tóku sig til sjálfir og buðu uppá fína flugeldasýningu á gamlársdagskvöld - hún var ágæt já bara mjög góð.

Flugeldar

Varð fyrir miklum vonbrigðum með þann skríl sem setti ljótan svip á seinasta dag ársins þegar þau urðu sér og málstað sem nefnist ,,frelsi til að mótmæla". Aðgerðir þeirra fyrir utan Hótel Borg voru þeim til skammar frá A-Ö. Ég el þá von í brjósti mér að á þessum skríl verði hart tekið, svo þeir haldi ekki áfram að setja ljótan blett á þá hópa sem hafa borið gæfu til að mótmæla á friðsælan og heiðarlegan hátt. 

Fjölmennt í mat í Drekagilinu á Gamlársdag eins og venja er til. Dagga og Jói ásamt börnunum og svo ættarhöfuðin mamma og pabbi. Yngsti meðlimurinn hann Jón Páll var reyndar hálf lasin og svaf af sér matinn. Ekki svo að skilja að hann væri etin út á gaddinn. Stór fugl í matinn og nóg til. Myndin hér er tekin stuttu fyrir mat af Döggu, Jóa og fjölskyldu. 

Mömmu&pabba

Aftur á móti var myndin hér að neðan tekin á heimili þeirra á Aðfangadag meðan beðið var eftir matnum og spenningurinn í hámarki eins og sést vel á prakkarasvipnum á Jón Páli.

 

Systkyni

Áramótið með besta móti og fékk góða dóma hér á heimilinu. Nýársdagur tekin með hinni mestu ró. Það vakti athygli hjá mér að Geir forsætisráðherra var hálfleiðu í ávarpi sínu ef fólki finnist hann hafa stutt útrásina og mikið. Ólafur hr. Forseti gekk lengra og bað þjóðina afsökunar á hversu langt hann gekk. Tökum ofan fyrir honum hvað þetta varðar.

Fróðleikur dagsins: Engin veit hvað átt hefur fyrr enn misst hefur 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

250 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband