Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
24.2.2010 | 07:31
Heiðursskvísur
JÁ SÆLL talandi um ökklann og eyrað. Annað hvort líður heim eilíf milli bloggfærslna eða ,,blekið" á tölvuskjánum ........ er vart þornað þegar maður bloggar á ný. En það kemur til af góðu. Í dag eiga tvær heiðurskonur afmæli og er bloggfærsla dagsins tileinkuð þeim.
Hefst þá hið eininglega afmælisblogg.
Hrönn ,,litla" systir fæddist jú þennan dag eins og gefur að skilja annars væri þetta ekki afmælisdagurinn hennar. Það var rétt upp úr miðri síðustu öld eða 1963 sumir myndu frekar segja á síðari hluta aldrarinnar. Látum liggja milli hluta. Hvað sem því líður. Aldurinn ber hún vel og engu líkara en hún yngist með hverju árinu sem líður. Fróðir menn segja þetta ættgengt og þekkt í hennar fjölskyldu. Hrönn væri hægt að segja margar, margar skemmtilegar sögur, nema hvað? enda afbragðs skemmtileg kona. Engar leiðinlegar sögur er að finna tengdar henni, enda aldrei leiðinleg. Ég hef þó heitið mér því að næst þegar við hittumst ætla ég að rifja upp söguna ,,af hverju veiðir þú ekki hauslausa fiska eins og .....". Já ég er viss um að þá verður hlegið.... HÁTT og lengi.
Hrönn býr ásamt fjölskyldu sinni langt frá æskuslóðum sínum og því verður ekki af því í þetta sinn að ég geri innrás í tilefni dagsins. Það bíður betri tíma. Myndin sem fylgir með er tekin í London 2008 þegar þau hjónin fóru þangað í skemmtiferð með okkur hjónum. Hef sagt það oft áður og segi það enn og aftur (sjaldan er góð vísa of oft kveðin) Þvílík snilldarferð.
Hitt afmælisbarn dagsins er Margrét Pálsdóttir tengdamóðir dóttur minnar. Magga er fædd á því herrans ári 1958 ásamt mörgu öðru stórmenninu. Magga er hið mesta ljúfmenni og afbragðs vinur vina sinna. Margir góðir kostir prýða Möggu og of langt mál væri upp að telja. Smitandi hlátur Möggu er einstakur það vita þeir sem hana þekkja en hinir vita ekki af hverju þeir missa. Hagleikskona í matar- og kökugerð. Líkt og hjá Hrönn væri hægt að segja margar skemmtilegar sögur enda skemmtileg kona t.d. þegar henni tókst ekki að koma sígnum fiski niður í börnin sín.... útbjó hún heimagerða pizzu daginn eftir og plokkaði sígna fiskinn á flatbökuna. Allir átu pizzuna með bestu list. Já ofan í krakkana skildi fiskurinn hvað sem hver tautaði og raulaði. Þá tísti í Möggu, já þessi smitandi hlátur sem áður er getið. Trúlega þurfti Magga ekkert að segja börnunum af hverju hún hló, þau hafa eflaust grunað hvað hafði gerst. Myndin sem hér fylgir með er af Möggu ásamt Jóni manninum hennar.
Í tilefni dagsins: Þær eiga afmæli í dag, þær eiga afmæli í dag. Þær eiga æfmæli báðar þær eiga afmæli í dag..... Stelpur báðar tvær Til hamingju með daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2010 | 14:35
Myndablogg og afmælisbarn
Gamalt máltæki segir ,,það er ýmist í ökkla eða eyra" og merking þess segir sig sjálft. Framan af vetri virtist ekkert ætla bóla á snjó hér norðan heiða, þar sem á að vera snjór öllu jöfnu yfir vetratímann. Menn höfðu áhyggjur ,,hlýnum jarðar, hvað verður um ferðamennskuna sem við gerum út á hér á Akureyri tengda vetraríþróttum". Snjórinn kom svo í desember svo um munaði. Ætlaði allt að kaffæra. Annað máltæki ,,Adam var ekki lengi í paradís". Snjórinn kvaddi í janúar og lítt sem ekkert sást til hans þar til nú fyrir fáum dögum. Og þá er eins og við manninn mælt og aftur gripið til máltækisins ,, um ökklann og eyrað".
Þetta er yndislegt. Hlýnum jarðar hvað? Þetta er talsvert rætt á mín heimili þar sem sonurinn er farinn að vinna sem sérfræðingur hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sem var þekktur heimskautafari. Já talsvert skondið að sonurinn sem aldrei hefur hrifist af snjó skuli nú vera farin að vinna við rannsóknir og fræðimennsku í þessum geira.
Mín rannsóknarmennska er af öðrum toga. Til að deila með ykkur sem ekki njótið þeirra dásemda sem snjórinn býður uppá tók ég smá ljósmyndarúnt í morgun og afrakstur þeirra rannsókna má sjá hér að neðan. Fyrir framan útidyrnar fyrsta myndefnið ljósin við bílaplanið.
Rétt ofan við götuna sem ég bý við er gata sem ber nafn með rentu þessa daganna og fyrir þá sem ekki vita þar býr m.a. litli bró ásamt spúsu sinni og fjölskyldu
Og á leið minni út í óvissuna hér innan bæjar á grænu ljósi
Eins og sjá má á myndunum ýmist mokaði niður snjó eða það var mugga
Og eins og sjá má þegar snjó mokar niður verður skyggnið í minna lagi, en það getur líka verið heillandi sérlega þegar maður vill fá öðruvísi bakgrunn á myndirnar sínar en venjulega.
Dagurinn 23. febrúar er fyrir margra hluta sakir merkilegur. En það sem þó stendur upp úr er að vinkona okkar hjóna til nærri 30 ára á afmæli í dag. Bryndísi kynntumst við hjónin þegar ég fyrir u.þ.b. 30 árum kynntist Áka manni hennar (sem nú er látinn, blessuð sé minning þess góða drengs) þegar við unnum hjá Smára h/f Byggingarfyrirtæki. Með fjölskyldum okkar tókst mikill vinskapur sem hefur haldið allar götur síðan. Það var þó höggvið stórt skarð í þennan hóp árið 1994 þegar Áki veiktist mjög alvarlega og stutta baráttu við sjúkdóm sem hann réði ekki við. En Bryndís hefur staðið eins og klettur allar götur síðan og vinskapurinn hefur eflst og dafnað með árunum.
Í dag verður kíkt inn hjá frúnni í Borgarsíðunni. Þótt ekki sé verið að fagna stóru afmæli er þetta engu að síður hennar dagur. Til hamingju með daginn kæra vinkona.
Afmælisbarn dagsins, Bryndís Karlsdóttir
Málsháttur dagsins: Hér land og þar land, og nóg er allt Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2010 | 18:40
Leikur að eldi og skugga
Enn og aftur er maður staðin að verki við að koma sér ekki að verki. Að það skuli líða heilir 14 dagar milli bloggfærlsna er náttúrulega frekar slakt. Þetta gerist af og til. Þegar þetta gerist fer maður ávallt í sama farið og fer að afsaka sig. Bloggleti stafar af ..... milljón ástæður. Ein af ástæðunum er fjandans snoppan eins og sumir kalla facebook. Hvað um það. Stundum rennur vitleysa út úr manni sem ratar í gegnum lyklaborðið og inná bloggið eða Feizið.
Í gær hélt hann Gústi mágur minn uppá 52. ára afmælið sitt. Vegna þess hve langt er á milli okkar í kílómetrum talið varð ekki úr því að ég léti að því verða að sækja hann heim í tilefni þessa dags og rukka hann um afmæliskaffi. Þess í stað héldum við hjónakornin í Drekagilinu upp á brúðkaupsafmæli okkar. Við gengum í það heilaga þann 13. febrúar 1982 og því hvorki meira né minna en 28 ár liðin frá þeim degi. Samt finnst manni eins og það hafi gerst í gær. Getur verið að aldurinn spili þar stórt inn, þ.e.a.s. eðilegt minnistap.
Hér er Gúsi ásamt Hrönn systir en þessi mynd er tekin i London 2008 þegar við héldum uppá 50. ára afmælin okkar þ.e. við Gústi.
Það var býsna fjölmennt í Drekagilinu og vel fór á með fólki, eins og vera ber. Þótt ekki verði gestirnir fregnir í dilka eftir skemmtileg heitum, gladdi þó sérlega heimsókn Dóra stóra bró sem býr í kjúklingabænum sem kenndur er við Mosfell og Ingu konu hans og Telmu frumburðar hans. Myndavélin var dregin snarlega á loft og útkoman var þessi.
Mæðgurnar Inga Þóra og Telma
Frúin á heimilinu komst í myndavélina og smellti af á skemmtilegu augnabliki.
Það fór vel á með þeim frænkum Telmu og Hólmfríði Lilju.
Sú hefð hefur skapast á mínu heimili að daginn fyrir bolludag er sannkölluð bolluveisla. Vatnsdeigs, gerbollur, Berlínarbollur með eða á rjóma, búðing, bleiku, eða brúnu kremi, allar gerðir af sultu og svo mætti lengi, lengi telja. Hvað sem því líður bollurnar runnu ljúft niður og þótt duglega væri tekið á því er greinilega nóg til morgundagsins.
Það fá þó ekki allir bollu, eðlilega sumir einfaldlega ekki orðnir nægilega stórir til að geta innbyrgt þessar krásir. Þeirra tími kemur. En þangað til Cow and gate.
Cow and gate banana, epla eða.... allt rennur þetta ljúft niður.
Af fólkinu er annars allt gott að frétta. Sonurinn á heimilinu er farin að vinna á stofnun Vilhjálms Stefánssonar sem var víst þekktur landkönnuður og þá jafnan tengd norðurslóðum. Dóttirin stundar sitt nám og styttist óðfluga í námslok hjá henni. Allir bærilega frískir og ekki yfir neinu að kvarta. Það er gott og vonandi er það svo hjá sem flestum.
Til að loka þessu bloggi í dag fylgja hér tvær skemmtilegar myndir svona til gamans.
Eldurinn heillar en ekki tímabært að láta reyna á máltækið góða ,,brennt barn forðast eldinn" sem betur fer var pabbi innan seilingar til þess að koma í veg fyrir þá reynslu í þetta sinn.
Í blálokin er skemmtileg mynd þar sem sólin er notuð til að búa til skugga. Sólin jú lágt á lofti þessa daganna og auðvelt og gaman að finna ástæðu til að mynda skugga.
Þangað til næst
Málsháttur við hæfi: Sá skal reykinn varast sem vill firra sig bálinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar