Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
26.11.2009 | 00:38
Jóla hvað?
Nú er að fara í hönd sá tími ársins sem sumir elska en aðrir þola illa eða kannski bara kvíða. Jólaundirbúningur. þekktasti kaupmaður bæjarins Ragnar nokkur kenndur við JMJ er af sumum kallaður 1. jólasveinninn, búinn að skreyta og þá er jólaundirbúningurinn formlega hafinn. Hér er verið að nota tímann og mála einn og einn vegg til hressa uppá útlitið og gera fínt fyrir ja ekki bara jólin heldur svona almennt.
Um leið og stillt er upp aftur eru settar upp jólaseríur í glugga svo smátt og smátt er Drekagilið að taka á sig svip jóla þótt enn sé nærri mánuður til stefnu. Einhvern tímann var sagt ,,ekki sé ráð nema í tíma sé tekið" og ég bara ber því við nú......
Já og talandi um jóla, jóla. Hér er búið að taka laufabrauð, takk fyrir það.
Jón Páll var duglegur og lét sitt ekki eftir liggja. Einbeitingin í lagi, tungan úti og ...
Og ekki var einbeitingin minni hjá Elínu Ölmu...
Nú frumburðurinn á heimilinu virtist stundum í stórhættu þegar einbeitingin náði tökum á henni og nefið á stundum full nærri hnífnum....
Og ekki mátti maður leggja frá sér hnífinn og myndavélina eitt augnablik og þá var konan búinn að handsama myndavélina og smellti af Hófí og afanum í stuttri pásu.....
Nú við feðginin steiktum svo kökurnar. Ég sá um steikinguna og Dagga sá um að taka við kökunum og pressa. Já samvinna í lagi.
Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá eru sumir haldnir nær ólæknandi ljósmyndadellu. Kannski er hún vel læknanleg en viðkomandi vill enga bót sinna meina. Hvað um það. Á hverju ári gefur kvennaráð sem sér um rekstur mfl. kvenna í Þór/KA út dagatal til styrktar rekstrinum. Þar eru stúlkurnar í liðinu fyrirsæturnar. Ýmist eru myndir úr leikjum eða þær fengnar til að stilla sér upp hjá þeim sem kaupa auglýsingar. Í þessu dagatali kem ég ásamt fleiru til með að eiga slatta af myndum. Sýnishornið hér mun þó ekki koma í dagtalið - það fáið þið að sjá síðar.
Um daginn tók ég t.d. myndir af stúlkunum í búðinni Sportver og svo fórum við upp í Hlíðarfjall þar sem teknar voru myndir.Brösuglega gekk að finna viðundandi birtu- og veðurskilyrði svo við brugðum á það ráð að mynda stelpurnar við flóðlýsingu og við snjóbyssurnar. Það var afar skemmtilegt.
Það sama gildir hér að þessi mynd verður ekki á dagatalinu en þegar hægja fer á sölunni þá hendi ég hinum myndunum inn.
Þessi árstími er skemmtilegur fyrir margra hluta sakir. T.d. fyrir þá sem hafa gaman af því að taka myndir. Birtuskilyrðin eru margvísleg og endalaust hægt að sjá eitthvað nýtt sem maður finnst eins og maður hafi aldrei séð áður. Dæmi um það er t.d. þessi mynd hér
Þessi mynd er tekin héðan af hlaðin heima fyrir skömmu. Horft í átt að Súlum og himininn var með eindæmum fallegur. Hvað getur maður sagt annað en VÁ þegar maður sér svona?
Þangað til næst
Fróðleikur dagsins: Reynslan og sagan kenna oss það, að þjóðir og ríkisstjórnir hafa aldrei lært neitt af sögunni.Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2009 | 13:10
Misnotkun, óvirðing eða ögrun?
Hvernig stendur á því að þetta mót verður ekki haldið á hinum nýuppgerða og glæsilega Þórsvelli? Finnst mönnum bjóðandi að halda þetta mót á Akureyrarvelli?
Þrátt fyrir þetta er undirbúningur að hefjast með því að mótið fari fram á Akureyrarvelli. Hverjir ætli standi á bak við þessar rangfærslur, UFA, UMSE, bæjaryfirvöld? gaman væri að fá svör við þessu. Alla vega hefur knattspyrnuvöllur Þórs allt frá upphafi heitið Þórsvöllur og á því hefur engin breyting orðið.
Nú er mál að linni og ég krefst þess að þeir sem hlut eiga að máli leiðrétti þetta hið fyrsta og biðji Akureyringa og umfram allt okkur Þórsara afsökunar á þessari grófu misnotkun á nafni Þórsvallar.
Slagorð dagsins í dag er tileinkað þeim sem virðast nærast á því að storka fólki
Viljir þú vitur vera sestu þá niður og hlustaðu.
Stórmót í frjálsíþróttum á Akureyri 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2009 | 23:14
Er fjandans feizið er sökudólgurinn
Ég held að ég verði að taka undir með félaga mínum sem tjáði mér um daginn að hann væri farin að hafa af því áhyggjur hvað liði langt á milli bloggfærslna hjá mér. Sumir segja að helv.... feizið sé farið að ræna athygli manna þannig að bloggheimar séu ekki lengur inni.
Talandi um feizið eða hvað sem við köllum þessa opnu bók sem tröllríður öllum heiminum þá les maður eitt og annað þar. T.d. í morgun hafði einn félagi minn skrifað hjá sér eitthvað á þessa leið ,,skafheiðríkur himinn. Einstök blíða. Hver trúir því að það sé nóvember?". Ég rauk til eins og hver annar asni og skrifaði ,,Ég". Vissulega var fallegt veður úti og allt sem félaginn hafði skrifað var satt og rétt, en þegar upp var staðið þá trúði ég því ekki að það væri nóvember. Ég vissi það, og þegar maður veit þá trúir maður ekki.
Er enn meir enn lítið svekktur efri að hafa horft á mína menn í enska boltanum gera enn eitt jafnteflið. Það er vissulega svekkjandi alla vega í þeim leikjum sem manni finnst að ekkert annað en sigur sé það sem fyrirfram væri í myndinni. Það gladdi mig þó að á sama tíma voru stelpurnar okkar í Þór að spila gegn Laugdælum í 1. deild í körfubolta. Þar unnu stelpurnar okkar sinn annan leik í röð og 44-54 sigur staðreynd. Stelpurnar kórónuðu svo helgina með því að vinna Grindavík í dag 44-49 og þar með eru þrír sigurleikir í röð staðreynd. Flott hjá þeim og greinilegt að Baldur Ingi Jónasson þjálfari er á réttri leið með liðið. Áfram Þór alltaf, allstaðar.
En talandi um veðrið eins og félagi minn sem ég sagði frá hér að ofan. Þá brá ég mér út með myndavélina enda hreint út sagt gaman að munda hana við slíkar aðstæður. Enda ég hér með blogg dagsins með með einnig mynd úr þeirri ferð
Þangað til næst
Málsháttur dagsins: Ekki skýlir skugginn þá skinið er bjart
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar