Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
9.7.2008 | 12:04
Ég tek ofan fyrir þessum mönnum
Ég tek ofan fyrir forráðamönnum knattspyrnudeildar Völsungs í dag þar sem þeir biðja alla hlutaðeigandi afsökunar á glannalegum ummælum fyrrum þjálfara liðsins sem birtust á fotbolti.net í gær. Maðurinn fór yfir strikið og framganga hans var honum til mikillar skammar. Vona svo sannarlega að hann sjái að sér og biðji alla viðeigandi afsökunar og allir verði sáttir. Ég endurtek og segi ég tek ofan fyrir stjórnarmönnum í Völsungi - vel gert strákar.
Fróðleikur dagsins: Hjálp óskast, hugsanalesari: Þú veist hvar þú átt að sækja um.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.7.2008 | 23:11
Menn verða kunna sig
Það virðist vera í tísku á Íslandi að drulla yfir allt og alla og kenna öllum öðrum en sjálfum sér um þegar menn hafa kúkað í buxurnar. Landsþekktir þjálfara sem höndla ekki mótlæti telja sig hafa heimild til þess að taka mann og annan af lífi. Nýjasta dæmið birtist í viðtali sem vefsíðan fotbolti.net tók við þjálfara sem sagði starfi sín lausu og lætur svo gamminn geysa og fretar innstæðulaust í allar áttir fyrir það eitt að ráða ekki við það verkefni sem hann tók að sér. Reyndar er ekki um landsþekktan þjálfara að ræða. Ef menn ættu inneign fyrir öllu sínu drulli þá væri þetta í góðu lagi. En, málflutningur þessara manna dæmir sig sjálfur þeir ættu að líta í eigin barm og laga til í sínum eigin ranni áður en þeir halda að það sé í þeirra verkahring að taka til hjá öðrum, þeirra er skömmin.
Las mér til mikillar ánægju að olíuverð sé á niðurleið. Veit svo sem ekki hvort maður eigi að þora gleðjast, en er á meðan er.
Stelpurnar okkar í Þór/KA héldu suður með sjó og sóttu Keflvíkinga heim í Landsbankadeild kvenna. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar unnu sanngjarnan 0-5 sigur. Landsliðskonan okkar Rakel Hönnudóttir fór mikinn og skoraði 3 mörk, Ivana Ivanovic setti 1 mark og Bojana Besic 1. Eftir sigurinn eru Stelpurnar okkar komnar í 6. sætið með 10 stig og eiga enn leik til góða. Greinilegt að Dragan og Moli sem eru þjálfara liðsins eru að gera fína hluti. Áfram Stelpur í Þór/KA.
Fróðleikur dagsins: Oftar er maðkur í mysu en maður í messu.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2008 | 13:38
Pollar í öllum stærðum og gæðum
Vegna mikilla anna hefur ekki gefist tími til að blogga, gott segja sumir (þ.e. þeir sem pirrast yfir því sem ég skrifa) og ,,f" orðið þeir sem nenna lesa bloggið. Einn aðdáandi minn sagði ,,Palli þetta er eins og með Moggann þetta bara má ekki klikka, bara alls ekki". Sjáum til hvað setur næstu daga og vikur.
Mikill tími fór í undirbúning vegna Pollamótsins og svo mikil vinna meðan á því stóð. Tók eitthvað á 7. hundrað myndir á mótinu og fyrir þá sem vilja er hægt að sjá á heimasíðu Þórs í myndaalbúmi 150 sérvaldar myndir, beinn linkur hér á síðu Þórs. Mikil atgangur og mikið fjör er ávallt á Pollamótunum. Ungir sem aldnir í öllum stærðum og gerðum skemmta sér og njóta þess að spila fótbolta. Sumir taka þessu reyndar af full mikilli alvöru, svona eins og að um heimsmeistarakeppni sé að ræða. Pollamótsmyndin með þessari færslu sýnir stórbrotna markvörslu hjá Sædísi vinkonu Döggu og Jóa en hún stóð milli stanganna í liði Dalvíkinga, sem kallaðist Dallas girls. En þegar upp er staðið, bara gaman.
Matti söngvari úr Pöpunum kom til okkar á föstudagskvöldinu og skemmti gestum með gítarspili og söng, flottur hann Matti. Matti söng þekkt Papalög sem og ýmsa aðra smelli sem alltaf ganga á hvers kyns mannamótum. Það bar svo vil að í lokin sleit Matt ekki bara einn steng í gítarnum heldur tvo. Og rúsínan í pylsuendanum var svo að hljóðkerfið sló út, þannig að Matti lauk skemmtuninni órafmagnaður með fjóra strengi, samt enn flottur. Á laugardagskvöldinu sá Örn Viðar Birgisson um að stýra skemmtuninni og leysti það verkefni af stakri prýði. Rögnvaldur gáfaði hinn eini sanni kom og kitlaði hláturtaugar mótsgesta eins og honum einum er lagið og engin leið að leika eftir.
Kvöldinu lauk svo með því að bræðurnir úr Hvanndalnum sem skipa hina landsfrægu hljómsveit sem er orðin heimsfræg út um allt Ísland tryllti lýðinn svo um munaði. Komu margir mótsgestir að máli við mótstjórn og spurðu hvort það væri ekki alveg öruggt að Rögnvaldur gáfaði og Hvanndalsbræður séu ekki örugglega bókaði mörg ár fram í tímann á Pollamóti Þórs. Vonandi tekst okkur að koma því í kring, þvílíkir snillingar.
Nú vonandi líður styttra milli færslna á næstunni svo allir geti unað sáttir við sitt. Seinasta myndin sem ég birti með þessari færslu tók ég á Pollamótinu þar sem Mávarnir létu ekki sitt eftir liggja við að halda svæðinu hreinu. Duglegir þessir mávar. Minni fólk á það enn og aftur að smella á myndirnar til þess að sjá þær í fullum gæðum.
Læt hér staðar numið í dag og bið ykkur vel að lifa fram að næstu færslu.
Fróðleikur dagsins: Nærri fjórðungur íbúa Póllands lét lífið í seinni heimsstyrjöldinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.7.2008 | 10:07
Vertu velkomin, minn kæri
Ef satt reynist þá bara bjóðum við þennan kappa velkomin og þá mun hann loksins fara vaxa og dafna.
Af öðrum snillingi. Það eru blendnar tilfinningar sem bærðust í brjósti mér við það að Lárus Orri Sigurðsson hefur ákveðið að hætta spila knattspyrnu. Þrálát meiðsli aðal orsökin. Lárus Orri ætlar þess í stað að einbeita sér að þjálfuninni en hann hefur jú verið spilandi þjálfari. Lárus Orri takk fyrir þitt framlag innan vallar.
Fróðleikur dagsins: Ef þú drekkur vatn eftir að hafa borðað minnkar það sýrumagnið í munninum um 61 prósent.Man.City gerir sér góðar vonir um Ronaldinho | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2008 | 00:12
Palli Símonar
Palli Sím hélt tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld, ég segi það satt þar hefði ég alveg vilja vera. Snillingur hann Paul Simon.
U-17 ára landslið Íslands í knattspyrnu kvenna tekur nú þátt í Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Þar eigum við Akureyringar tvo glæsilega fulltrúa. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir eru fastamenn í liðinu og spila þar stórt hlutverk. Í tapleik í dag átti t.d. Silvía Rán stórleik og skoraði eitt mark og var svo valin maður leiksins. Þessar kvenhetjur leika með meistaraflokki Þór/KA. Flottar stelpur og góðar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur sem líta upp til þeirra.
Las einhvers staðar frétt þess efnis að einhver Íslendingur hafi gert enn eina tilraunina til að synda yfir Ermasundið. Var bara velta því fyrir mér hvort ekki hefði verið fljótlegra að taka sér far með unhverju ferju yfir sundið, eða ætli þetta hafi verið í sparnaðarskyni að synda yfir?
Þá er SPRON hægt og bítandi að yfirtaka Kaupþing. Já ekki spyrja að þessum bönkum. Nú verður allt í himna lagi SPRON búið að bjarga Kaupþingi. Vonandi taka þeir sig til og laga launamuninn á toppnum líkt og Þorsteinn Már gerði í Glitni.
Fróðleikur dagsins: Meðvitund: Pirrandi tímabil á milli blunda.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
325 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar