Leita í fréttum mbl.is

Pollar í öllum stærðum og gæðum

Pollamot75

Vegna mikilla anna hefur ekki gefist tími til að blogga, gott segja sumir (þ.e. þeir sem pirrast yfir því sem ég skrifa) og ,,f" orðið þeir sem nenna lesa bloggið. Einn aðdáandi minn sagði ,,Palli þetta er eins og með Moggann þetta bara má ekki klikka, bara alls ekki". Sjáum til hvað setur næstu daga og vikur.

Mikill tími fór í undirbúning vegna Pollamótsins og svo mikil vinna meðan á því stóð. Tók eitthvað á 7. hundrað myndir á mótinu og fyrir þá sem vilja er hægt að sjá á heimasíðu Þórs í myndaalbúmi 150 sérvaldar myndir, beinn linkur hér á síðu Þórs. Mikil atgangur og mikið fjör er ávallt á Pollamótunum. Ungir sem aldnir í öllum stærðum og gerðum skemmta sér og njóta þess að spila fótbolta. Sumir taka þessu reyndar af full mikilli alvöru, svona eins og að um heimsmeistarakeppni sé að ræða. Pollamótsmyndin með þessari færslu sýnir stórbrotna markvörslu hjá Sædísi vinkonu Döggu og Jóa en hún stóð milli stanganna í liði Dalvíkinga, sem kallaðist Dallas girls. En þegar upp er staðið, bara gaman.

Pollamot68Matti söngvari úr Pöpunum kom til okkar á föstudagskvöldinu og skemmti gestum með gítarspili og söng, flottur hann Matti. Matti söng þekkt Papalög sem og ýmsa aðra smelli sem alltaf ganga á hvers kyns mannamótum. Það bar svo vil að í lokin sleit Matt ekki bara einn steng í gítarnum heldur tvo. Og rúsínan í pylsuendanum var svo að hljóðkerfið sló út, þannig að Matti lauk skemmtuninni órafmagnaður með fjóra strengi, samt enn flottur.  Á laugardagskvöldinu sá Örn Viðar Birgisson um að stýra skemmtuninni og leysti það verkefni af stakri prýði. Rögnvaldur gáfaði hinn eini sanni kom og kitlaði hláturtaugar mótsgesta eins og honum einum er lagið og engin leið að leika eftir.

Pollamot152Kvöldinu lauk svo með því að bræðurnir úr Hvanndalnum sem skipa hina landsfrægu hljómsveit sem er orðin heimsfræg út um allt Ísland tryllti lýðinn svo um munaði. Komu margir mótsgestir að máli við mótstjórn og spurðu hvort það væri ekki alveg öruggt að Rögnvaldur gáfaði og Hvanndalsbræður séu ekki örugglega bókaði mörg ár fram í tímann á Pollamóti Þórs. Vonandi tekst okkur að koma því í kring, þvílíkir snillingar.

Fugl2Nú vonandi líður styttra milli færslna á næstunni svo allir geti unað sáttir við sitt. Seinasta myndin sem ég birti með þessari færslu tók ég á Pollamótinu þar sem Mávarnir létu ekki sitt eftir liggja við að halda svæðinu hreinu. Duglegir þessir mávar. Minni fólk á það enn og aftur að smella á myndirnar til þess að sjá þær í fullum gæðum.

Læt hér staðar numið í dag og bið ykkur vel að lifa fram að næstu færslu.

Fróðleikur dagsins: Nærri fjórðungur íbúa Póllands lét lífið í seinni heimsstyrjöldinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég hef orðið áhyggjur af þér Páll. Þú þarft að fara finna þér eitthvert áhugamál,  svona til að drepa dauða tímann.

Pollamót Þórs, er það einhvert tugþrautamót?

S. Lúther Gestsson, 7.7.2008 kl. 18:58

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther minn mikið er ég nú ánægður með að þú skulir hafa áhyggjur af mér....

Páll Jóhannesson, 7.7.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Mikið er ég hissa. Ég hélt að þú værir í vandræðum með að finna þér eitthvað að vera við.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 7.7.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Vil benda þér á eitt áhugamál fyrst að sumir eru farnir að hafa áhyggjur af þér Grilla eins og sumir eða bara að gera ekki neitt nema að hafa áhyggjur af öðrum Eitt annað grænir fingur og ekki þvo þér á eftir

Hrönn Jóhannesdóttir, 8.7.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband