Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
6.5.2008 | 18:09
Rannsóknarvinna
Í dag var til grafar borin útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Haukur Runólfsson. Haukur varð undir í baráttu við illvígan sjúkdóm. Hauki og konu hans Ásdísi Jónatansdóttir sem lést fyrir 24 árum síðan kynntist ég árið 1976. Ég fór þá austur á Höfn á vertíð á bát hjá Hauki sem hann átti og var skipstjóri á Akurey SF52. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að búa heima hjá þeim heiðurshjónum í tæplega hálft ár. Þau kynni gleymast aldrei. Þvílík heiðurshjón. Ég sendi fjölskyldu Hauks Runólfssonar mínar dýpstu samúðaróskir og segi enn og aftur ,,Hver minning er dýrmæt perla". Hvíl í friði Haukur Runólfsson.
Af frumkvæði bloggvinar míns hans Gunnar sem er mikill skipa áhugamaður hefur ferðum mínum í ,,Bótina" fjölgað svo um munar. Allt hófst þetta með því að ég birti mynd í vetur af hinu stórkostlega fley er ber nafnið Smugan. Tók það mig u.þ.b. 2 mánuði að leysa þá rannsóknarvinnu af hendi. Ég verð að reyna standa mig því ég á enn óleyst verk sem hann lagði á mig fyrir nærri ári síðan ef ekki lengra. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki reynt - það hefur bara engin geta veitt mér svör við gátunni miklu - en leitinni verður haldið áfram.
Fyrsta verk dagsins var að finna bát sem heitir Ingibjörg og er með skráningarnúmerið 5411. Bátur sem smíðaður er 1972. Samkvæmt mynd sem Gunnar sá af þessum bát sem tekin var 1997 er hér um bát að ræða sem er sannkallað augnayndi.
Bátinn fann ég strax og óhætt að segja að báturinn er fallegt fley. Fallegar línur og í alla staði er greinilegt að hann ber skapara sínum góða sögu um gott handbragð.
Fegurðarskyn manna er mismunandi. Það sem einum finnst fallegt getur öðrum þótt ljótt og þar fram eftir götunum. Mér finnst báturinn fallegur og sýnist á öllu að um hann sé vel hugsað.
Nú svo nú legg ég þá spurningu á Gunnar hvort hann sjái á myndinni hvort bátinum sé nægilega vel við haldið og standi undir merkjum?
Verkefni nr. 2. Finna bát sem stendur á vagni stutt frá þeim stað sem Smugan er nú. Þar á ég að finna hraðbát af gerðinni Shetland sandgulur með rauðum röndum og heitir Máni. Eins og við manninn mælt báturinn var þar sem Gunnar hugði.
Hann var jú eitt sinn eigandi þessa báts. Hann var víst upphaflega með blæju en á hann smíðaði hann hús úr áli ásamt vini sínum. Sprautaði svo gripinn með eðal lakki og efnum sem erfitt eða nánast útilokað er að verða sér úti um í dag. Gunnar á víst margar gullnar stundir á þessum bát ásamt föður sínum á ferðum þeirra um Ísafjarðardjúp.
En ég veit ekki við hverju Gunnar átti von. En víst er að Máni þar á því að halda að fá smá andlits upplyftingu. Báturinn er skítugur og í honum er brotin rúða og hálfgerð óreiða um borð. Og auðvitað smellti ég af einni mynd svo Gunnar geti séð í hvað ástandi þessi kostagripur er í dag.
Af því að ég var komin í Bótina og farin að skoða myndir þá komst ég ekki hjá því að sjá einn bát sem vakti óskipta athygli hjá mér. Sá bátur heitir Nói og hefur skráningarnúmerið 5423.
Fallegar línur og allt handbragð er hreint fullkomið í þessum bát. Og ekki bara handbragðið fallegt heldur er þessi bátur greinilega í góðum höndum eiganda síns og viðhaldið á honum eins og best verður á kosið. Þegar maður var lítill pjakkur að hrærast í bótinni og var að fylgjast með Begga og félögum þá fannst manni bátar eins og Nói hreinlega vera stór skip, sem þau eru í sjálfu sér.
Rétt í lokin set ég svo inn mynd af lítilli trillu sem stendur á þurru rétt hjá Nóa. Af útliti bátsins og ástandi er greinilegt að komið er að leiðarlokum þar á bæ eða bát.
Og það skondna við allt þetta er að sá bátur ber nafnið Gunnar.
Svo til að loka þessari færslu vil ég benda á að ég er búinn að búa til nýtt myndaalbúm sem heitir Bátar og skip. Þar er ég strax búinn að setja inn myndir frá ferð minni í Bótina í dag.
Hver veit nema ég haldi áfram þessari rannsóknarvinnu í Bótinni, hver veit?
Fróðleikur dagsins: Muhammed Ali heitir réttu nafni Cassius Marcellus Clay.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2008 | 21:49
Stórkostlegur listamaður
Strembinn gærdagur. Hófst á því að mannskapurinn dreif sig í kirkju. Æskulýðskórinn og barnakórinn sáu um sönginn í fjölskyldumessunni. Nú á maður ekki bara dóttir í Æskulýðskórnum heldur eru báðar stelpurnar hennar Döggu komnar í barnakórinn. Svo maður er bæði pabbi og afi. Í messunni var boðið upp á brúðleikhús. Sú sýning var alger snilld. Veit ekki hvers lenskur þessi snillingur er en ef ég man rétt þá býr hann einhvers staðar í Svallvaðardalnum. Ekki hægt að lýsa þessu með orðum hversu mikil listamaður hér er á ferð. Ef þið hafið tök á að sjá og heyra þennan mann að störfum þá látið það ekki fram hjá ykkur fara.
Margrét Birta og Elín Alma eru jú til þess að gera nýbyrjaðar í barnakórnum. Þær þreyttu því frumraun sína í að syngja í messu. Óhætt að segja að hjarta manns hafi slegið örar meðan á þessu stóð.
Eftir messu var svo mikið húllum hæ fyrir utan kirkjuna, nokkurs konar slútt eftir skemmtilegan vetur. Grillaðar pylsur - eða pulsur eftir því sem við á. Leikir og alls konar skemmtun fyrir alla. Gróskan í kirkjustarfinu það sem snýr að börnum og unglingum er algerlega til fyrirmyndar. Ætla ekki að taka neinn sérstakan út hvað það varðar en allir fá hrós frá mér fyrir flott starf.
Nú seinni partinn í dag gekk ungur Njarðvíkingur til liðs við körfuboltalið Þórs. Er um að ræða 24 ára gamlan leikmann Guðmundur Jónsson að nafni. Er þetta gríðarlega efnilegur leikmaður sem miklar vonir eru bundnar við. Vonandi á þessu strák eftir að líða vel. Ég átti langt og skemmtilegt samtal við hann eftir undirritun og smellti myndum af við þetta tækifæri. Kom í ljós að hann þekkir Hrönn systir og Ágúst mann hennar ágætlega enda búa þau í Njarðvík. Það sem meira er að hann bjó í sama húsi og þau um skeið, svona er heimurinn lítill. Guðmundur er lærður smiður og mun hann fara vinna hér við þá iðn þegar hann flytur búferlum. En hann mun flytja norður þann 1. ágúst. Vonandi á honum og konu hans eftir að líða vel hér norðan heiða.
Fróðleikur dagsins: Aðvörun: Dagsetningar á dagatalinu er nær en þær virðast vera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2008 | 16:02
Bolnum bjargað....... Sumgan
Í vetur setti ég á bloggið mynd af bát sem lá við legufæri í Bótinni. Báturinn sem heitir Smugan var hulin að mestu snjó enda lítt farið á sjó yfir háveturinn á þessu fleyi. Það var eins og við manninn mælt bloggvinur minn hann Gunnar (sem er mikill sérfræðingur um báta) var mættur og bað um ákveðnar upplýsingar um þennan merka grip.
Að sjálfsögðu lofaði ég Gunnari að forvitnast um hver væri eigandi bátsins, hvað hann væri stór og það sem meira var - er gripurinn til sölu? Á hraða snigilsins hóf ég könnun. Og þar sem að þetta var gert á hraða snigilsins þá gerðist afar lítið. Gunnar vissi þó hver hafði átt þetta mikla fley fyrir all mörgum árum. Var ég búinn að lofa einhverju upp í ermina?
Leið mín lá svo niður í Sandgerðisbótina þegar snjóa leysti og sól fór hækkandi á lofti. Aftur dró ég myndavélina upp úr mínu fínasta pússi og smelli af Smugunni eftir leysinga. Og eins og við manninn mælt - Gunnar mætti og rukkaði mig um hverju mér hefði orðið áorkað. Nú var mér fátt um svör. Ég hafði þó farið nokkrar ferðir í Bótina án þess að manna mig upp í að spyrjast fyrir um bátinn. Ég varð að passa ermina.....
Dagarnir liðu hægt en svo.... var erminni bjargað......
Ég brá mér nefnilega niður í Bótina í dag og þá sá ég mér til mikilla ánægju að báturinn var komin á þurrt. Tveir menn að vinnu við að skrapa, vorverkin hafin. Myndavélin var auðvitað með svo ég vippaði mér út úr bílnum og gaf mig á tal við vinnumenn. Annar mannanna sem var að vinna við bátinn heitir Birgir Guðmundsson sem er Lektor við Háskólann á Akureyri. Hann er einn af eigendum þessa báts.
Birgir tjáði mér að Arnar Páll Hauksson sem keypti bátinn fyrir allmörgum árum hafi gefið bátnum þetta nafn. Um bátinn var stofnað ,,útgerðar- og eigendafélag" sem heitir TÚA ,,Trillubáta Útgerðarfélag Akureyringa". Báturinn er rétt innan þeirra eftirsóttu 6 metra. Í honum er 4-6 hestafla Sabb vél. Segir Birgir að vélin sé algerlega ódrepandi og miðað við meðferð þá undrist hann á hverju sumri hversu viljug þessi elska sé að fara í gang þegar sveifinni er snúið.
Nú getur Gunnar bloggvinur minn átt von á því að ég sendi honum tölvupóst um þennan grip þar sem ég hef svör við fleirum spurningum sem hann var með. Kannski var aldrei hætta á ferðum því ég geng ávallt í stuttermabolum.....
Nú eins og þið sjáið þá setti ég inn þrjár myndir af þessu stórmerka fleyi við mismunandi aðstæður. Og ég fékk að sjálfsögðu hann Birgir Guðmundsson einn af eigendunum til að stilla sér upp hjá bátnum og auðvitað var skipshundurinn með á myndinni. Því miður láðist mér að fá nafn skipshundsins, en það kemur síðar.
Þannig ágætu bloggvinir getið þið treyst því að framvegis verður birt af og til mynd af þessum bát þar sem fylgst verður með framkvæmdum, ef Gunnari skildi ekki takast að versl........
Fróðleikur dagsins: Sumt fólk er einungis á lífi af því að það er ólöglegt að drepa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2008 | 22:58
Sambúðaslit
Þar kom að því að hún fengi nóg. Mikið notuð og sumir myndu kannski segja að stundum hafi notkunin á henni jaðrað við misnotkun. Ég held að það sé kannski full langt gengið að segja að meðferðin á henni geti flokkast undir misnotkun. Hlutverk hennar í lífinu var einfaldlega að þola mikla notkun og það sem meira er hún mátti búast við því að margir myndu nota hana.
Ég greiddi stórfé fyrir hana meir en góðu hófu gegndi að því er mér fannst. En ráðgjafi minn sagði mér að þessar elskur stæðu sig svo vel að ég mætti óhræddur greiða stórfé fyrir hana. ,,Þegar upp verður staðið þá fullyrði ég að þú getur hent henni og keypt aðra með bros á vör og þá munt þú sjá að þetta var góð fjárfesting.
Ég varð að skipta henni út núna eftir 17 ára sambúð. Hennar verður sárt saknað. En ég er búinn að kaupa aðra og ég bind vonir mínar við hana og el þá von í brjósti mér að sambúðin verðir farsæl og ljúf, eins og hjá þeirri sem nú er kvödd með söknuði. Og frúin mín hin eina sanna var vön að strjúka henni og bjástra við svo að örugglega má segja að góð meðferð af hennar hálfu hafi vegið þungt í hversu vel hún entist.
Gömlu Askó ASEA var sem sagt skipt út fyrir einni nýtískulegri af gerðinni Samsung. Veit ekki hvort óhætt er að gera þær kröfur til þeirra nýju að standast samanburðinn en hver veit? Tengdasonurinn sem er Samsung-fan nr. 1 á Íslandi segir að mér sé óhætt að leggja upp í þessa sambúð poll rólegur.
Ég sagði að tengdasonurinn væri Samsung-fan nr. 1. Á heimilinu eru til 4 Samsung gsm símar tvö heimabíó af þeirri gerð tvö sjónvörp svo fátt eitt sé nefnt, segir kannski meir en mörg orð. Hann var jú sölumaður í Radíónaust og kannski bara gott dæmi um hversu góður sölumaður hann er.
Skaust á sölusýningu hjá handverksfólki út á Árskógsströnd í dag. Alltaf gaman að skoða hvað fólk er að gera. Trúlega var þarna aðallega handverksfólk sem er að stunda sína list heima við í litlum mæli sér til gamans en ekki með fjöldaframleiðslu að leiðarljósi. Fullt af flottum munum og gaman að skoða. Yfirgaf þó svæðið án þess að kaupa nokkurn hlut. Ekki af nísku eða að ég hafi ekki séð eitthvað áhugavert heldur plássleysi heimavið. Á einfaldlega allt of mikið af dóti.
Strax eftir sýningu fórum við Sölli í Bogann og horfðum á leik hjá Stelpunum okkar í Þór/KA í Lengjubikarnum. Þær tóku á móti HK/Víkingi og fór svo að Stelpurnar okkar unnu 1-0 sigur. Leikurinn býsna jafn og skemmtilegur. Leikur Stelpnanna okkar gefa okkur fyrirheit um að við eigum skemmtilegt sumar í vændum. Áfram stelpur í Þór/KA.
Um kvöldið fór ég svo í Hamar og aðstoðaði Skúla Lór miðil þar sem hann var með skyggnilýsingafund. Hjálpin mín fólst í að vera dyravörður (dyravörður milli tveggja heima) og rukka þá sjáanlegu gesti sem komu á fundinn. Þegar svo fundurinn hófst kom í ljós að miklu, miklu fleiri voru á fundinum en ég sá. Vá hvað það voru margir sem Skúli sá og talaði við. Ekki gott ef ég hefði þennan möguleika ég kæmist aldrei yfir að ræða við allt þetta fólk, nóg er nú samt.
Og af því að heldur hefur nú dregið úr sumarblíðunni þessa síðustu daga læt ég fljóta með tvær myndir af þeim Margréti Birtu og Elínu Ölmu. Þessar myndir voru teknar fyrir skömmu meðan veðrið lék við okkur. Húlla hringur, fótbolti, golf og ýmislegt annað sem krakkarnir dunduðu við á sólpallinum hjá afa og ömmu.
Margrét Birta virtist fara heldur léttara í gengum þessa þolraun að halda húlla hringnum á lofti. Aftur á móti af svipnum að dæma þurfti Elín Alma að hafa meira fyrir hlutunum. Tungan á sínum stað og meðan hringurinn var á lofti gleymdi hún stund og stað.
En báðar sýndu ótrúlega snilli með hringinn og er mér til efs um að ég hefði nokkurn tíman komist með tærnar þar sem þær hafa hælana.
Fróðleikur dagsins: New York hét eitt sinn New Amsterdam.Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar