Leita í fréttum mbl.is

Bolnum bjargað....... Sumgan

SmuganÍ vetur setti ég á bloggið mynd af bát sem lá við legufæri í Bótinni. Báturinn sem heitir Smugan var hulin að mestu snjó enda lítt farið á sjó yfir háveturinn á þessu fleyi. Það var eins og við manninn mælt bloggvinur minn hann Gunnar (sem er mikill sérfræðingur um báta) var mættur og bað um ákveðnar upplýsingar um þennan merka grip.

Að sjálfsögðu lofaði ég Gunnari að forvitnast um hver væri eigandi bátsins, hvað hann væri stór og það sem meira var - er gripurinn til sölu? Á hraða snigilsins hóf ég könnun. Og þar sem að þetta var gert á hraða snigilsins þá gerðist afar lítið. Gunnar vissi þó hver hafði átt þetta mikla fley fyrir all mörgum árum. Var ég búinn að lofa einhverju upp í ermina?

Leið mín lá svo niður í Sandgerðisbótina þegar snjóa leysti og sól fór hækkandi á lofti. Aftur dró ég myndavélina upp úr mínu fínasta pússi og smelli af Smugunni eftir leysinga. Og eins og við manninn mælt - Gunnar mætti og rukkaði mig um hverju mér hefði orðið áorkað. Nú var mér fátt um svör. Ég hafði þó farið nokkrar ferðir í Bótina án þess að manna mig upp í að spyrjast fyrir um bátinn. Ég varð að passa ermina.....

IMG_0856Dagarnir liðu hægt en svo....  var erminni bjargað...... 

Ég brá mér nefnilega niður í Bótina í dag og þá sá ég mér til mikilla ánægju að báturinn var komin á þurrt. Tveir menn að vinnu við að skrapa, vorverkin hafin. Myndavélin var auðvitað með svo ég vippaði mér út úr bílnum og gaf mig á tal við vinnumenn. Annar mannanna sem var að vinna við bátinn heitir Birgir Guðmundsson sem er Lektor við Háskólann á Akureyri. Hann er einn af eigendum þessa báts.

Birgir tjáði mér að Arnar Páll Hauksson sem keypti bátinn fyrir allmörgum árum hafi gefið bátnum þetta nafn. Um bátinn var stofnað ,,útgerðar- og eigendafélag" sem heitir TÚA ,,Trillubáta Útgerðarfélag Akureyringa". Báturinn er rétt innan þeirra eftirsóttu 6 metra. Í honum er 4-6 hestafla Sabb vél. Segir Birgir að vélin sé algerlega ódrepandi og miðað við meðferð þá undrist hann á hverju sumri hversu viljug þessi elska sé að fara í gang þegar sveifinni er snúið.

13-15.mars 101Nú getur Gunnar bloggvinur minn átt von á því að ég sendi honum tölvupóst um þennan grip þar sem ég hef svör við fleirum spurningum sem hann var með. Kannski var aldrei hætta á ferðum því ég geng ávallt í stuttermabolum.....

Nú eins og þið sjáið þá setti ég inn þrjár myndir af þessu stórmerka fleyi við mismunandi aðstæður. Og ég fékk að sjálfsögðu hann Birgir Guðmundsson einn af eigendunum til að stilla sér upp hjá bátnum og auðvitað var skipshundurinn með á myndinni. Því miður láðist mér að fá nafn skipshundsins, en það kemur síðar.

Þannig ágætu bloggvinir getið þið treyst því að framvegis verður birt af og til mynd af þessum bát þar sem fylgst verður með framkvæmdum, ef Gunnari skildi ekki takast að versl........

 

Fróðleikur dagsins: Sumt fólk er einungis á lífi af því að það er ólöglegt að drepa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sæll Páll. Flottar myndir.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.5.2008 kl. 17:03

2 identicon

Þetta er rannsóknarblaðamennska í lagi! Þú gleymir hins vegar að taka fram að þegar ég lagði að þér að athuga hvort Smugan væri ekki til sölu, miðað við þessa vetrarhirðu, þá var ég með sjálfan þig í huga. Sá sem sjálfur hefur áhuga á bátum og smíðar auk þess svona líkön eins og þú hefur sýnt okkur, hann hefur allt í höndunum til þess að eiga og hirða svona bát. Það má svo ekki gleyma því að sex metrarnir eru kannski ekki beinlínis eftirsóttir, heldur er frekar eftirsótt að vera með bát rétt innan þeirra. Þar með nær hinn langi armur Siglingastofnunar og annarra kröfu- og reglugerðarprinsa ekki yfir þá og það eina sem rekstur á slíkum bát kostar yfir árið er það sem maður er sjálfur viljugur til að leggja í hann - plús hafnargjöld yfir sumartímann.

......þar er nefnilega smugan í kerfinu: "Smugan" er sumsé utan allra kerfa.......

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta með 6 metrana - þetta var auðvitað klauflega orðað hjá mér en ég var að meina að báturinn væri innan við 6 markanna sem er jú eftirsóknalegt fyrir marga

Páll Jóhannesson, 5.5.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband