Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg jól

Í eldgamla daga þegar ég ólst upp var ekki búið að finna upp þann sið að gefa í skóinn, held ég. Ef svo var þá hlýt ég að hafa verið óvenju óþægur krakki eða jólasveinninn verið með illa uppfærðan lista yfir þá sem áttu að fá í skóinn, þessi skýring er reyndar afar trúleg. Það bar hins vegar til tíðinda hér í Drekagilinu að dóttirin rak upp stór augu. Út í glugga í hennar herbergi höfðu inniskór hennar verið settir út í glugga. Viti menn í öðrum skónum var komin gjöf sem var merkt, Til Palla og Grétu frá Kertasníki. Jebb betra er seint en aldrei. Hér er sönnunin.

Kertagjöf

Samkvæmt venju var grjóna/möndlugrautur í hádeginu hjá okkur hjónum. Hér á bæ er lítil stemming fyrir illaþefjandi kæstri skötu, en grauturinn hans afa fellur vel í kramið hjá öllum.  Elín Alma var sú sem datt í lukkupottinn þetta árið. 

Heppinn

Heppin

Möndlugjöfin 2009

Jólaspilastokkur.

Yngsti fjölskyldumeðlimurinn sem er ekki enn farin að nærst á öðrum en mjólk en ekki fastri fæðu virtist þó vera til í að prufa þegar afi gerði sig líklegan til að gefa

Hólmfríður Lilja til í tuskið

Eitt af því sem íslendingar hafa hvað mestu áhyggjur af þegar líða fer að jólum er; verða hvít eða rauð jól? Þegar stefnir í rauð jól þráir fólkið snjó, það er svo jólalegt. Þeir sem búa við það að hafa sjaldan snjó eða nærri því aldrei þrá snjóinn meir á jólum sérlega ef öruggt þykir að jólin verði rauð.  Hins vegar er það staðreynd að ef það snjóar á þeim stöðum bölvar fólki snjónum í sand og ösku þegar bíldruslurnar standa fastar í snjóföl sem nær vart upp fyrir lægstu skósóla. 

Við sem búum hér norðan heiða erum bænheyrð þessi jól. Nægur snjór er í höfuðborg hins bjarta norðurs og gríðarlega fallegt um að lítast. Í dag fór svo fjölskyldan upp í kirkjugarð leiði látinna ættingja heimsótt, kerti og skreytingar yfirfarin. Eins og venjan er hafði Palli myndavélina með og smellti af hér og hvar. 

Grenitré

Þetta er fallegt, ekki satt?

Jólagrenitré

Þessi sjón hlýjar manni um hjartaræturnar í kuldanum

Já maður er að verða meira, meir með aldrinum eins og kerlingin sagði. Ég sagði ykkur frá því fyrr í mánuðinum að ég hafi tekið mynd af fjölskyldunni hennar Döggu og hafi sú mynd verið sett á jólakort. Hér má sjá afraksturinn

J�laj�la

Og svo í lokin

Jólakveðja 2009

Gleðileg jól kæru vinir nær og fjær

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gleðileg hvít jól.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.12.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband