Leita í fréttum mbl.is

Afmælisbarn dagsins

Blogg dagsins í dag er tileinkað afmælisbarni dagsins. Afmælisbarn dagsins í dag er stúlka sem fæddist þennan dag fyrir sléttum 8 árum. Hún var annað barn foreldra sinna sem þá bjuggu í perlu Eyjafjarðar, Hrísey. Ég er auðvitað að tala um dótturdóttir mína hana Elínu Ölmu.

Elín Alma, rétt eins og systkinin hennar er hin mesta perla. Afar ljúf, hæglát og klár stelpa. Elínu Ölmu er margt til lista lagt. Á sumrin æfir hún knattspyrnu ásamt systur sinni og á veturna bætir hún í og æfir einnig fimleika auk fótboltans. Nú svo auðvitað stundar hún skólann eins og vera ber og gerir það með stæl. 

Í dag verður sérstök afmælisveisla haldinn fyrir vinkonur og skólasystkini en á morgun verður húlumhæ í Lönguhlíðinni fyrir fjölskylduna. Ef að líkum lætur verður mikið fjör og mikið gaman. Ætla ekkert að skrifa neina langloku um þennan gullmola heldur set ég inn nokkrar myndir af henni í leik og starfi og myndir segja jú oft meir en mörg orð. 

Blómarós

Í garðinum heima hjá afa og ömmu í Drekagilinu

img_8490.jpg

Í fimleikum

Fótboltastelpa

Fótboltastelpa

Innlifun

Nammi, namm, borða

blomaros_843731.jpg

Blómarós með blóm í skólanum

Það er leikur að læra....

Að læra heima hjá ömmu og afa í Drekagilinu

Einbeitt

Með húllahring

Sælar systur

Með stóru systir á Pæjumóti og verðlaunin

Til hamingju með afmælið elsku Elín Alma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Til hamingju með hana Elínu hún er jú perla eins og systkini hennar :)

Hrönn Jóhannesdóttir, 19.12.2009 kl. 18:38

2 identicon

Til hamingju með skottið! Ég viðurkenni fúslega að ég öfundast dálítið (þó það sé auðvitað ekki fallegt að öfunda fólk).

(annar svigi: Ég vil líka nefna það, þó það sem kannski ekki við hæfi, að ég átti einu sinni bíl með númerinu Í-1812. Það var einn af mínum uppáhaldsbílum, Moskvitch árgerð ´66. Um leið og ég skrifa þessi orð kviknaði hugmynd að pistli.....)

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 12:14

3 identicon

...."þó það  SÉ kannski ekki".....átti að standa þarna. Stundum er engu líkara en maður sitji við lyklaborðið með ullarvettlinga á höndunum!

Gunnar Th (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband