18.12.2009 | 01:06
Afmælisbarn dagsins
Blogg dagsins í dag er tileinkað afmælisbarni dagsins. Afmælisbarn dagsins í dag er stúlka sem fæddist þennan dag fyrir sléttum 8 árum. Hún var annað barn foreldra sinna sem þá bjuggu í perlu Eyjafjarðar, Hrísey. Ég er auðvitað að tala um dótturdóttir mína hana Elínu Ölmu.
Elín Alma, rétt eins og systkinin hennar er hin mesta perla. Afar ljúf, hæglát og klár stelpa. Elínu Ölmu er margt til lista lagt. Á sumrin æfir hún knattspyrnu ásamt systur sinni og á veturna bætir hún í og æfir einnig fimleika auk fótboltans. Nú svo auðvitað stundar hún skólann eins og vera ber og gerir það með stæl.
Í dag verður sérstök afmælisveisla haldinn fyrir vinkonur og skólasystkini en á morgun verður húlumhæ í Lönguhlíðinni fyrir fjölskylduna. Ef að líkum lætur verður mikið fjör og mikið gaman. Ætla ekkert að skrifa neina langloku um þennan gullmola heldur set ég inn nokkrar myndir af henni í leik og starfi og myndir segja jú oft meir en mörg orð.
Í garðinum heima hjá afa og ömmu í Drekagilinu
Í fimleikum
Fótboltastelpa
Nammi, namm, borða
Blómarós með blóm í skólanum
Að læra heima hjá ömmu og afa í Drekagilinu
Með húllahring
Með stóru systir á Pæjumóti og verðlaunin
Til hamingju með afmælið elsku Elín Alma.
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 190606
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með hana Elínu hún er jú perla eins og systkini hennar :)
Hrönn Jóhannesdóttir, 19.12.2009 kl. 18:38
Til hamingju með skottið! Ég viðurkenni fúslega að ég öfundast dálítið (þó það sé auðvitað ekki fallegt að öfunda fólk).
(annar svigi: Ég vil líka nefna það, þó það sem kannski ekki við hæfi, að ég átti einu sinni bíl með númerinu Í-1812. Það var einn af mínum uppáhaldsbílum, Moskvitch árgerð ´66. Um leið og ég skrifa þessi orð kviknaði hugmynd að pistli.....)
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 12:14
...."þó það SÉ kannski ekki".....átti að standa þarna. Stundum er engu líkara en maður sitji við lyklaborðið með ullarvettlinga á höndunum!
Gunnar Th (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.