2.12.2009 | 00:02
Heimur jólanna
Ísland er land þitt og ................ allt það. 1. desember er stór dagur enda varð Ísland fullvalda ríki þennan dag 1918. En þennan dag árið 2009 brá ég undir mig fjórum hjólum negldum og hélt sem leið lá fram í Jólahúsið í Eyjafjarðarsveit. Upphaflegur tilgangur ferðarinnar var að taka mynd af Döggu og fjölskyldu til að setja á jólakort. Slatti af myndum teknar sem ég ætla sýna ykkur en þó ekki þá sem fer á jólakortin. Og þegar maður vill fanga sannan jólaanda er tilvalið að halda í jólahúsið. Reyndar skiptir engu máli hvaða árstími er í þessu litla húsi eru jól allt árið.
Vorum þarna fremra upp úr kl. 16:00 þegar tekið er að dimma. Birtan falleg, kalt í veðri snjóföl og jólaskapið í hávegum. Verður þetta nokkuð betra?
Þetta er fallegt ekki satt? Þegar búið var að mynda utandyra var haldið inn í hlýjuna. Myndað þar og skoðað hátt og lágt.
Elín Alma stillti sér upp fyrir framan hellinn hjá Grýlu sem stóð við hlóðirnar og hrærði í potti. Þegar búið var að skoða allt og láta sig dreyma var haldið aftur út og heim skildi halda. Eins og þið sjáið var farið að síga að. Máninn fallegur enda svo til fullur eða það lítur út fyrir það alla vega
Og áður en haldið var heim á leið stillti litla fjölskyldan sem er þó orðin talsvert stór upp fyrir loka myndina.
Brunað í bæinn góðu verki lokið. Þegar heim var komið sást hve hratt húmar að. Mynd tekin úr hlaðinu heima í Drekagilinu.
Já máninn leggur sitt af mörkum við að skreyta bæ og torg með sínum einstökum lita- og blæbrigða mynstri sem á sér engin takmörk. Menn glíma endalaust við að mynda þetta fyrirbrigði, yrkja ljóð og búa til sögur. Já þessi litli hnöttur er svo gríðarlega mikilvægur í lífi okkar allra þótt fæst okkar sé að leiða að því hugann svona dags daglega. Okkur finnst hann svo sjálfsagður. Líkt og menn frá aldaöðli hafa lofsungið og dásamað tunglið munu komandi kynslóðir gera það, með réttu.
Þangað til næst.
Málsháttur dagsins: Betra er að æran lafi en öldungis týnist.
31 dagur til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heppinn að vera á nagla dekkjum hérna er ég bara á mínum sumar dekkjum enþá haha ;) Haltu áfram að taka svona flottar jólamyndir og setja hérna inn :) Æj manni hlýnar um hjartarætur að sjá heiðardalinn sinni í jólabúningi. Góðar kveðjur til ykkar
Hrönn Jóhannesdóttir, 3.12.2009 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.