22.9.2009 | 12:45
Fyrirmyndarfangi
Þótti það óneytanlega skondið þegar ég heyrði í útvarpinu í gær orðið ,,Fyrirmyndarfangi" þeir eigi að fá svona og svona þjónustu meðan þeir taka út refsingu. Fyrirmyndarfangi, hvað er nú það? Hvernig getur staðið á því að fyrirmyndarfólk verði fangar?
Hausið er komið eins og ég hef marg sagt. Dásamlegur tími á sinn hátt. Fyrir menn með ljósmyndadellu er þetta sannkölluð gúrkutíð. Eins og svo oft áður þá hugði ég taka duglegan labbitúr. Labbitúrinn var í styttra lagi sökum þess að myndavélin var með í för.
Litirnir í náttúrunni fjölbreyttir og dásamlegir
Magnað, ekki satt?
Á heimleiðinni rakst ég á forláta Lappa sem er greinileg klár í allt. Trúlegt má telja að þessi hafi verið notaður á ný yfirstaðinni Hreindýraveiðitímabili. Eins og þið getið séð er búið að útbúa þennan grip þannig að hann kemst upp um fjöll og firnindi sennilega meir en hinn venjulegi slyddu jeppi. Vonandi virða eigendur bílsins þær reglur sem gilda um akstur á hálendinu, sem þeir gera örugglega.
Hólmfríður Lilja kom svo í heimsókn í Drekagilið í gær með mömmu sinni og systkinum. Eftir að hafa tekið sopann sinn góða og ropað fékk sú stutta óskipta athygli stóra frænda. Á myndinni má sjá og lesa úr augum barnsins mikla gleði eða aðdáun. ,,Lítið er ungmanns gaman".
Brá mér niður á Þórsvöll í morgun, þó ekki væri þar neinn knattspyrnuleikurinn. Tilefnið var hið árlega íþróttahlaup Glerárskólans. allir nemendur skólans byrjuðu daginn að fara út á völlinn og mynda þar merki Rauða Krossins. Er það liður í verkefni Rauða Krossins. Til að fullkomna myndina hefði maður þurft að vera í körfubil og geta tekið betur yfir hópinn. Engu að síður og hér er afraksturinn tæplega 400 börn sem mynda Rauðan Kross.
Þangað til næst
Fróðleikur dagsins: John Paul Getty, fyrrum ríkasti maður heims, var með peningasíma á setri sínu
249 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.