16.9.2009 | 23:15
Næði og þolinmæði
Vilji maður nýta tíma sinn í að sinna hugarefnum sínum er gott að hafa næði. Í dag lenti ég í því að passa yngsta barnabarnið............................ nei ég lenti ekkert í því ég bara tók það að mér með glöðu geði. Og nákvæmlega þá gafst tími til að sinna áhugamálinu um stund enda næði. NÆÐI myndi einhver spyrja þegar þú passar smábarn. Það sem meira er að barnið var vakandi og tók þátt í leik afa. Afraksturinn m.a.
Hér þar sem Hólmfríður Lilja brosti út í bæði - svart hvít
Og með Gíraffanum. Já pössunin gekk eins og í sögu og er næsta víst að myndatökurnar af þessu barni eiga eftir að verða margar, já fjölmargar.
Á mánudagskvöldið tóku Stelpurnar okkar í Þór/KA á móti Aftureldingu/Fjölni í síðasta heimaleik sumarsins á Þórsvellinum. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar unnu sætan 5-1 sigur. Gaman að segja frá því að þar kom ung stúlka inná í sínum fyrsta meistaraflokksleik aðeins 15 ára gömul og hún nýtti tækifærið vel og skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark. Ég er nokkuð viss um að við eigum eftir að fá að sjá mikið til þessara stelpu á næstu árum. Leggið nafn hennar á minnið - Katla Ósk Káradóttir.
Meira af íþróttum. Á morgun leikur Íslenska A- landsliðið í knattspyrnu í undankeppni HM gegn Eistum á Laugardalsvelli. Gaman að geta sagt frá því að þar eigum við Akureyringar tvo fulltrúa í liðinu. Rakel Hönnudóttir sem er markahæsti leikmaður Pepsí-deildarinnar með 23 mörk í sumar verður í byrjunarliðinu og þá er hin unga og efnilega knattspyrnukona Silvía Rán Sigurðardóttir í hópnum. Silvía er þó ekki í byrjunarliðinu en vonandi fær hún að koma inná sem varamaður. Silvía er einnig lykilmaður í U-19 ára landsliðinu. Já það er bjart framundan.
Mig langar að benda ykkur á að ykkur þyrstir í fleiri íþróttafréttir þá endilega kíkið á bestu heimasíðu íþróttafélags á landinu www.thorsport.is og þið finnið þar fullt af fréttum.
Óhætt er að segja að nú sé haustið komið. Ljúf/sár tími. Gríðarlega falleg að fylgjast með umhverfinu taka breytingum. Litirnir hreint út sagt geggjaðir. En sári hluti haustsins er söknuður vegna þess að sumarið er á braut.
Við hjónin fórum í göngutúr í dag sem oftar. Ný leið valin, gönguslóð sem við höfðu aldrei áður farið. Skemmtilegt að breyta út af vananum og sjá umhverfið sitt frá nýju sjónarhorni. Gönguleiðin liggur rétt ofan við Skautahöllina og til suðurs. Ágætis göngutúr.
Litbrigðin mögnuð og vonandi skilar þetta sér til ykkar í myndunum.
Málsháttur dagsins: Hver sem neytir með sparsemi hefur nokkuð að veita
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.