Leita í fréttum mbl.is

Baráttan um Drekagilið

Ætla byrja bloggfærsluna á því að vísa á bug þeim ásökunum sem á mig hafa verið bornar um meinta bloggleti. Ef við byrjum á að hefja yfirferðina þar sem frá var horfið fyrir nákvæmlega viku skulum við bregða okkur upp í Lögmannshlíð og inn í gömlu kirkjuna sem þar er þ.e.a.s. Lögmannshlíðarkirkju. Gömul og falleg kirkja sem vígð var 1860 og því nærri 150 ára gömul.

Lögmannshlíðarkirkja

Ákveðið hafði verið að ausa nýjasta barnabarnið vatni og gefa því nafn. Kirkjan var þétt setinn á þessum fallega degi sem skartaði sínu fegursta. Mikil þögn hafði ríkt um hvaða barnið yrði látið heita. Ömmur, afar, frændur og frænkur eða bara allir voru búnir geta sér til um hitt og þetta. Hver átti eftir að fá nöfnu og guð má vita hvað. Já hann/hún blessuð/aður vissu það án efa en gáfu engin teikn  og mannskapurinn varð að bíða. 

Á leið til skírnar

Mamman sem hingað til hafði þótt eiga erfitt með að halda slíku leyndu þagði eins og gröfin (sem er reyndar þarna við kirkjuna líka) setti upp dularfullan svip þar sem hún gekk niður kirkjutröppurnar á leið sinni til kirkju með þá barnið.

Stóra systir

Margrét Birta stóra systir og afmælisbarn dagsins var einnig dularfull þegar hún mætti til kirkju, hvað var í gangi? Þegar upp var staðið kom á daginn af hverju. 

Hólmfríður Lilja

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hólmfríður Lilja var nafnið sem barninu var gefið. Ástæða þess að þær systur Margrét Birta og Elín Alma voru svolítið sposkar á svipinn var að þeim fengu að segja nöfnin. Stóra systir tilkynnti Hólmfríðar nafnið og Elín Alma sagði Lilju nafnið. Presturinn Sólveig Halla var yndisleg eins og hennar var von og vísa. Athöfnin falleg. 

Söngur

Þær mæðgur Dagbjört og Elín Alma sungu í athöfninni lagið Í bljúgri bæn og við feðginin ég og Sædís spiluðum undir. Margrét Birta var slæm í hálsinum á þessu augnabliki og treysti sér ekki í sönginn. Þessi þáttur athafnarinnar var yndisleg.

Með prestinum

Fjölskyldan með prestinum

Með skírnarvottunum

Fyrir utan kirkjuna með mömmu og pabba

Me� m�mmu og pabba

Svo var haldin vegleg sameiginleg skírnar- og afmælisveisla þar sem margt var um manninn. Ég má svo til með að birta eina mynd af henni Sædísi Þorsteinsdóttir vinkonu þeirra Döggu og Jóa. Þessi góða vinkona þeirra heklaði skírnarkjólinn og húfuna sem barnið var skírt í og er hreint út sagt hið glæsilegasta listaverk. 

Listakona

 Eins og komið hefur fram þá var þetta ekki bara skírnarveisla heldur líka afmælisveisla

Blása

Og hér er afmælisbarnið að bláa á kertið. Veislan fín og brauðið alveg magnað eins og þeim einum sem þar að koma er lagið. 

Í vikunni fóru svo Stelpurnar okkar í Þór/KA til Keflavíkur og sóttu þar heimakonur heim í leik í Pepsí-deildinni. Fór svo að Þór/KA vann 0-9 sigur og þar með er liðið komið í 3. sæti efstu deildar með 33 stig. Tveir leikir eftir og möguleiki á að ná 2. sætinu gæti orðið að veruleika af allt gengur upp. En árangurinn engu að síður frábær. 

Í dag etja svo strákarnir í Þór kappi við Aftureldingu í 1. deild karla. Leikurinn skiptir í sjálfu sér litlu máli. Afturelding fallin úr deildinni og Þór hefur að litlu að keppa nema treysta á að hífa sig upp um 1-2  sæti á lokasprettinum. Það getur gerst og vonandi gengur það eftir. 

Stórleikur í dag á  City of Manchester Stadium þegar mínir menn í City taka á móti Lundúna stórveldinu Arsenal. Við feðgar ætlum að taka sénsinn á því að horfa saman á þennan leik. Sonurinn sagði þetta baráttuna um Drekagilið. Við spyrjum að leikslokum. 

Þangað til næst.

Málsháttur dagsins: Sá kennir öðrum vaðið sem undan ríður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband