Leita í fréttum mbl.is

Ekki svo mjög ófyrirsjáanleg

Fyrir nákvæmlega 9 árum breyttist líf mitt, það tók nýja stefnu. Sú stefnubreyting var í raun ekki svo ýkja óvænt, hún var reyndar fyrir afar fyrirsjáanleg. Elsta barnið mitt varð foreldri og ég varð afi.  Já í dag eru liðin 9 ár síðan Margrét Birta kom í heiminn. Þessi gullmoli hefur gefið afa sínum óteljandi gleðistundir. Hún er full af orku eins og öll börn eiga vera.

Margrét Birta setur hluta af þeirri orku sem hún býr yfir í að stunda knattspyrnu og fimleika. Í þessum tveimur íþróttagreinum þykir hún afar snjöll.

img_8481.jpg

Á fimleikamóti s.l. vor

Fótboltastelpa

Hér er hún á fljúgandi ferð á Eimskipamóti sem haldið var á Húsavík nú í ágúst. Þar sem liðið hennar vann alla leiki sína.

Sæt

Þessi mynd er svo tekin af henni þann 1. september í afmælisveislu mömmu sinnar. 

Margrét Birta til hamingju með afmælið og takk fyrir allar gleðistundirnar sem við höfum átt saman og vita máttu og trúa mátt að mig hlakkar til framtíðarinnar með þér og fjölskyldunni allri.

Þangað til næst:

Fólk dagsins: Margrét Birta og ónefnd Jóhannsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með stelpuna.  Flottir krakkar sem þú átt svo mikið í Palli minn.

Anna Bogga (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 11:05

2 identicon

Til hamingju með daginn! Mikið áttu gott Páll, að eiga svona gullmola! Það er ekki enn komið að þessu hjá mínu fólki, en væri svo sannarlega velkomið. Gallinn er bara sá að þó ég haif getað haft nokkuð "kontról" á eigin barneignum þá ræð ég engu um barnabarneignirnar!!!

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband