Leita í fréttum mbl.is

Að verða meyr

Munurinn á þeim tilfinningum sem bærast innra með manni þegar fyrsta barn manns kemur í heiminn annars vegar eða annað eða jafnvel það þriðja eru töluverðar. Við fyrsta barn er spenningurinn mikill og eftirvæntingin eftir því. Við fyrsta barn er spennustigið óbærilegt, við barn nr. tvö lækkar spennustigið (sökum reynslu) en tilfinningarnar þær sömu og við þriðja barn eru enn og aftur sömu tilfinningar en spennustigið enn minna þá er telur maður sig vera orðin hokin af reynslu. Hér verða kaflaskil hjá mér enda á ég bara 3 börn.

Þegar barnabörnin fara koma hefst nýtt tilfinningaskeið með allt öðru spennustigi. Við fyrsta barn, grobb, grobb, grobb, barn nr. tvö minna grobb sökum reynslu sem farin er að gera vart við sig og við þriðja barn enn meiri reynsla, grobbið enn til staðar og tilfinningarnar miklar og það sem meira er maður er orðin meyr.

Í dag eru 29 ár frá því að ég gekk í gegnum þá reynslu að verða pabbi þ.e. fyrsta barnið kom í heiminn. Þetta litla kríli sem þá leit fyrst dagsins ljós hefur nú tekið einu skrefinu meira en foreldrarnir enda orðin 4 barna móðir. Já tíminn líður hratt og til þess að sjá hvað tímanum líður er nóg að líta á börnin sín og barnabörn og á gerir maður sér grein fyrir því hve tíminn líður. 

Skrapp í afmæliskaffi hjá Döggu og þar þáðum við kaffi og kökur að hætti hússins. Afi var með myndavélin á lofti og tók örfáar myndir.

Afmælisbarn

Afmælisbarn dagsins ásamt nýjasta fjölskyldumeðlimnum sem verður vatni ausin n.k. sunnudag. 

Tröppur

Stóru systkinin stilltu sér upp fyrir afa

Amma

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn að drekka hjá ömmu.

Dagga mín til hamingju með daginn og takk fyrir okkur.

Fróðleikur dagsins: Vatnið í Dauða hafinu er svo salt að það er auðveldara að fljóta en að drukkna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Til hamingju með frumburðin  Mikið er hún falleg nýjasti meðlimurin hjá henni knús til ykkar

Hrönn Jóhannesdóttir, 1.9.2009 kl. 21:57

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sæll Páll . Takk fyrir síðast, en þar nutum við saman veitinga hjá henni Döggu. Ekki að spyrja að því. kv.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 2.9.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband