Leita í fréttum mbl.is

Loksins, loksins.

Talsvert er liðið síðan ég bloggaði síðast og nú verður gerð bragabót á. Bloggleysið orsakast ekki af leti  heldur fremur af tímaleysi. Mikið annríki. Hvar skal byrja?

Mér finnst vel við hæfi að byrja á grobbi. Miðvikudaginn 22. júlí vígðum við Þórsarar uppgerðan Þórsvöllinn sem nú er einn glæsilegasti knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllur landsins. Knattspyrnuvöllurinn er með hitalögnum og mjög fullkomnu vökvunarkerfi svokölluðu springler þar sem nóg er fyrir starfsmenn að kveikja á kerfinu í stúkunni og tölvubúnaður sér um að vökva. Kringum völlinn er svo 8 hlaupabrautir þar sem 2 innstu brautirnar eru upphitaðar þannig að hægt verður að hlaupa þar í öllum veðrum. Við völlinn er svo glæsileg stúka sem rúmar 1008 manns í sæti með tilheyrandi búnaði fyrir blaðamenn og annað starfsfólk. 

Þótti vel við hæfi að hafa vígsluleikinn leik milli Þórs og KA í 1. deildinni. Mikil eftirvænting ríkti í bænum enda kom á  daginn að 1500 manns mætti á leikinn sem reyndist hinn mesta skemmtun. Stuðningsmannalið beggja liða héldu uppi miklu fjöri og fá mikið hrós skilið. Það sem mestu skipti var að Þór vann leikinn 3-2 og það var Þórsarinn Matthías Örn Friðriksson sem skoraði fyrsta mark leiksins. Og eins og vanalega var ég með myndavélina á lofti. Þó ekki mína sem enn er biluð en naut velvildar kunningja míns Þórólfs Sveinssonar framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Þórs sem lánaði mér sína vél. Umfjöllun og ummæli í leikslok er að finna á heimasíðu Þórs og þar er ég ábyrgur þess sem skrifað var. Ummæli - umfjöllun

Þór - KA

Glæsilegt 

 Mjölnismenn

Mjölnismenn skemmtu sér og áhorfendum frábærlega

 

Sigri fagnað

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigri á KA fagnað og áhorfendum þakkaður stuðningurinn.

Það má eiginlega segja að hátíðin hafi haldið áfram daginn eftir þar sem Stelpurnar í Þór/KA spiluðu sinn fyrsta leik á vellinum. Þær tóku á móti GRV í Pepsí-deild kvenna. Þar var ekki um eins spennandi leik að ræða þar sem mikill styrkleikamunur er á þessum liðum. Skemmtunin var samt góð. Þór/KA vann 7-0 sigur í þeim leik. Hægt er að lesa um ummæli leikmanna í leikslok sem og nánari umfjöllun á heimasíðu Þórs sem við feðgar berum ábyrgð á. Hér eru svo hlekkir á ummæli og umfjöllun úr þessum leik. Já og myndir úr leiknum fylgja með

Byrjunarlið Þór/KA og GRV

Byrjunarliðin

Skalli og mark

Rakel Hönnudóttir með skalla sem endaði í netmöskvunum

Mark!!!!

Fagnað

Á hliðarlínunni

 Dragan Stojanovic þjálfari er líflegur á hliðarlínunni

Sigri fagnað

 Í leikslok er áhorfendum þakkaður stuðningurinn.

Margt fleira en fótbolti hefur verið á döfinni hjá mér og mínum. Pínulítið fjölskyldumót var haldið á laugardaginn. Skroppið inn í Kjarnaskóg og svo kvöldvaka heima hjá ættarhöfðingjunum sjálfum. Góð kvöldstund.

Í dag eiga svo þeir feðgar pabbi minn og bróðir afmæli í dag. Sá eldri leit dagsins ljós fyrst 1930 en sá yngri nokkru síðar eða 1964. Já sá fullorðni er því orðin 79 ára gamall. Býsna sprækur þótt árin færast yfir. Má að sjálfsögðu muna sinn fífil fegurri eins og stundum er sagt. Hann er þekktur fyrir allt annað en að hafa farið vel með sig í gegnum árin. Sumir segja það með ólíkindum hvað hann er eftir þá meðferð sem hann boðið sjálfum sér. Alger víkingur til vinnu og veit ekki hvað það er að gefst upp. Sjómennska, bílstjóri, handlangari, verkamaður, dyravörður, pabbi, afi, langafi, heimsmeistari í kraftlyftingum öldunga er meðal þess sem karlinn hefur afrekað í gegnum ári. Og síðast en ekki síst afrekað það að lifa af þá þrekraun að ala upp 5 snarvitlaus börn. En hann er uppistandandi í dag og bara þokkalegur. Ég óska þeim feðgum báðum til hamingju með daginn. Í dag ætla ég klárlega að heimsækja þann fullorðna sem er og verður heima við og þiggja nokkra bolla af kaffi.

Pabbi

Hér er svo mynd af höfðingjanum tiltölulega ný mynd. Flottur karlinn. 

Málsháttur dagsins: Lengi lifir í þeim kolunum sem illa brenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Auðvitað hefðu KA menn aldrei farið að sigra fyrsta leikinn á þessum verulega flotta velli ykkar Þórsara, þetta er bara spurning um íþróttamansslega hegðun.

En til að leiðrétta miskilninginn með áhorfenda aðstöðuna hjá ykkur þá er þetta það sem stórveldið hér fyrir sunnan kallar áhorfendapalla ekki stúka.

S. Lúther Gestsson, 1.8.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther  Stúka eða áhorfendapallar.. gildir einu og þótt Stórveldið Valur kalli sína aðstöðu áhorfendapalla þá kalla ég svona aðstöðu stúku..... sitt sýnist hverjum

Páll Jóhannesson, 1.8.2009 kl. 01:14

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Bara leiðinlegt fyrir áhorfendur að sjá ekki byrjunarliðin, ég hefði haldið að þetta væri útsýnispallur yfir fjörðin.

Stórveldið valur segirðu... vonandi verða þeir búnir að þrífa sætin eftir moldrokið, hrikalegt að ekki sé hægt að bjóða uppá svona nokkuð hrein sæti.

Annars verður þetta eins og venjulega á Sunnudaginn n.k. KR ingar verða fjölmennastir í stúkunni svo koma leikmenn annara liða sem eiga frí og svo áhoerfnedur vals ef þeir verða ekki báðir ölvaðir í eyjum.

Gleðilega hátíð á fallega Akureyri, manstu hvað þú varst rómastískur á umferðar ljósum um síðustu verlunarmannahelgi?

Skilst að Magga blöndal ætli að hrista enn meir uppí ykkur nú um helgina

S. Lúther Gestsson, 1.8.2009 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband