13.7.2009 | 12:14
Undirbúningi lokið.... kom inn
Ég endaði síðustu bloggfærslu á því að segja ykkur frá því að frúin í Drekagilinu sem hefur verið mín stoð og stytta í hart nær 31 ár hafi hafið undirbúning vegna 13. júlí. Já þann dag á hún afmæli. Í morgunsárið dreif ég mig á lappir bjó til eggja- og hangiket salat og dágóðan slatta af pönsum. Allt annað sér frúin um. Undirbúningi er lokið
Já fyrir þá sem leggja leið sína í kaffi koma ekki að tómum kofanum frekar en endranær. Og þeir sem til þekkja vita að ég er ekki að ýkja. Hvað um það þið komið kíkið inn og þiggið veitingar og takið létt spjall.
Frúin sem ræður ríkjum í Drekagilinu leit sem sagt dagsins ljós fyrst augum þennan dag árið 1957 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og bjó inní Lýtingsstaðhreppi í eitt og hálft ár er hún fluttist með foreldrum sínum til Akureyrar. Þessi dagur er merkilegur fyrir þær sakir einnig vegna þess að amma og afi hennar í föðurætt fæddust bæði þennan dag. Stóra spurningin er hvað gerir Dagga í dag?
Ég kyssi konuna sérstökum afmæliskossi í dag.
Málsháttur dagsins: Enginn hefur allt, og engan vantar allt
249 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Palli. Allir sem þekkja til vita að glæstar kræsingar eru alltaf þar á borði þegar einhver í Drekagili á afmæli. Nú ég mætti og naut gestrisninnar þar eins og ævinlega. Takk fyrir þinn þátt í veitingunum pönnsurnar voru mjög góðar og svo salötin líka. Maður má nú varla við öllum þessum veislum sem júlí mánuður færir okkur alltaf. Eigið gott kvöld og góðan morgundag, Kv.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.7.2009 kl. 21:39
Ég ætlaði að vera búinn að kommenta fyrir löngu en eins og Hebbi segir, Time flies.....
En semsagt, til hamingju með daginn og megið þið njóta sömu veðurblíðunnar og ég naut á Akureyri á dögunum allt til sumarloka!
Gunnar Th (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 18:56
Ég þurfti bara að setjast niður með bolla af góðu kaffi og gefa mér tíma til að lesa bloggið þitt Palli. Það er alltaf dásamlegt að lesa það en undanfarið hefur mér ekki unnist tími til þess svo úr því var bætt all hressilega núna. Takk fyrir að halda úti svona góðum skrifum.
Bestu kveðjur til ykkar hjóna
Jac "Bói" Norðquist
Jac Norðquist, 18.7.2009 kl. 11:22
Sæll Bói minn og gaman að vita að þú komir enn inná síðuna. Ég er frekar duglegur við að fara á hin ýmsu blogg þótt ég skilji ekki alltaf eftir mig ummerki - fingraför, sem er að vísu bölvaður dónaháttur. kv frá Akureyri
Páll Jóhannesson, 18.7.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.