Leita í fréttum mbl.is

Hart mætir hörðu sagði kerlingin og settist á stein

Aldrei þessu vant þá settist ég fyrir framan sjónvarpið og horfði á fótbolta. Þvílík gargandi snilld. Ekki þarf að fara mörgum orðum um skemmtanagildið þegar FC Barcelona er annars vegar. Þeir tóku Manchester Utd. svo rækilega í kennslustund að það hálfa væri nóg. 2-0 sigur Börsunga var öruggari en tölurnar gefa til kynna. En mikið fjandi hefði verið gaman ef Eiður Smári hefði fengið að taka einhvern þátt í þessu í kvöld. Hann fékk að vísu verðlaunapening um hálsins í leikslok, held ég en að öðru leiti var hann bara áhorfandi eins og Auddi.

Annar stórleikur verður á Akureyrarvelli annað kvöld þegar Stelpurnar okkar í Þór/KA taka á móti Íslandsmeisturum Vals í Pepsi-deild kvenna. Bendi fólki á að hægt er að lesa upphitunarpistil á www.thorsport.is fyrir þá sem hafa áhuga.  Svo vil ég benda fólki á að við verðum með beina netlýsingu frá leiknum á heimasíðu Þórs, nema hvað?

Nú af því að langt líður milli færsla hefur mér láðst að segja ykkur frá því að Stelpurnar léku gegn Fylki um liðna helgi í Árbænum. Sóttu þær þangað 1 stig með því að gera jafntefli gegn heimamönnum  1-1. Auðvitað sendum við sérlegan fréttaritara (Sölmundur Karl) á staðin og settum við inn ítarlega umfjöllun um leikinn á heimasíðu Þórs . Áfram Stelpur í Þór/KA

Böddi þjálfari

Á mánudagskvöldið kynnti félagið til sögunnar nýjan þjálfara körfuknattleiksliðs Þórs. Var Böðvar Þórir Kristjánsson ráðin þjálfari. Böðvar er Keflvíkingur en hefur búið á Akureyri til margra ára. Böddi lék í efstu deild bæði með Keflavík og Þór. Frábær leikmaður. Hann hefur nokkra reynslu af því að þjálfa ýmsa flokka og hefur náð góðum árangri. Fréttina um ráðninguna má sjá hér

Meira úr boltanum. Á morgun fer fram leikur Grindavíkur og Þróttar R. í efstu deild karla. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá skemmtilegu staðreynd að tveir af þremur dómurum leiksins eru Þórsarar. Þóroddur Hjaltalín Jr. verður aðaldómari og Eðvarð Eðvarðsson verður aðstoðardómari. Er þetta fyrsti leikur Edda í efstu deild. Bendi fólki á frétt á heimasíðu Þórs þar sem ég skrifaði um þetta í dag. Flottir karlar.

Að öðru leiti gengur lífið sitt vanagang. Palli duglegur, fer í ræktina 3x í viku og út að labba í Kjarnaskóg með frúnni. Hressandi. Labbið gengur vel og sérlega eftir að ég fékk þessa fínu skó sem eru með veltisóla og hjálpar fótafúnum hælbrjóti afskaplega mikið við gönguna. 

 Málsháttur dagsins: Hart mætir hörðu sagði kerlingin og settist á stein


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Greinilegt er að stelpnalið Þórs/KA er sterkt og kannski það lið sem er svolitið vanmetið. Það væri rosalega gaman að sjá þær stríða Valsstelpum í kvöld.

Annars sá ég KA menn taka stig í Breiðholtinu um daginn á móti Leikni og fannst mér norðanstrákarnir ekkert síðri aðilinn í leiknum.

Enn gaman að þessu með Þórsdómarana, þetta er kannski það  hlutverk sem þeir ná lengst í deild þeirra bestu, þ.e.a.s  vera bara dómarar.

Líklega er stæðsti draumur þeirra að fá að dæma leik hjá Stórveldinu á flottasta leikvelli landsins, Frostaskjólinu. Það er allavega eitthvað að stefna að hjá þeim.

S. Lúther Gestsson, 28.5.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband