Leita í fréttum mbl.is

Fyrir bloggvininn, og líka ykkur hin

Ágætur bloggvinur minn kvartaði sárann yfir því að ég hafi ekki bloggað um sigur Þórs gegn ÍA í 1. umferð 1. deildar. Hér með geri ég það - í örfáum orðum. Sem sagt Þór vann öruggann sigur á ÍA sl. sunnudag 3-0. Til þess að gera langa sögu stutta bendi ég á umfjöllun á góðri heimasíðu Þórs www.thorsport.is og upphitun fyrir þann leik einnig slatti af myndum sem þið getið séð hér.

Svo fylgir auðvitað mynd með sem félagi minn tók í þeim leik. Áfram Þór alltaf, allstaðar

thor_001.jpg

Ég ætla hins vegar ekkert að blogga um brotlendinguna hjá Stelpunum okkar í 1. umferð 6-1 tap ekki gott en staðreynd. 

En ég ætla hins vegar að segja ykkur frá leik liðsins sem fram fór í gær þegar ÍR kom í heimsókn. Upphitunarpistil má lesa hér og umfjöllun um þann leik hér og ummæli í leikslok hér. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar unnu stærsta sigur sem liðið hefur unnið í efstu deild 11-0. Lokatölur leiksins gefa þó ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. ÍR átti ekki eitt skot sem hitti á mark andstæðinga sinna en Þór/KA átti t.a.m. 7 skot í þverslá. Svo fylgir auðvitað ein mynd sem ég tók á leiknum og sýnir þegar boltinn er á leið í mark ÍR eitt mark Rakelar Hönnudóttir en hún skoraði 4 kvikindi í þessum leik. Áfram Stelpur í Þór/KA

thorka_ir_rakel_skorar.jpg

Svo rúllar lífið sinn vanagang. Sumarið komið aftur eins og einn kunningi minn sagði í 3. eða 4. sinn eins og Skapti Hallgrímsson blaðamaður orðaði það í  Mogganum í dag. 

Fróðleikur dagsins: Margir sjómenn voru með gullhring í eyranu svo hægt væri að borga fyrir almennilega útför þegar þeir dæju

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband