3.5.2009 | 20:18
Yndislegt líf
Laugardagur til lukku! Ég sagði ykkur frá því fyrr í vikunni á mjög svo hlédrægan og hógværan hátt að Stelpurnar okkar í Þór/KA hefðu tryggt sér sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins með sigri á Breiðablik. Í gær léku þær svo til úrslita gegn Stjörnunni. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar unnu sætan 2-3 sigur og þar með er fyrsti stóri titilinn í húsi hjá liðinu. Ég gat ekki verið á leiknum en Sölmundur fór með liðinu og skrifaði fína umfjöllun um leikinn á heimasíðu Þórs www.thorsport.is einnig er hægt að lesa ummæli þjálfara og leikmanna í leikslok. Hér má sjá mynd af liðinu sem félagi okkar Hafliði Breiðfjörð sem vinnur fyrir www.fotbolta.net. Takk fyrir Hafliði.
Að sjálfsögðu var slegið upp lítilli veislu um niðnætti þegar þessar elskur komu í bæinn. Kaffi, coke og pizzur. Þeim voru færðar rósir við komuna, eitt og eitt gleðitár féll með faðmi og tilheyrandi. Hér er svo mynd sem ég tók í myrkrinu af þessum elskum við heimkomuna þar má sjá Hannes Kristjánsson stjórnarmann færa stúlkunum rósir. Til hamingju stelpur.
Við feðgar segjum að dagurinn hafi verið fullkomnaður, Sölli gladdist einnig yfir sigri sinna manna á Englandi. Það gerði ég einnig þar sem Man City vann líka góðan sigur. Yndislegt.
Heyrði granna minn syngja ,,vorið er komið og grundirnar gróa.......". Lóan er komin og allt það. Veðrið búið að vera yndislegt og ekki bara að vorið sé komið ég syng og raula með sjálfum mér ,, sumarið eri tíminn........".
Já og svo halda vorverkin áfram. Maður horfir á hvernig lí færist í gróður, blóm, fugla, geitunga og allur pakkinn. Þetta er yndislegt þótt einhverir eigi eftir að pirrast á litlum sætum býflugum og geitungum. En þær Margrét Birta og Elín Alma spurðu um daginn ,,afi tínum við ekki aftur ber í garðinum í sumar?". Þær eru að tala um rifsberin.
Auðvitað kemur sá tími (Eins og hjá Jóhönnu) og hann kemur fyrr en mann grunar, ef ekki þá værum við ekki í góðum málum.
Fróðleikur dagsins: Reynsla er nokkuð sem maður fær ekki fyrr en eftir að maður þarf á henni að halda
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sumarið kom yfir sæinn og sólskinið ljómar um bæinn. Yndislegur tími.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.5.2009 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.