10.4.2009 | 00:06
Er nauðsynlegt að skjóta þá?
Það er ekki svo langt síðan ég bloggaði um göngutúr minn niður við Ægissíðuna þar sem ég skoðaði menjar um þá tíð þegar menn gerðu út á grásleppu við Ægissíðuna. Vinkona mín tjáði mér um daginn að það hafi farið um sig hrollur er hún las bloggið. Hún bjó víst um skeið við Ægissíðuna og þótti það kuldalegur staður, sem og hún gæti ekki fyrir nokkrun mun endurnýjað þau kynni hvað sem á gengi. Hvað um það - ég læt þá hér staðar numið um þessa síðu sem kennd er við Ægi.
En ekki svo langt frá eða á nesinu að vestan þar sem ég staðsetti einhversstaðar á Seltjarnarnesinu stendur einn skúr sem notaður er við fiskverkun. Einhvern tíman hefur hangið þar hákarl, hver veit?
En í þessari sömu ferð notaði ég tímann til að skoða mig um hér og hvar, m.a niður við Reykjavíkurhöfn, Granda. Í slippnum er verið að skvera til hvalveiðibát og togara. Þeirra bíða verkefni þótt ólík séu. Annar (hinn minni) ku veiða með skutli stóra bráð en hinn stærri mun veiða minni fiska, að sumra mati smáfiska.
Nú svo eru aðrir sem bíða átekta tilbúnir og aðrir sem eiga nokkuð langt í að vera klárir ef marka má af útliti þeirra.
Maður spyr sig enn og aftur eins og Bubbi forðum ,,Er nauðsýnlegt að skjóta þá?" Ég veit ekki. Ég sveiflast í skoðunum. Stundum finnst mér það þjóðráð og í aðra röndina finnst mér það misráðið. Þannig er það bara.
Hvað um það. Svo eru aðrir sem láta sér í léttu rúmi liggja hvort skipin veiða stóra eða smá fiska. Halla sér upp að næsta vita meðan þeir bíða spakir meðan eftir því hvort það bíti á hjá þeim. Toby eða hvað er notað gildir einu. Maðurinn er slakur og virðist ekki hafa miklar áhyggjur af lífinu. Tvær veiðistangir, lítill afli, skíta kuldi en útiveran greinilega að virka þarna hjá kappanum.
Nú ég hafði einnig ekið um draugahverfi borgarinnar og til að sjá þær hörmungar
sem við blasa. Hús í hundraðatali hálfbyggð standa auð. Byggingakranar stopp og byrja brátt að ryðga fastir. Maður biður og vonar að ástandið fari að batna hið fyrsta. Ekki vil ég að borgin okkar verði að stærsta draugabæli landsins þrátt fyrir að þar búi mestur hluti þjóðarinnar.
Nú svo eru önnur hús sem mega muna sinn fífil fegurri og bíða örlaga sinna. Hvort örlög þessa húss sem stendur inná milli reisulegra iðnaðarhús niður á Granda sé að verða gert upp eða rifið skal ósagt látið. En ljóst er að hvor örlögin sem það verða þá er ljóst að í dag eru engir peningar til hjá eigandanum að klára hvort sem verður ofan á. Læt ég svo bloggi mínu úr borgarferð minni lokið að sinni. Í næsta bloggi verður örugglega fjallað um eitthvað héðan úr norðrinu.
Að lokum er kannski bara vel við hæfi að birta eina mynd af systrunum (afa stelpunum) skælbrosandi enda eru þær að ganga í gegnum mikið breytingaskeið.Barnatennurnar detta og mikill spenningur að sjá nýju fullorðins tennurnar - smæl
Málsháttur dagsins: Prestlaus sveit er sem saltlaus matur
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlit og kvitt.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 10.4.2009 kl. 11:23
Var að ljúka við þessa Reykjavikurpistla og má til að segja eitt: Þú hefur fengið betra veður hér syðra en við sem búum hér, hverju sem það sætir. Flottar myndir frá Ægissíðunni og úr Gróttu - raunar allar flottar. Þakka fyrir mig.
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.