Leita í fréttum mbl.is

Flottar stelpur

Ég ætla grobba mig aðeins af Stelpunum okkar í Þór/KA. Þær eru nú búnar að spila 3 leiki í A- deild Lengjubikarsins í knattspyrnu og trjóna þar á toppnum, enn sem komið er. Jafntefli á móti Val, sigur á móti KR og Aftureldingu/Fjölni. Þetta er frábær byrjun hjá stelpunum. Þær eiga tvo erfiða leiki eftir í deildinni, útileikur gegn Breiðabliki og heimaleikur gegn Stjörnunni.

Á fimmtudeginum brá ég undir mig betri fætinum og 4 hjólbörðum og hélt á vit nýrra ævintýra í höfuðþorpi Íslands.Hafði góðan tíma eftir hádegi þegar ég var búinn að koma kosningastjóranum af mér og þá ætlaði ég að njóta lífsins með viðhaldinu. Ég hef marg oft ekið eftir Ægissíðunni  en aldrei með opin augun, sjáið það er svo auðvelt að fara um með opin augun en þó lokuð. 

Ég hóf þó þessa yfirferð mína á því að keyra út á bílastæðin við Gróttu þ.e. við gönguleiðina út að vita. Sá að það var byrjað að flæða að, svo ekki tjóaði að vera með nett droll heldur dreif ég mig af stað. Komst að því að veðrið var ekki eins gott og það leit út fyrir að vera,  það var gluggaveður. En samt ekki slæmt veður heldur ég klæddur eins og fífl, hefði mátt vita að það væri ekki vetur.

Gróttuviti

Sá að farið var að flæða að svo ég varð að hlaupa við fót til þess að lokast ekki inni/úti og bíða eftir næsta útfalli.

Grottuviti

Hefði þó geta sest niður því þarna var hin glæsilegasta aðstaða. Ekki djúpbólstraður en fínn. Menn mega jú ekki staldra of lengi við til að komast yfir í tíma. 

bekkur.jpg


Við ytri höfnina lá svo glæsilegt þrí mastara skúta sem er Þýsk 80 metra langt skólaskip. Samkvæmt heimildum er hér um að ræða skip smíðað árið 1958. Skora á fólk að drífa sig niður að höfn og berja þetta fallega fley augu. 

 Gorch Fock

,,Ægissíðan, blessuð blíðan" ,,opin fjaran með blautan þarann" Eitthvað á þessa leið söng Laddi forðum, Þórður eða Mófreður. Við Ægissíðuna standa leifar af gömlum verðbúðum, grásleppuskúrar, dráttarspil og græjur til að draga báta á land. Skilst að það standi til að gera upp þessar menjar og varðveita. Það er hið besta mál.

Aegissida 

Vindubúnaður sem menn hafa svo haglega sett upp til að draga báta að landi. Rússnesk bílvél með gírkassa og öllu tilheyrandi. Hefur verið gaman að sjá menn nota þessar græjur. 

vinduvelbunadur.jpg

Dráttarbrautin er á leið í kaf, þar sem aldan grefur hana niður í sandinn  með stöðugum barningi. Allt lætur undan í tímans rás. 

drattarbraut.jpg

Til að koma bátunum á land þurfti meira en vindubúnað. Hér má sjá leifar af gömlum dráttarvagni. Hægt og bítandi grotanar hann niður og hverfur í gras. En stendur þó til bóta, þótt síðar verði.

drattarvagn.jpg

  Fjaran iðaði svo sem ekki af lífi en samt mátti sjá lífsmark hér og hvar. Kisi í leit að ævintýri og ,,gamla" konan að fylgjast með.

kisi.jpg

Kisi hafði verið að sniglast þar sem heitt vatn rann til sjávar - eða fjöru. Rólegt en þó mátti sjá sm líf

thari.jpg

Sumir sátu að snæðingi í gluggaveðrinu, sem var og er allt í lagi sé maður rétt klæddur.

borda_aegissida.jpg

Svo eina og eina unga mömmu viðra ungviðið.

barnavagn.jpg

Já svo er aldrei að vita nema ég setji inn fleiri myndir út þessari Reykjavíkurferð enda úr nógu að velja.

Málsháttur dagsins: Hart mætir hörðu sagði kerlingin þegar hún settist á stein


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Takk fyrir myndaseríuna, alltaf gaman að skoða myndir. KV.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.3.2009 kl. 16:03

2 identicon

greinilegt að það hefur verið góð myndaferð hjá þér í höfuðbólið

Anna Bogga (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband