Leita í fréttum mbl.is

Að bera nafn með rentu

,,Það er ómögulegt að segja, við fórum líka í gær og urðum ekki varir. Veðrið er svo geggjað að við ákváðum að fara aftur í dag og sjá hvað setur. Ef við nælum ekki í soðið í dag þá bara komum við heim með öngulinn í rassinum, en sælir því veðrið er svo gott". Það var eitthvað á þessa leið hið stutta samtal sem ég átti við þá feðga (faðir og ungling sonur) sem voru að sjósetja ......

Sjósetning

Pabbinn sá um að bakka bílnum með kerruna og sonurinn stjórnaði fumlaus aðgerðum og hélt í fastsetningartogið....

sjosetning02_818255.jpg

Sonurinn öruggið uppmálað.... upprennandi sjóari

sjosetning06.jpg

Engar fréttir af aflabrögðum, en vonandi komu þeir feðgar ekki heim með öngulinn í rass... Mikil umferð báta inn og út úr höfninni, enda veðrið til þess að fara á sjó. Að lokum veifuðu þeir feðgar kumbánlega að lokum.....

ut_og_inn.jpg

Á yfirferð um bótina varð á vegi mínu tveir bátar á þurru sem vöktu athygli mína og titill bloggsins er vísun í þá kynjagripi. Annar báturinn heitir Stubbur og hinn Hafdís.  Þegar ég sá Stubb þá datt mér í hug vélstjóri einn sem ég kannast við og er í daglegu tali kallaður ,,Snati". Vélstjórinn sagði eitt sinn ,,ég skal hundur heita ef....... " viti menn áformin gengu ekki eftir og uppfrá því er hann alltaf kallaður ,,Snati". 

stubbur.jpg

Stundum er sagt um þá sem eru frekar lávaxnir að þeir séu stuttir í annan endann... Stubbur er stuttur. Ekki nóg með það hann er lítið lengri en hann er á breiddina og svo er engu líkara en menn hafi ekki átt nægilega mikið efni til að ljúka við stefni bátsins, það hefur án efa upphaflega verið dans í kringum reglugerð.

Svo var það hinn báturinn sem ég staldraði við. Fallegur skrokkur, með skelfilega yfirbyggingu sem gerir heildarmynd bátsins þannig að manni finnst báturinn einfaldlega ljótur. En hann ber fallegt nafn - Hafdís.

hafdis.jpg

Þegar skrokkur og yfirbygging hafa verið sett í eitt hefur notagildi án efa verið ríkjandi og ekki á nokkurn hátt hugsað um útlit. Fordómar mínir? kannski og þá verður bara að hafa það. 

Stubbur og Hafdis

Já svei mér þá ef Stubbur er álíka breiður og hann er á lengdina. Hafdís fallegur skrokkur og þar með er allt upptalið. Vonandi þjónar hann eiganda sínum og sanni að ekki sé allt fengið með útlitinu.

Í síðustu viku renndi ég og dóttursonur minn Jón Páll örstuttan bryggjurúnt meðan við biðum eftir því að mæðgurnar kláruðu sig í Bónus. Þá sáum við trillukarl einn í bát sínum í aðgerð. Nýkomin heim. Engin vargur aðeins bra bra (æðarfugilinn)eins og Jón Páll kallaði fuglinn sem beið eftir því að fá eitthvað í gogginn. Aflinn einhver ekki vitað um aflamagn en smá var hann. Sem gamall togara - og bátasjómaður þá myndi ég varla nota þessi kóð í spyrðing, nei svei mér þá, en hvað gera menn ekki í kreppu?

Aðgerð

Já það er líf í Bótinni og með hækkandi sól lifnar yfir öllu.

Fróðleikur dagsins: Gott stríð og vondur friður verða aldrei til.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikið vor í þessum myndum, Páll! Maður fær hreinlega sting í brjóstið. Sjáðu Færeyingana mætast, maður lifandi!  Hraðbáturinn á efstu myndunum er af Microplus gerð, taldir ágætir bátar og það sem best er , hann er undir skráningarstærð.

Báturinn Stubbur var til umfjöllunar hjá þeim félögum Emil Páli og Þorgeiri Bald, http://www.123.is/thorgeirbald   á dögunum.  Um Hafdísi veit ég lítið, sýnist þetta vera Sómaskrokkur en líklega byggður fyrir grásleppuveiðar.

Maðurinn um borð í Skagstrendingnum gula og rauða er staddur í miðri paradís, og veit það eflaust sjálfur. Þetta, trillukarlinn að gera að fiski á borðstokknum, er eilíft myndefni enda fanga fáar myndir jafnmikið í einu. Það er helst að hin klassíkin jafnist við þessa, þ.e. trillukarlinn einn við skakrúlluna úti á sjó.  Frábærar myndir að vanda, og þessi sería úr blíðunni við höfnina er óviðjafnanleg.  Þegar þú setur upp ljósmyndasýninguna þína (sem hlýtur að verða fyrr en síðar) skal ég að mér heilum og lifandi mæta.....

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:46

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já Gunnar minn það var mikið vor í myndunum þegar þær voru teknar. En maður verður að vera meðvitaður um hvar maður er staðsettur á móðir jörð. Vorinu frestað, því á fimmtudagskvöld tók að snjóa og það snjóar og snjóar. Ég er nú hins vegar staddur á höfuðborgarsvæðinu og verð um helgina og myndavélin verður á loft hér og hvar.

Ef að sýningu verður þá sendi ég þér prívat og persónulega boðskort - því lofa ég.

Páll Jóhannesson, 27.3.2009 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband