Leita í fréttum mbl.is

Bóndi, blaðasali, skósmiður, verkstjóri og ..................

Bóndi, skósmiður, blaðasali, götusópari og ýmis önnur störf í gömlu Sambandsverksmiðunum á Gleráreyrum var meðal þess sem hann tók sér fyrir hendur. Mikill félagsmálamaður svo ekki sé nú meira sagt enda einn af stofnendum Iðju verkalýðsfélags þá aðeins 18 ára gamall. Templari og innvígður Musterisriddari svo fátt eitt sé nú nefnt af því sem þessi maður tók sér fyrir hendur í lífinu auk þess að vera faðir 6 barna.

Maðurinn er tengdafaðir minn Pálmi Sigurður Ólafsson. Í dag hefði hann orðið 91. árs væri hann á lífi. Pálmi lést 23. ágúst árið 1982 þá aðeins 64 ára gamall. Pálma á ég talsvert mikið að þakka sérstaklega fyrir það að hafa getið af sér yngsta barnið sitt - konuna sem ég er giftur - konan í lífi mínu. 

Tengdó

Pálmi í blaðavagninum.

Pálmi var gríðarlega traustur maður og sannkallaður vinur vina sinna. Hann hefði vaðið í gegnum eld og brennistein fyrri fjölskyldu, sem og vini sína. Óhætt er að segja að hann hafi oft og iðulega þurft að gera það í lífinu. Því miður náði frumburður minn eitt minna barna að kynnast afa sínum. Stutt en þó aðeins.  Ég kynntist Pálma fyrst 12 ára gamall þegar ég gekk í stúku og svo enn betur þegar ég var 14 ára þegar ég fór í götusópið þar sem hann réði ríkjum. Svo kynnin miklu þegar hann varð tengdafaðir minn. Ég á Pálma mikið að þakka. Ljúfar minningar um traustan mann sem hægt var að teysta á. ,,Hver minning er dýrmæt perla".

Í gær brá ég mér í Bogann og horfði á leik Þórs og KA í Lengjubikarnum í fótbolta. Þegar þessi lið mætast er jafnan mikið fjör enda mikið undir. Þór og KA mættust í úrslitaleik í Soccerademótinu í knattspyrnu 13. febrúar hinn ágæta dag. Þá fóru mínir menn með sigur af hólmi 1-0. Fyrri hálfleikur var hálfleiðinlegur lítið um opin færi og endapunkturinn á leiðindum í fyrri hálfleik var þegar KA komst yfir 0-1 og þannig var staðan í hálfleik. Lárus Orri hefur greinilega messað hressilega yfir okkar mönnum því allt annað var að sjá til liðsins í síðari hálfleiknum. Þór jafnaði leikinn í síðari hálfleik og lauk honum með jafntefli 1-1 þar sem Jóhann Helgi Hannesson skoraði mark Þórs. Endilega kíkið á heimasíðu Þórs og lesið um leikinn þar upphitun - umfjöllun

Næsta bloggfærsla sem mun koma trúlega á morgun verður um Stubb og Hafdísi og yfirskrift bloggsins verður trúlega ,,Að bera nafn með rentu". 

Fróðleikur dagsins: Mesti fjöldi sem hefur komið á einn körfuboltaleik er 800.000 manns. Það var á Ólympíuleikvanginum í Aþenu, þann 4. apríl 1968


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona eru hlutirnir misjafnir. Nú aðfararnótt laugardagsins sl. kvaddi tengdafaðir minn , saddur lífdaga, rúmlega áttræður og hafði verið sjúklingur í áratug. Svona er þetta bara.....

 Ég ætla svo að skrifa annað komment við bátamyndirnar hér ofar.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband