9.3.2009 | 22:08
Kynjagripur
Á hefðbundnum laugardags göngu- og bíltúr um liðna helgi lá leið mín í innbæ Akureyrar og fyrsti stans minn og í raun sá síðasti var við Iðnaðarsafnið. Snarstansaði engu líkara en ég hafi lent á rauðu ljósi þótt engin götuviti sé þar sjáanlegur.
Iðnaðarsafnið sendur við Krókeyri rétt innan við skautahöllina
Upphaflega ætlaði ég bara kíkja á byggingaframkvæmdir en á lóðinni er að rísa hús sem hýsa mun mótorhjólasafn.
En það sem vakti mesta athygli mína var gamall kranabíll sem Möl og Sandur (nú BM Vallá) átti hér á árum áður.Þessi kranabíll er hinn mesti kynjagripur svo ekki sé nú dýpra í árina tekið. Við fyrstu sýn finnst manni eins og eitthvað sé ekki í lagi, allt snúi öfugt. Ég smellti myndum af bílnum og var staðráðin í að leita mér upplýsingar um gripinn. Árið 1975 vann ég um tíma hjá Möl og Sandi og man þar eftir þessum grip sem geymdur var á lóðinni ásamt öðrum tækjum sem muna máttu sinn fífil fegurri og hætt var að nota. Þá vakti þessi gripur engan áhuga hjá mér.
Ég sló á þráðinn til gamla verkstjórans Daníel Þórðarsonar sem vann í áratugi hjá Möl og sandi og og fékk ég ýmsan fróðleik hjá honum. Hólmsteinn Egilsson sem var stofnandi (1946) og eigandi fyrirtækisins fann mjög til þess að ekki væru margir kranabíla á Akureyri tók sig til g breytti gömlum GMC trukk í kranabíl.
Ofan á undirvagninn smíðaði hann boddý sem snýr eiginlega öfugt að hluta til.
Stýrishús, stýri, bílstjóra sæti, mælaborð og annar búnaður sem í stýrishúsinu er snýr í öfugri upphaflegri akstursstefnu bílsins. Þannig að þegar bílnum var ekið milli staða var honum bakkað.
Framan við stýrishúsið (eða í raun bakvið ef miðað er við upphaflegu akstursstefnu) er sjálfur kranabóman og tilheyrandi búnaður. Dráttarspil sem upphaflega var framan á stuðara bílsins var settur í afturstuðara bílsins sem var í nýrri akstursstefnu bílsins.
Að sögn Daníels (Danna) var bíllinn notaður í hin ýmsu verk. Möl og sandur framleiddi mjög mikið af strengjasteypu bitum og plötum og það var upphaflega fór framleiðslan fram utan húss. Þá var kraninn notaður við að lyfta bitunum upp úr mótunum og koma þeim í geymslu og eða lyfta þeim á vörubíla sem fluttu þá á byggingastað.
Einnig var kranabíllinn notaður talsvert í við löndum hér á Akureyri og voru dæmi um að hann væri lánaður alla leið út á Svalbarðaströnd og Hjalteyri. Pælið í því því að þessa vegalengdir var bílnum í raun ekið afturá bak.
Danni sagði mér að einhverju sinni þegar verið var að landa upp úr Sigurði Bjarnasyni sem var eftir því sem ég man best austurþýskur tappatogari þá valt kraninn um borð í skipið. Engin slys urðu á mönnum og kranabílinn skemmdist lítið og var lengi notaður efir það.
Þá gerðist það einhverju sinni að stór kranabíll í eigu þeirra bræðra Sverris og Gvendar Gorra (Sverrir og Guðmundur Georgssynir) hafi oltið við vinnu. Haft var samband við Hólma í Möl og Sandi og hafði hann engan annan krana þá á lausu en sendi þess í stað mann á gamla GMC djásninu. Þegar menn sáu gamla kynjagripinn koma á staðinn veltust menn um af hlátri. Þessu verður ekki bjargað með þessum kríli.
Þegar búið var að koma fína stóra krananum aftur á hjólin 10 með gamla GMC var ekki mikið um hlátur manna þá. En gamla máltækið ,,Sá hlær best sem síðast hlær" sannaðist þarna svo um munaði.
Þessi kranabíll er gott dæmi um hvernig menn í gamla daga nýttu sér það sem til var hverju sinni til að bjarga sér og koma undir sig fótunum. Þessi merkilegi gripur stendur nú sem sagt inn við Iðnaðarsafnið og bíður örlaga sinna. vonandi verða þau að hann verði gerður upp svo komandi kynslóðir geti notið þess að skoða gripinn sem er einn af fjölmörgu safngripum sem varðveita söguna.
En upphaflega fór ég á staðinn til þess að sjá hvernig framkvæmdum við byggingu Vélhjólasafnsins miðar áfram. Svona líta þær framkvæmdir út eins og sést á þessari mynd. Veit svo sem ekki hvort þetta gefi ykkur tæmandi upplýsingar um bygginguna. En áður en snjóa leysir mun ég klárlega birta fleiri myndir af framkvæmdum og jafnvel verða búinn að verða mér úti um tölulegar upplýsingar um húsið.
Læt ég svo þessari stuttu yfirferð lokið að sinni. Ég get þó ekki látið hjá líða að benda þeim á sem ekki hafa farið og skoðað Iðnaðarsafnið að drífa í því fyrr en síðar. Sjón er sögu ríkari og ég get lofað því að sjá sem inn kemur upplifir gamla daga á mikilfengan hátt.
Málsháttur dagsins: Að því spyr veturinn hvað sumarið aflar.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær grein hjá þér Palli ! Þú ert algerlega á réttri braut með svona skrifum.... ja og kannski fótbolta líka.... ef ég nennti að lesa um boltann.... hahahahahah
Bestu kveðjur
Jac "Bói" Norðquist
Jac Norðquist, 12.3.2009 kl. 12:41
Sæll Bói! kannski ég fari að henda inn smá bolta með, hver veit? ekki vil ég vald þér/ykkur lesendum vonbrigðum
Páll Jóhannesson, 12.3.2009 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.