Leita í fréttum mbl.is

Jón Páll

Í dag eru liðin slétt 4 ár frá því að þessi pjakkur leit dagsins ljós fyrsta sinn. Honum var svo gefið nafn eins og gjarnan er gert við okkur mannanna börn. Nafnið er saman sett út nöfnum beggja afa sinna Jón Páll. Sumir segja að þetta nafn sé stórt í ljósi sögunnar alla vega fyrir þá sem muna eftir aflraunamanninum Sigmarssyni sem bar þetta nafn.

Hvað um það. Jón Páll er yngstur þriggja barna Dagbjartar dóttur minnar og Jóhanns tengdasonar. Jón Páll er mikill bílakarl hann vill hafa bíla með í öllu sem hann gerir ekki bara í leikjum heldur við matarborðið og þegar hann fer að sofa hefur hann ekki bangsa með sér, nei BÍL. 

Í dag verður svo dagurinn helgaður honum. Trúlegt má telja að dóttir mín hafi útbúið eitthvað af góðgæti svo ekki verður gripið í tómt í Lönguhlíðinni, frekar en venjulega þegar afmæli eru annars vegar.

Jón Páll er einstaklega ljúfur lítill drengur en þó býsna stór. Glaðlyndur og skapgóður með eindæmum og auðvelt að eiga við hann. 

Í bílaleik

Ekki óalgeng sjón

jonpall_svart_hvitt.jpg

Rétt að gjóa augunum á sjónvarpið

bo_jonpall.jpg

Brugðið á leik

Á kafi

Í miklu sólskini getur verið erfitt að hafa bæði augun opin og þá er gott að skríða í skjól. Myndin er tekin þegar systur hans voru að keppa á Strandamótinu í fótbolta s.l. sumar. 

Ertu með derring?

Á öskudaginn brá okkar maður sig í löggubúning - ertu með einhvern derring?

Til hamingju með daginn elsku karlinn.

Málsháttur dagsins: Viskan er æskunnar æra, ellinnar huggun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Til hamingju með barnabarnið

Hrönn Jóhannesdóttir, 8.3.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

241 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband