6.3.2009 | 23:59
Svo set ég allt á hausinn og þið borgið
Ég og kunningi minn sem er haldin svipaðri áráttu og ég þ.e. að vera húkt í ljósmyndadellunni látum okkur dreyma af og til um að eignast rándýra aukahluti til að fullnægja þörfum okkar. Af því að virkilega góðar græjur eru rándýrar verður sjaldnast af því að við látum til skarar skríða.
Við látum okkur stundum dreyma þegar við spjöllum á msn um linsur, afsmellara, húdd og allskyns græjur. Einfót, þrífót og guð má vita hvað.
Ég stakk upp á því við hann í kvöld að við stofnuðum hlutafélag/eignarhaldsfélag um flottar og rándýrar græjur stofnuðum svo dótturfélag á Tortilla eyjum (sem ég hélt lengi að væri pönnukökur) tækjum svo lán í banka með veð í hinu íslenska hlutafélagi. Keyptum græjur fyrir fúlgur fjár og færðum þær eignir undir merki félagsins á Tortilla. Svo myndum við taka kittlinsurnar og ódýra draslið sem við eigum fyrir og færðum til eignar á hið íslenska félag. Þegar kemur að afborgunum þá setjum við hið íslenska félag á hausinn og skuldin fellur á velsettan sauðsvartan almúgann. Og við verðum í góðum málum. Við förum svo að græða fúlgur fjár sem paparasar út um allar trissur, sérhæfum okkur í íþróttamyndum og öðru sem hægt er að græða á.
Þetta er náttúrulega allt gott og bessað en of gott til að geta orðið að veruleika, því miður. Við félagarnir höfum nefnilega samvisku sem er kannski ekki alveg snjóhvít en samt í lagi. Svo þangað til að við höfum efni á að kaupa þetta eins og heiðarlegum mönnum sæmir verðum við að láta okkur duga að birta myndir eins og þær sem maður hefur verið að dunda sér við og vera bara ánægður með það sem maður á og hefur hverju sinni.
Var um það bil að deyja úr leiðindum yfir Ædolinu - af hverju? best að segja ekki meir þá særir maður engan.
Myndir dagsins er teknar í smábátahöfninni í Sandgerðisbót. Dásamlegt veður og kyrrðin og fegurðin fær mann til að gleyma öllum áhyggjum. En um leið potar í gamla sjómanninn sem blundar í manni.... hafið lokkar og laðar á ný....
Að lokum langar mig að minnast á að frændi minn hann Stefán Steinar Tryggvason sem hjá mínu fólki var aldrei kallaður annað en Stebbi lögga var borin til grafar í dag. Stefán var fæddur árið 1931 og því á 78. aldursári. Blessuð sé minning Stefáns Steinars Tryggvasonar.
Fróðleikur dagsins: Sir Winston Churchill fæddist á kvennasalerni í Blenheim höllinni, en móðir hans var þar á dansleik.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður - flottar myndir hjá þér
Rúnar Haukur Ingimarsson, 7.3.2009 kl. 21:34
Ætlaði bara að dásama bátamyndirnar! Þessi græni hraðbátur þarna á endanum var í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum, sennilega breytt hér syðra. Mér sýnist Færeyingarnir tveir við hlið hans (blár og rauður) vera báðir af stærri gerð eins og Sóló minn var. Er þó ekki alveg viss. Það er dálítið kuldalegt á myndunum, en það styttist í vorjafndægur og þá liggur leiðin hratt uppá við. Kv. GTh.
Gunnar Th (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.